Morgunblaðið - 18.11.2016, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2016
Þ
að er ekki ofsagt að ProGastro við Ögurhvarf í Kópavogi sé svolítið himnaríki
fyrir alla áhugamenn um eldamennsku og eldhúsáhöld því þar má fá allt sem
nöfnum tjáir að nefna í eldhúsið og fyrir grillið. Og langt mál er að telja upp allt
það sem fæst í þessari myndarlegu verslun – til þess að fá heildarsýningu verða
lesendur einfaldlega að bregða sér í verslunina og skoða sig almennilega um –
en M Herrar gómaði verslunarstjórann Hafþór Óskarsson og fékk hann til að útlista það
sem herramenn ættu hiklaust að eiga í fórum sínum áður en lagt er í matargerðina. Hann
minnir á að hann og samstarfsfólk hans hlakki til að taka á móti áhugasömum sælkerum í
búðina til að skoða það sem í boði er.
„Við fáum margt fagfólk úr matreiðslu- og veitingahúsageiranum til okkar en það er
jafnvel enn skemmtilegra að fá áhugafólkið til að sýna því það sem við höfum upp á að
bjóða á tveimur hæðum hér í Ögurhvarfinu. Við erum með réttu áhöldin fyrir alla, hvort
heldur það er kokkalandsliðið eða áhugafólk með ástríðu fyrir góðum áhöldum, fallegri
hönnun og góðum mat.“
Haffi, þú hefur orðið:
MATUR OG MATARGERÐ
Morgunblaðið/Ófeigur
Eldhúsáhöld „Við erum með réttu áhöldin fyrir alla, hvort heldur það er kokkalandsliðið eða áhuga-
fólk með ástríðu fyrir góðum áhöldum, fallegri hönnun og góðum mat,“ segir Haffi í ProGastro.
Eldhúsafrekin byrja hér
Það er karlmennskumerki að kunna sitthvað fyrir sér í eldhúsinu
enda verða sannir herramenn að vera sjálfbærir þegar kemur að því
að matreiða. Til þess þarf hins vegar rétt úrval áhalda og til að
glöggva okkur á því sem herramenn þurfa að hafa við höndina þeg-
ar kemur að eldhúsafrekum heilsuðum við upp á Hafþór Óskarsson
– Haffa í ProGastro.
Við fáum margt
fagfólk úr mat-
reiðslu- og veit-
ingahúsageir-
anum til okkar
en það er jafnvel
enn skemmti-
legra að fá
áhugafólkið…
„Pönnurnar og pottarnir frá AMT eru þýsk hágæðavara og það
er ekki út í bláinn að pönnurnar eru kallaðar þær bestu í heimi,
enda elda bestu matreiðslumeistarar heims ekki á neinu nema
AMT. Botninn á pönnunum er 9-10 millimetra þykkur og ég veit
ekki um neinar aðrar sem hafa jafn þykkan botn enda halda
þær hita framúrskarandi vel. Ysta lagið er efni sem heitir lotan,
það er sterkara en teflon og inniheldur ekki þetta PFOA [perf-
lúoroktansýru] sem sífellt fleiri vilja forðast að nota við mat-
argerð. Pönnurnar mega fara inn í ofn ef því er að skipta því
handfangið þolir allt að 240 °C. Það má setja þær í upp-
þvottavél en það geri ég nú samt aldrei. Það er nóg að þvo
pönnuna með vatni og í þriðja hvert sinn set ég smá dropa af
sápu. Kokkalandsliðið okkar notar bara AMT og á síðustu Ól-
ympíuleikum voru 48 af 52 þjóðum með AMT til að elda á fyrir
sitt íþróttafólk.“
Pönnur og pottar
frá AMT Gastroguss
„Það er svolítil fjárfesting að kaupa sér japanskan hágæðahníf en þegar maður hef-
ur einu sinni handleikið og notað svona verkfæri verður ekki aftur snúið. Þessa
hnífa þekkja allir atvinnukokkar því þetta er það flottasta sem fæst og meðal fag-
manna eru þessir hnífar nánast trúarbrögð. Þessir hnífar eru slík eldhússtáss að
fólk vill ekki fela þá ofan í skúffu. Þá kemur Stonehenge-standurinn sér vel, en hann
er úr hágæðaviði með segulstáli að innan sem heldur hnífunum á sínum stað. Það
fer líka best með flugbeitta eggina á hnífunum, fyrir utan hvað þetta er ótrúlega fal-
legt á borði. Standurinn er til í kirsuberjaviði, eik og hnotu. Þessa hnífa kemur þú
með til okkar að brýna einu sinni á ári en lætur vera að stússast í því sjálfur.“
Hnífar frá KAI og Masahiro
„Að fást við mat kallar á svuntu en það
er ekki þar með sagt að það þurfi að
gefa einhvern afslátt af lúkkinu. Boldric-
svunturnar koma í öllum regnbogans
litum. Ef maður blaðar í gegnum tímarit
um mat og vín sést að það eru flestir
komnir í Boldric núorðið enda eru
svunturnar ferlega gæjalegar og flottar.
Strákarnir hafa alveg verið að falla fyrir
þeim upp á síðkastið, bæði fyrir eld-
húsið og grillið. Boldric-svuntur kosta
en þetta eru handsaumuð gæði, fáan-
legar í taui, gallaefni og leðri fyrir þá
sem gera kröfur. Svunturnar hafa sleg-
ið í gegn hjá okkur og fljúga út, eins og
þær hafa gert alveg síðan við tókum
inn fyrstu prufusendinguna sem hvarf
nánast samdægurs.“
Svuntur
frá Boldric
Það er í senn merki um góðan smekk og góða dómgreind að
eiga almennileg glös fyrir bjórinn og í þeim efnum standa fáir
jafnfætis þýska framleiðandanum Spiegelau, sem býr til há-
gæðaglös fyrir allra handa drykki.
„Glas og glas er ekki það sama og bjórglas og bjórglas er
langt frá því að vera það sama. Ein vinsælasta gjöfin hjá okkur
er Tasting Kit-settið frá Spiegelau, sem inniheldur fjögur mis-
munandi bjórglös fyrir mismunandi bjórstíla, og þá er skothelt
að kaupa með fáeina mismunandi bjóra sem passa við glösin.
Algerlega frábær gjöf sem hittir alltaf í mark. Lögun hvers glass
hæfir þá karakter bjórsins hverju sinni sérstaklega og dregur
fram bragðið og ilminn. Í settinu er IPA-glas, weissbier-glas,
porter/stout-glas og lagerbjór-glas.“
Spiegelau-bjórglös