Morgunblaðið - 18.11.2016, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.11.2016, Blaðsíða 13
svo fór að stórlið Real Sociedad festi kaup á honum. Eftir lánsstopp hjá gríska liðinu Olympiakos er hann núna búinn að festa sig í sessi hjá Augsburg og tekinn við að gera það sem honum lætur best, að hrella varnarmenn og markverði, og setja inn mörk. En talandi um góð samskipti og samstarf þá var slíkt ekki alltaf uppi á teningnum hjá Sociedad eða Olym- piakos og spilatíminn minni þar en efni stóðu til. Hvað gera atvinnumenn í fótbolta þegar boltinn er ekki að detta fyrir fæturna á þeim og þeir fá ekki tækifæri? Hvernig heldur maður sönsum þegar vinnan manns er í upp- námi? Það hljóta að koma þau augna- blik að mann langar helst að rústa hótelherberginu? Alfreð hlær við „Það komu alveg svoleiðis augnablik og þessi tími var ekki alltaf auðveldur. Á hinn bóginn var ég heppinn að komast að hjá hrikalega flottum klúbbi á Spáni með flottum leikmönnum sem ég lít á sem félaga mína í dag, leikmenn sem voru alltaf tilbúnir að styðja við mig. Svo þarf maður bara að rifja upp og stimpla þá staðreynd inn í hausinn á sér að ég er ennþá sami leikmaðurinn og ég var hjá Heerenveen, bara reyndari. Ég náði aldrei 3-4 leikjum í röð til að komast almennilega af stað hjá Sociedad en engu að síður var það eitt skemmtilegasta árið á ferlinum, að búa á Spáni, læra spænsku og kynnast kúltúrnum þar. Það er í mín- um huga enginn vafi á því að ég varð betri fótboltamaður á því að spila á Spáni. Fólk áttar sig ekki alltaf á því hvað gæðin eru mikil þar.“ Og svo hljóta augnablik á borð við markið sem okkar maður setti með Olympiakos gegn Arsenal í Meist- aradeildinni, í september á síðasta ári, að koma manni í gegnum erfiðu tímana? Alfreð getur ekki neitað því enda sigurmarkið í æsispennandi leik sem fór 2-3 fyrir gríska liðið, á hinum víðfræga leikvangi Lundúnaliðsins, Emirates Stadium. Sviðið gerist varla stærra fyrir slík afrek. „Það var auðvitað sturlað augna- blik, og klárlega einn af hápunkt- unum hingað til á ferlinum.“ Erfiðustu mótherjarnir Við sem teljumst til almennra launamanna þekkjum flestir þá til- finningu að einstaka sinnum koma dagar þegar við erum ekki upp á okk- ar besta, og við nennum varla í vinn- una þann daginn. Slíkt er hins vegar ekki í boði hjá atvinnumönnum í fót- bolta, en man Alfreð eftir mótherjum – kannski helst miðvörðum – sem eru svo fastir fyrir, harðir í horn að taka og almennt erfiðir að leikur fram- undan gegn þeim fær hann til að langa síður í vinnuna þann daginn? Mats Hümmels hjá FC Bayern? Jonathan Tah hjá Leverkusen? Alfreð hlær við og hristir hausinn. „Alls ekki. Þá þyrfti ég virkilega að hugsa minn gang ef ég væri ekki spenntur fyrir leikjunum lengur. En auðvita koma dagar þar sem maður er mis mótiveraður að fara á æfingar enda er það bara eðlilegt en aldrei þannig að manni langi ekki að mæta. Þvert á móti eru það þessar áskor- anir sem halda manni gangandi, og það sem er svo skemmtilegt við Bun- desliguna er að það er enginn leikur á leikjaplaninu sem gefur tilefni til að hugsa sem svo að það verði auð- veldur leikur í dag. Þegar ég leik gegn þessum sterkustu í deildinni hugsa ég einfaldlega að nú sé tæki- færi fyrir mig að meta mig gegn hin- um bestu og það gaf mér mikið í fyrra að ná að skora gegn sterkum liðum, og gegn sterkum varn- armönnum.“ Og hverjir eru svo erfiðastir að eiga við? „Sá sem þú nefndir þarna áðan, Tah hjá Leverkusen, er einn sá erf- iðasti sem ég hef mætt. Mjög full- kominn varnarmaður. Fljótur, sterk- ur, góður með boltann. Ég trúði því ekki eftir leikinn að hann væri fædd- ur ’96. Þessi gæi er að fara mjög langt.“ Það hlakkar ekki lítið í blaðamanni við þessi orð því kvisast hefur út að Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, sem greinarhöfundur heldur með, hyggist krækja í téðan Tah í janúar. Ég reyni að láta ekki á neinu bera en hlusta af athygli áfram á Alfreð. „Annars fer ég aldrei hikandi til leiks, sama hver mótherjinn er, því minn leikstíll er þannig að ég trúi því fyrir hvern leik að ef ég tek mín hlaup og fylgi mínu innsæi og reynslu í kringum teiginn þá mun ég alltaf fá færi, og þá er það bara undir mér komið að klára þau,“ bætir hann við og glottir út í annað. Lifað í núinu og horft til framtíðar Eins og framar greindi þurfa fót- boltamenn að finna ákveðið jafnvægi milli þess að vera sáttir í núinu og spila sinn bolta, og hins vegar að hafa markmið í huganum til lengri eða skemmri tíma. Ég fiska því eftir því hver séu næstu markmið Alfreðs, nú þegar hann hefur komið sér fyrir hjá liði í einni af sterkustu deildum Evrópu. „Aðalatriðið er alltaf að standa sig þar sem þú ert á hverjum tíma. Hitt kemur svo bara í kjölfarið ef vel gengur. Ég gæti talað endalaust um hvað mig langar því ég er alveg með það í hausnum og skýra sýn á það hvað mig langar.“ Hann hrærir stuttlega í froðunni ofan á cappuccino-bollanum og fær sér svo sopa. Ég bíð svars í ofvæni meðan hann leggur bollann frá sér. „En það er ekkert sem ég er að fara opinbera hér eða annars stað- ar,“ bætir hann svo við og það er ekki laust við stríðnisglampa í aug- unum. „Þetta er kannski svolítil klisja en í rauninni er aðalatriði að hafa fók- usinn á deginum í dag. Ef ég væri of upptekinn af næstu skrefum er fók- usinn farinn og þá er ekkert að fara að gerast hvorki í dag né síðar. Æf- ingin í dag, hvíldin í dag, maturinn í dag, leikurinn í dag, þetta er það sem ég einbeiti mér að og þá verður morgundagurinn í lagi. Það er mjög varasamt að líta á eitthvert verkefni sem stökkpall, mér finnst það ekki rétt hugafar þegar menn eru að fara í nýtt lið og eru strax farnir að huga að því hvaða lið þeir ætla í næst, samanber þegar strákar eru að fara til Danmerkur eða Noregs. Ef þú ætlar þér áfram þá þarftu fyrst að komast í liðið, svo þarftu að verða lykilmaður og loks þarftu að verða með bestu mönnum liðsins ef þú ætlar þér eitthvað annað og meira. Það er því ekki hægt að líta á neitt sem stökkpall heldur þarf að bera virðingu fyrir þeim stað sem maður er á hverju sinni og klára þau eins vel og hægt er. Stattu þig vel, njóttu þín og þá gerist hitt bara af sjálfu sér. Fyrir mína parta er ég mjög ánægður með þann stað sem ég er kominn á í dag – en er samt sem áð- ur þannig úr garði gerður að vilja alltaf meira.“ Ætli það sé ekki hugarfarið sem skilar manni í lið í Bundesligunni? Annars hefði Alfreð líka getað tekið þetta rólega og átt glimrandi feril hjá Blikunum, ekki satt? „Jú, það kitlaði alveg líka,“ svarar hann og hlær. „Verða bara alvöru „one club legend“ í Kópavoginum, það er skemmtileg tilhugsun“ segir hann að endingu og klárar úr cap- puccinobollanum sínum.Morgunblaðið/RAX FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2016 MORGUNBLAÐIÐ 13 www.gilbert.is VERÐ AÐEINS: 34.900,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.