Morgunblaðið - 18.11.2016, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2016
í herrafataspjall með Vilhjálmi Svan Vilhjálmssyni,
verslunarstjóra Herragarðsins í Kringlunni.
Eitthvað einstakt fyrir herrana
„Erindi þeirra sem koma til okkar í sérsaum eru
alla jafna tvíþætt,“ útskýrir Vilhjálmur. „Oft eru
menn komnir til að fá bestu mögulegu fötin fyrir
brúðkaup og önnur stór tilefni, en almenn eru menn
hins vegar komnir til að fá einfaldlega föt sem passa
þeim framúrskarandi vel. Menn vilja í auknum mæli
föt sem eru búin til sérstaklega fyrir þá.“
Í þessu kristallast að sögn Vilhjálms sá munur sem
er á þeim sem komu í sérsaum á árunum fyrir hrun,
2005-2007, og þeim sem koma í dag. Herrarnir eru
með sterkari einstaklingsvitund og sjálfstæðari í
hugsun.
„Fyrir 10 árum vildu allir vera dálítið eins, að
manni fannst, en núna er það þannig að menn vilja
eiga eitthvað sérstakt. Þeir eru að leita að einhverju
fyrir sig sem næsti maður á ekki. Nútíminn ýtir undir
þetta, einkum hvað yngri karlmenn varðar. Þeir eru á
netinu allan daginn, sítengdir því sem er að gerast
um allan heim og vita því upp á hár hvað er í gangi og
taka einstaklingsmiðaðar ákvarðanir út frá því. Þeir
eru vel upplýstir um það hvernig föt eiga að vera.
Þeir koma því til okkar með mjög fastmótaðar hug-
myndir um hvað þeir vilja og hvers konar fötum þeir
eru að leita að. Það var heldur á annan veg hér áður
fyrr.“
Vilhjálmur rifjar upp sögu úr
vinnunni, máli sínu til stuðnings, frá
þeim tíma þegar hann var að feta
sín fyrstu fótspor í herrafatabrans-
anum rétt fyrir síðustu aldamót:
„Maður einn kom í búðina þar
sem ég vann í og sagði einfaldlega,
mig vantar jakkaföt. Ég var sem
sagt með öll völdin, valdi fyrir hann
jakkaföt og sagði svo bara „gerðu
svo vel“. Málið dautt. Þetta hefur
breyst. Sérsaumurinn er þess vegna öðru fremur
svar við markaðnum, svar við því sem menn vilja í
dag. Smekkur herranna er orðinn einstaklingsmið-
aðri í dag.“
Föt sem passa fullkomlega
Vilhjálmur bendir á að einnig séu margir sem
hreinlega þurfi sérsaumuð föt, til að mynda þeir sem
nota ekki sömu stærðina fyrir jakka og buxur eða
hafa annars konar frávik til að bera frá fatastærð-
unum beint af slánni. Þau jakkaföt geta – þegar best
lætur – komist býsna nálægt því að passa þér en það
passar ekkert akkúrat nema það sé sérsaumað, eðli
máls samkvæmt. „Þegar einstaklingur mátar tilbúin
jakkaföt get ég alltaf fundið eitthvað sem gera má
enn betur og það er hægt að laga þau að viðkomandi.
Það verður hins vegar aldrei það sama og sérsaumur,
skiljanlega, því það setur manni ákveðnar skorður
sem þarf að vinna innan. Sérsaumurinn gefur manni
aftur á móti frjálsar hendur til að móta fötin að öllu
leyti eftir líkama viðskiptavinarins og passa því full-
komlega þegar þau eru tilbúin. Ekki á svo gleyma að í
kjölfarið kemur svo tilfinningin að eiga eitthvað sem
þú kannt óskaplega vel við og þykir vænt um. Þessi
föt verða það sem maður kallar gjarnan „your second
skin“, bætir Vilhjálmur við. „Enda ótal mælingar að
baki.“
Þess má geta í framhaldinu að mælingar klæðsker-
ans Alvaro Calvi, sem hefur yfirumsjón með mæling-
unum fyrir sérsauminn hjá Herragarðinum, ásamt
efnisvali í fötin, taka alla jafna um það bil klukku-
stund. „Það fer reyndar eftir því hvað menn eru með
mikinn valkvíða,“ segir Vilhjálmur og brosir út í ann-
að, „en við hjálpum vitaskuld til. Við spyrjum ákveð-
inna grundvallarspurninga, fáum tilfinningu fyrir því
sem menn eru að hugsa og leiðum þá svo á réttan
stað.“
Aðspurður hvort einhver viðskiptavinur hafi verið
svo krefjandi í laginu að það hafi hreinlega ekki verið
hægt að sauma á hann segir Vilhjálmur það af og frá.
„Við höfum aldrei þurft að segja nei við nokkurn
mann. Hingað til höfum við getað þjónustað alla sem
til okkar hafa komið.“
Að vega fötin og meta
Talandi um valkvíða – ég spyr Vilhjálm næst hvaða
atriði varðandi fötin tekur alla jafna lengstan tíma að
ákveða, þegar kemur að sérsaumuðum jakkafötum.
Hann hugsar sig um stutta stund.
„Ég hugsa að það sé efnið.“
Það þarf svo sem ekki að koma á óvart enda eru
möguleikarnir í þeim efnum – bókstaflega – svo gott
sem endalausir. „Sumir viðskiptavinir okkar þurfa
hreinlega að fá sýnishorn af efninu með sér heim til að
ráðfæra sig við eiginkonuna og fá þar faglegt innlegg í
ákvarðanatökuna,“ útskýrir Vilhjálmur og kímir við.
„Það er bara í góðu lagi og fullkomlega eðlilegt. Það
kaupa fæstir bíl án þess að reynsluaka honum, ekki
satt? Svo erum við með stóran hóp viðskiptavina sem
þekkja okkur ágætlega núorðið eftir viðskipti í gegn-
um árin og treysta okkur til að stýra sér frá því að
fara út í einhverja vitleysu. Við sem vinnum í Herra-
garðinum búum að býsna mikilli reynslu og búum að
töluverðri reynslu – við Alvaro erum til að mynda
búnir vinna saman frá því rétt fyrir síðustu aldamót –
og erum því vel í stakk búnir til að veita við-
skiptavinum okkar góða þjónustu og hjálpum þeim að
finna það sem þeir eru að leita að.“
Persónulegu smáatriðin
Vilhjálmur tekur fram að það sem
heilli svo marga við sérsauminn, fyrir
utan hversu fullkomlega fötin passa
eigandanum, sé hversu ótalmargir
möguleikar séu í boði til að gera fötin
einstök. „Þegar aðalefnið hefur verið
valið er hægt að leika sér með val á
fóðri, tvinna fyrir saumana, tölurnar,
jafnvel er hægt að hafa olnbogabætur og þannig má
lengi telja. Samspil þessara þátta gerir það að verk-
um að fötin verða einstök og það er það skemmtilega
við sérsauminn.“
Vilhjálmur bætir við að margir leiki sér líka með
möguleikann að láta sauma eitthvað persónulegt inn-
an á jakkann í fóðrið eða annars staðar þar sem það er
ekki sýnilegt alla jafna. Það geti verið nafn eigandans,
dagsetning einhvers stórs dags sem fötin voru saum-
uð fyrir eða eitthvað allt annað. Blaðamaður tekur
hann á orðinu og biður um sérósk sem fær Vilhjálm
og félaga til að brosa. En á beiðnina er fallist og hver
hún er kemur í ljós í næsta tölublaði af M Herrum
þegar við skoðum afraksturinn af mælingum dagsins.
„Mér þykja dagsetningarnar einna skemmtilegasta
útfærslan hvað þetta varðar,“ bætir Vilhjálmur við,
„og það var upprunalega hugmynd frá kúnna“.
Að þora að taka slaginn …
Sérsaumur er vitaskuld leiðin til að búa til föt sem
passa, allt eftir séróskum viðskiptavinarins. Það
breytir því samt ekki að Vilhjálmur, Alvaro og félagar
búa samtals að áratuga langri reynslu og vita þar af
leiðandi betur. Það er óumdeilt. En hvað gerist þá
þegar viðskiptavinur kemur með fyrirfram fastmót-
aðar hugmyndir en starfsmenn Herragarðsins sjá
undireins að það er til betri leið. Hafa Vilhjálmur og
félagar þá tekið slaginn og leitt kúnnann á rétta
braut?
„Mjög oft,“ svarar hann og kímir við. „Stundum
þarf að segja mönnum að þeir séu að gera mistök en
þá þarf auðvitað að koma því til skila á mjög auð-
mjúkan og kurteislegan hátt. Svo eru möguleikarnir
svo óendanlega margir þegar kemur að því að útfæra
sérsauminn að okkur tekst alltaf að sýna viðskiptavin-
inum fram á bestu lausnina sem hann verður sátt-
astur með.“
jonagnar@mbl.is
Inn með magann og svo er bara að drífa sig í ræktina áður en fötin verða til!
Alvaro rykkir saman svo jakkinn passi fullkomlega.
Allt þarf að mæla nákvæmlega, frá
hálsmáli og niður í skálmarnar.
Alvaro bregður málbandinu á loft af alkunnri fimi. Blaðamaður mældur í krók, kring og undir kverk.
Villi og Alvaro færa mælingarnar til bókar.
Fyrir 10 árum vildu
allir vera dálítið
eins, að manni
fannst, en núna er
það þannig að
menn vilja eiga
eitthvað sérstakt
Fagmennirnir fara á bakvið blaðamann við mælingarnar.