Morgunblaðið - 18.11.2016, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2016
H
ápunktur dagsins var þegar ég þurfti að
leggja Aventadornum í nokkrar mínútur
fyrir framan grunnskóla rétt hjá íbúðinni
sem við hjónin höfðum leigt í Mílanó. Það
var kominn tími til að aka aftur suður til
Sant‘Agata til að skila bílnum en fyrst þurfti að skjót-
ast og kíkja á hundinn sem hafði verið einn heima frá
því snemma um morguninn.
Vildi þannig til að skóladeginum var að ljúka og lá
straumurinn af krökkum fram hjá bílnum og upp í rútu
sem beið þar hjá. „Bella macch-
ina! Bellissima!“ hrópuðu börnin
og gátu ekki hamið hrifningu sína.
Skemmtilegastur af öllu var
furðusvipurinn sem kom á litlu
andlitin þegar þau sáu bílstjóra-
dyrnar opnast, upp á við, eins og
vængur á flugu. Þessi óvænta
uppákoma við skólann hefur
örugglega smitað margan strák-
inn og stelpuna af bílabakteríu
sem mun fylgja þeim ævina á
enda.
Galdrakarlarnir í Sant’Agata
Viðbrögð barnanna voru tær
birtingarmynd þeirra töfra sem
búa í bílunum frá Lamborghini.
Þessi ítölsku tryllitæki eru svo
mikið meira en kröftug vél og fal-
legar útlínur; þau eru gleðigjafar
bæði fyrir þann sem situr undir
stýri og fyrir aðra vegfarendur.
Þetta eru bílar sem fólk veifar,
brosir til og sendir kossa.
Í sumar fjallaði ég um litla
Lambóinn, Huracán, og lýsti hon-
um sem „lífsgleði á hjólum“, og
það sama má segja um Aventador.
Bara það að pésa frá litlu dagblaði
alla leið uppi á Íslandi skuli vera hleypt í svona bíl seg-
ir mikið um þann anda sem ríkir hjá Lamborghini, og
endurspeglast í bílunum þeirra: „Ekkert vesen! Hérna
eru lyklarnir. Skemmtu þér vel,“ segja þeir og eru ekk-
ert að láta það trufla sig að ólíklegt sé að þeir selji einn
einasta bíl til Íslands í bráð. Til samanburðar fékk ég
að reynsluaka GTC4Lusso hjá Ferrari í haust, eftir
mikið pex og prútt, og hófst sú heimsókn á 45 mínútna
fyrirlestri. Lamborghini nennir ekki að standa í Power-
Point: út á vegina með þig, ungi maður!
Sjöhundruðogfimmtíu
Í þetta skiptið fékk ég að láni Aventador Super-
Veloce, einn af aðeins 600 sem framleiddir verða. Kom-
inn nýr til Íslands myndi þessi ofursportbíll kosta um
85 milljónir króna eftir að búið er að greiða alla skatta
og gjöld. Það er ekki hægt að fara mikið ofar í fæðu-
keðju fjöldaframleiddra sportbíla, nema
kannski í Bugatti.
Í grófum dráttum má skipta fram-
leiðslu Lamborghini í tvennt: annars veg-
ar eru 12 strokka skrímslin, sem eru dýr-
ari og seljast í færri eintökum; og hins
vegar 10 strokka tryllitækin sem eru að-
gengilegri, henta ögn betur til daglegrar
notkunar og seljast í fleiri eintökum.
Aventador tók við af Murcielago í
skrímsladeildinni árið 2011 en Huracán
kom í stað Gallardo árið 2014 sem sölu-
væni bíllinn.
Síðan koma bætur, breytingar og sér-
útgáfur. Fyrsti Aventadorinn var 690
hefstöfl, og ári síðar var hulunni svipt af
Roadster-útgáfu með fjarlægjanlegu
þaki. Næst kom 710 hestafla afmæl-
isútgáfa árið 2013 og loks ofur-sportleg-
ur 750 hestafla Aventador SuperVeloce
árið 2015 sem varð síðan fáanlegur í
Roadster-útfærslu á þessu ári.
Límdur við götuna
Aventador SuperVeloce mæti lýsa sem
Lamborghini fyrir lengra komna. Þó að
vel megi aka bílnum á venjulegum hrað-
brautum jafnt sem í miðborgarumferð þá
er hér á ferð vöðvabúnt sem er umfram
allt skapað fyrir kappakstursbrautina.
Allt er gert til að létta bílinn, og með því að nota kol-
trefjar á fleiri stöðum varð SuperVeloce 50 kg léttari
en upprunalegi Aventadorinn. Að utan er augljósasta
sérkennið risastór vindskeiðin sem þrýstir dekkjunum
niður í malbikið af 180% meiri krafti en áður. Sætin eru
líka orðin harðari og sportlegri og leggjast eins og skel
utan um ökumann og farþega. Þá hefur fjöðrunin
Uggar Bakhlutinn er vígalegur og fallegur rétt eins og framhlutinn.
Ljósmynd / Youssef Diop
Þokki Skarpar útlínurnar vöktu verðskuldaða athygli þegar Aventador kom fyrst fram á sjónarsviðið. Verður að segjast eins og er að hönnunin hefur elst vel. SuperVeloce fer alla leið með vindskeiðinni.
Lamborghini Aventador
LP 750-4 SV
Reynsluakstur
6,5 LV12 bensínvél
750 hö/ 690 Nm
7 gíra ISR
0-100 km/klst: 2,8 sek
Hámarkshr.: yfir 350 km/klst
Fjórhjóladrifinn m. Haldex
Pirelli P Zero Corsa 20-21”
Eigin þyngd kg: 1.525
Farangursrými: óuppgefið
Mengunargildi: 370 g/kg
Verð eins og prófaður:
um 85.200.000 kr.
16 L í blönduðum akstri
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Á toppi fæðukeðjunnar
Pláss Framskottið er nokkuð drjúgt. Meðalstóri bakpokinn rúmast auðveldlega.