Morgunblaðið - 18.11.2016, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2016
Þ
að kemur á daginn að sérsaumuð föt
henta öllum sérstaklega vel því sé að
gáð eru allir sérstakir. Þó að stærð 50
sé sú stærð sem kemst næst því að
passa greinarhöfundi þá þarf að taka
með í reikninginn að hann er skakkur (bók-
staflega, þökk sé mislöngum fótleggjum) og auk
þess búinn ýmsum fleiri frávikum frá frumgerð-
inni að stærð 50. Ég kýs að kalla þetta sérkenni
því það hljómar betur en gallar, ekki satt?
Það er einmitt þarna sem sérsaumurinn kemur
inn til að búa til föt sem gera lítið úr vanköntunum,
gerir um leið meira úr kostunum við líkamsbygg-
ingu viðkomandi. en hverjir eru það allajafna sem
koma í Herragarðinn til að fá föt á sig – mæld,
sniðin og sérsaumuð? Ég sest yfir espressóbolla
STÍLL & HERRATÍSKA
Föt sem passa
fullkomlega
Það er eitt að kaupa sér jakkaföt af slánni og eitthvað allt annað að
láta sérsauma á sig föt eftir máli. Blaðamaður brá sér í Herragarðinn í
Kringlunni til að sjá og reyna hvernig sérsaumur fer fram með öllu til-
heyrandi, og fól sig þar með í faglegar hendur Vilhjálms versl-
unarstjóra og félaga.
Morgunblaðið/Golli
Toppmannskapur Þessir kappar í Herragarðinum sem sér til þess að allt passi fullkomlega. Frá
vinstri eru Vilhjámur Svan Vilhjálmsson, Alvaro M. Calvi og Aðalsteinn Jón Bergdal.
Vilhjálmur og félagar meta hvata efni henti helst.
Í sérsaumi eru smáatriðin oft aðalatriðin. Merkið tryggir gæðin – og föt sem passa fullkomlega.
Efni, fóður, tölur og fleira liggur fyrir.
Handverkið blífur en birgðastaða efnisins er könnuð í snjall-
tæki í rauntíma. Tækni og fagmennska fara þarna saman.
Efnið, fóðrið, tölur og tvinni – allt verður að
velja af kostgæfni og með aðstoð fagmanna.
Úr óteljandi efnum er að velja fyrir fötin.
Uppábrotið ákveðið.
Það er vel við hæfi að fá heitan espressó meðan mælt er.
Ermarnar eiga að vera nógu langar en þó ekki svo að skyrtan sjáist ekki.