Morgunblaðið - 18.11.2016, Side 18

Morgunblaðið - 18.11.2016, Side 18
Búðarráp í Mílanó L íklega er hvergi í heiminum þægilegra að kaupa hátísku- fatnað en í Mílanó. Í dag má vissulega finna nokkurn vegin sömu búðirnar í öllum stórborgum, en í Milanó eru búð- irnar stærri, fleiri og þjappast á lítið og aðgengilegt svæði sem heimamenn kalla Quadrilatero della Moda eða Tísku- ferhyrninginn. Er um að ræða lítinn reit í miðborginni, rétt norðan við dómkirkj- una, Duomo di Milano. Markast svæðið af Via Allesandro Manzoni, Via Senato, Corso Venezia og Corso Giacomo Matteotti. Heimsins fínustu búðir dreifa sér innan þessa ferhyrnings en þær allra fínustu eru við tvær götur: Via Monte Napoleone og Via della Spiga. Hér hafa allir ítölsku hönnuðirnir sínar höfuðverslanir: Giorgio Armani leggur undir sig heilt stórhýsi við Via Alessandro Manzoni, með hótel og veit- ingastað á efstu hæðunum, á meðan Dolce & Gabbana þarf að breiða úr sér á a.m.k. þrjá staði þar sem ein verslunin er fyrir herra, önnur fyrir dömur og sú þriðja gagngert fyrir skó, töskur og aðra aukahluti. Hverfið er fyrir löngu orðið alþjóðlegt og er Bandaríkjamaðurinn Tom Ford til dæmis með verslun á mörgum hæðum, og Louis Vuit- tion dugar ekki færri en tvær búðir. Ódýrari búðirnar í suðurhlutanum Raunar teygir verslunarsvæðið sig núna alla leið niður að Duomo, en meðfram dómkirkjutorginu og áfram eftir Corso Vittorio Em- anuele II standa búðirnar í röðum. Við sjálft dómkirkjutorgið er ein- stök bygging, og ein elsta verslunarmiðstöð heims: Galleria Vittorio Emanuele II. Þessa gler- og marmarahöll byggðu Ítalir árið 1865 á meðan Íslendingar bjuggu enn í torfkofum. Þar hafa bæði fín og minna fín merki komið sér fyrir, s.s Massimo Dutt, Versace og Prada, og meira að segja að Mercedes Benz og Ferrari eru með fatalínur sín- ar þar til sölu. Þar við hliðina er La Rinascente, stórverslun með lúxusmerki af ýmsum toga, og við Corso Vittorio Emanuele eru ódýru merkjabúð- irnar eins og þær leggja sig: Mango, Zara, Bershka, Pull & Bear, H&M, Foot Locker og þannig mætti lengi telja. Er rétt að benda líka sérstaklega á Excelsior-stórverslunina, sem er nánast falin í hlið- argötu; þar er safnað saman úrvali af framúrstefnulegum tískufatnaði héðan og þaðan, og eigulegum smáhlutum sem erfitt er að standast. Ef þetta dugar ekki til þá eru verslanirnar farnar að teygja sig langt í suðvesturátt frá dómkirkjutorginu, eftir Via Torino, en úrvalið þar er að mestu endurtekning á Corso Vittorio Emanuele. Þeir sem eiga leið til Mílanó ættu svipast um eftir verslunum Boggi sem finna má bæði í tískuhverfinu og á nokkrum öðrum stöðum í borginni. Boggi gerir vandaðan herrafatnað á frekar góðu verði. Föt- in eru hæfilega formleg án þess að vera gamaldags, og veita yfirbragð ítalsks glæsileika. Þeir sem eru djarfari í fatavalinu ættu að kíkja á verslun Moschino á Corso Venezia. Þar er lítil herradeild með Mosch- ino Love sem er ódýrari lína þessa ítalska tískuhúss. Loks ætti að nefna gleraugnabúðina Salmoiraghi & Vigano sem stendur við Piazza San Babila. Er leitun að gleraugnaverslun með meira úrval af vönduðum gleraugum og sólgleraugum en búðin spannar tvær hæðir. Upplagt er að ljúka löngum verslunardegi með smávegis menn- ingu, til að vega upp á móti neysluhyggjunni. Má þá t.d. leita uppi kvikmyndahúsið The Space Cinema, rétt hjá Duomo, en þar eru sýndar myndir á ensku einu sinni í viku. Óperuhúsið heimsfræga Teatro alla Scala er líka steinsnar frá. Kaupa má miða í óperuhúsinu sjálfu eða í miðasölu sem er undir dómkirkjutorginu, og algengt að miðaverðið spanni allt frá 15 upp í 250 evrur. ai@mbl.is FERÐAST UM HEIMINN Hjartað Dómkirkutorg Mílanóborgar sem markar suðurmörk tískusvæðisins. 18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2016 Hvernig varð Mílanó að höfuðborg tískunnar? Þó að Mílanó eigi sér langa sögu sem lista- og menning- arborg er það tiltölulega nýskeð að borgin varð að þunga- miðju ítalskrar tísku. Um miðja síðustu öld fór Flórens að verða þekkt fyrir fallegan klæðnað og flinka klæðskera, en þungamiðjan færðist þaðan yfir til Rómaborgar þegar tískugeirinn elti kvikmyndageirann. Þegar bandarísku kvikmyndastjörnurnar fóru að sjást á hvíta tjaldinu í glæsi- legum ítölskum fatnaði í rómantískum Rómarsenum varð ekki aftur snúið og ítölsk tíska varð eftirsótt um allan heim. Loks breyttist tískuheimurinn seint á sjöunda áratugnum og snemma á þeim áttunda þegar byrjað var að fjölda- framleiða tískufatnað. Með textílgeirann í norðurhluta landsins var nánast óhjákvæmilegt að tískusenan myndi byrja blómstra í Mílanó. Aðgengi Via della Spiga er notaleg göngugata. Ljósmynd / Youssef Diop Hvelfing Galleria Vittorio Emanuele er forn og einstaklega fögur verslunarbygging. Kjarninn Kortið sýnir tískuhverfi Mílanó. Rauði hlutinn er hinn eiginlegi hátísku-ferhyrningur en í bláa hlutanum eru ódýrari verslanir, í bland við dýrar s.s. Zara og H&M.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.