Morgunblaðið - 18.11.2016, Síða 21
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2016 MORGUNBLAÐIÐ 21
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK - SÍMI: 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI - SÍMI: 462 4646
Pilot
síðan 1937
E
f við berum saman single
malt viskí frá Skotlandi
og svo bourbon, þá er
grundvallarmunur í hrá-
efninu“ segir Halldór
þegar við tökum tal saman. „Þú ert
með maltað bygg sem sykurgjaf-
ann í skoska viskíinu, en í bourbon
ertu aðallega með það sem kallast
corn og er bara maís upp á ís-
lensku. Það þarf að vera minnst
51% innihaldsins í bourbon og rest-
in er svo að einhverjum hluta malt-
að bygg, einnig hveiti, rúgur og
fleira. Einnig þarf bourbon að vera
minnst tveggja ára gamall. Þetta er
frá framleiðslusjónarmiði gríð-
arlegur munur frá skosku malt-
viskíi því hið síðarnefnda er sjaldn-
ast að skila sér á markað fyrr en
það er tíu til tólf ára gamalt.“
„Annar meginmunurinn á amer-
ískum bourbon og þessu hefð-
bundna skoska viskíi eru tunnurnar
sem vökvinn er látinn þroskast í,“
útskýrir Halldór. „Bourbon-tunnur
eru alltaf smíðaðar úr nýjum, am-
erískum eikarstöfum sem búið er
að glóða lítillega, og hverja tunnu
má bara nota einu sinni. Tunn-
urnar eru svo seldar áfram til
Skotlands, Írlands og víðar þar
sem þær sjá í kjölfarið um að
þroska þar meðal annars skoskt
viskí. Viðurinn sem þroskar bour-
bon er því alltaf nýr og ónotaður.“
Landafræði og loftslag
En fleira kemur til, að sögn
Halldórs, og þar kemur land-
fræðileg lega býsna sterk inn.
„Ég held að næstum 97% af öllu
bourboni sem framleitt er í heim-
inum sé framleitt á einhverjum
þúsundum hektara í Kentucky og á
þessu svæði ertu með miklar sveifl-
ur í hitastigi, frá 40°C sumarhita á
daginn en talsvert svalara á nótt-
unni og um vetur. Tunnan þar and-
ar miklu meira og vökvinn fær þar
af leiðandi miklu meiri snertingu
við viðinn heldur en á tólf árum í
Skotlandi. Viðurinn er sífellt að
opnast og lokast í takt við sveiflur
á hitastigi og þar af leiðandi má
segja að bourboninn sé fljótari að
þroskast, einmitt út af þessu. Þess
vegna er hann fljótari að taka í sig
vanillu, karamellu og aðra þekkta
bragðtóna úr eikinni.“
Hver er þá bragðmunurinn?
En hvað þýðir þetta fyrir bragð-
ið af bourbon samanborið við ein-
möltunga? Hvernig horfir mun-
urinn við Halldóri?
„Mér finnst einn helsti munurinn
liggja í sætunni í bourboninum. Þú
ert þarna með sætan karamellu-
keim. Bragðprófíllinn er mýkri í
bourbon og ég myndi segja að það
sé tilkomið vegna vanillunnar sem
vökvinn fær úr eikinni og hinni
miklu snertingu við hana. Fyrir
bragðið er ég satt að segja miklu
meiri bourbon-maður en single
malt.“
Bourbon er að sögn Halldórs
mun aðgengilegri drykkur en malt-
viskí, af framangreindum ástæðum,
og að eigin sögn er upplifun hans
sú að síauknar vinsældir bourbons
séu af því að hann sé einfaldlega
auðdrekkanlegri. „Þú finnur minna
fyrir spíranum því þú ert með sæt-
una á móti.“
Og hvernig er best að drekk’ann?
Að endingu er ekki hægt að
sleppa Halldóri án þess að inna
hann eftir því hvernig honum
finnst best að njóta bourbon í glasi.
Hann hugsar sig um stutta stund.
„Yfirleitt finnst mér hann bestur
einn og sér, en ef ég er að bragða
einn af þeim sterkari, eins og Knob
Creek sem er 50% að áfengis-
magni, þá lauma ég einum klaka
með. En ég er annars ekki mikið
fyrir að fylla glasið af klaka og
uppskera vatnsblandaðan bour-
bon.“
Halldór bætir því við að mögu-
leikarnir sem felast í bourbon þeg-
ar kokteilar séu annars vegar séu
nánast óteljandi og þar séu hinir
klassísku amerísku kokteilar efstir
á blaði. „Þeir eru ótrúlega einfaldir,
margir hverjir, og lygilega góðir.
Innihaldsefnin eru oftar en ekki
náttúruleg í slíkum kokteilum og
það hefur sitt að segja, býst ég
við.“
Þarna á Halldór við þekkta
drykki á borð við Whiskey Sour,
sem inniheldur sítrónu, sykur,
eggjahvítu og bourbon – það gæti
varla verið einfaldara.
Klassískir og kraftmiklir
„Kokteilmenningin sem hefur
farið á annað stig á börum borg-
arinnar á seinni árum hefur tekið
bourbon upp á sína arma og það
ýtir undir vinsældirnar, gæti ég
trúað. Yfirleitt eru þetta kraftmikl-
ir og sterkir kokteilar með miklu
áfengi og miklum fyrri tíma
sjarma, en gosblandaðir „long-
drinks“ í háum glösum sjást sjaldn-
ar. Þetta er meira ekta og nátt-
úrulegt, finnst mér.“
Fyrir utan Whiskey Sour nefnir
Halldór einnig hinn sígilda Old
Fashioned, sem var einkenn-
isdrykkur hins eina sanna Don
Draper í Mad Men og svo hinn víð-
fræga drykk Manhattan eða þá
rúgviskíkokteilinn Boulvardier eða
Mint Julep.
Svo er bara að spreyta sig á
drykkjunum heima ellegar bregða
sér á einhvern af betri börum
borgarinnar og láta fagmennina
galdra drykkinn fram.
jonagnar@mbl.is
VÍN OG VÍNMENNING
Mjúkur bourbon og magnaðir kokteilar
Gamaldags Auglýsingarhaukurinn Don Draper (Jon Hamm) fær sér einn
Old Fashined fyrir matinn – eða eftir hann. Nema hvorttveggja sér.
Það er alkunna að viskí hefur farið með himinskautum nokkurn veginn frá aldamótum sem það áfengi sem
helst er í tísku. Þar hafa skoskir einmöltungar borið ægishjálm yfir aðrar tegundir viskís en næsta tísku-
bylgja gæti hins vegar skollið á úr vesturátt því bandarískt bourbon-viskí verður sífellt vinsælla. Við fengum
sérfræðing á þessu sviði, Halldór Ægi Halldórsson hjá Haugen-Gruppen ehf., til að segja lesendum að-
eins frá bourbon sem bankar svo hressilega upp á nú um stundir.
Innihald:
1½ hluti Knob Creek bourbon
3 skvettur Angostura Bitter
¼ tsk. hrásykur
kokteilkirsuber til skrauts
Aðferð:
1. Hrærið saman hrásykur og bitter í tumbler-glasi.
2. Bætið við bourbon og klaka.
3. Hrærið
4. Skreytið með kokteilkirsuberi.
Old Fashioned
Innihald:
2 hlutar Maker’s Mark bourbon
1 hluti sykurvatn (e. simple syrup)
½ hluti sítrónusafi
1 stór eggjahvíta
Aðferð:
Fyllið kokteilhristara til hálfs með ís, ca. 5-7 ísmolar.
Hellið yfir bourbon, ásamt sykurvatni, sítrónusafa, og
eggjahvítu.
Hristið rækilega.
Whiskey Sour