Morgunblaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2016 „Ég á kjól á þig sem ég hef ekki get- að notað, hann er of stuttur fyrir mig,“ sagði Búdda eitt sinn þegar ég var í heimsókn hjá henni fyrir 15 til 20 árum. Fyrsta hugsun mín var hvort hún héldi virkilega að ég gæti notað kjól sem hæfði hennar aldri. Það var 27 ára aldursmunur á okkur. Búddukjóllinn hefur fylgt mér síðan og er enn í notkun. Kjóllinn er nefnilega sígildur og aldurlaus eins og fyrri eigandi hans. Ég kynntist Búddu vegna þess að hún var mamma vinkonu minnar, hennar Öggu. Það er bara þannig í þeirra fjölskyldu að stofnir þú til vinskapar við einn meðlim þá fylgir allur ættboginn með. Allt hennar fólk er skemmtilegar og vandaðar manneskjur sem ég er þakklát að eiga samleið með. Búdda var frá miklu tónlistar- heimili í Vestmannaeyjum þar sem faðir hennar var hið ástsæla tónskáld Oddgeir Kristjánsson. Sjálf var hún músíkölsk og lærði á píanó. Eina sögu læt ég fjúka hér sem hún sagði mér. Um tíma var hún organisti í Landakirkju. Þá var sr. Jóhann Hlíðar prestur í Eyjum. Eftir fyrstu athöfnina sagði Jóhann að hann hefði aldrei verið svona snöggur með messu því organistinn var alltaf byrjað- ur að spila áður en hann gat lokið máli sínu. Búdda hafði góðan húmor og gat gert óspart grín að sjálfri sér. Hún var skemmtilega hvatvís í jákvæðri merkingu þó, hjartahlý og hláturmild. Hún hafði lifandi áhuga á mönnum og málefnum, hafði ríka réttlætis- kennd, var víðlesin og kunni ógrynni ljóða. Að leiðarlokum vil ég þakka vináttu og ógleymanlegar sam- verustundir. Við hjónin vottum ástvinum Hrefna Guðbjörg Oddgeirsdóttir ✝ Hrefna Guð-björg Odd- geirsdóttir fæddist 1. ágúst 1931. Hún lést 16. nóvember 2016. Útför Hrefnu fór fram 23. nóvember 2016. öllum okkar samúð. Minning um dásam- lega konu lifir. Guðmunda Steingríms- dóttir. Fjögurra eða fimm ára hleyp ég óþreytandi um alla Mávahlíð 1, Reykja- hlíðarmegin, en enda alltaf á sama staðnum, hringlaga teppinu í stof- unni. Þar er ekkert skemmtilegra en að hlaupa í endalausa hringi. Hún sest við píanóið og fer að spila einhverja dásamlega tónlist. Ég stoppa, aldrei þessu vant, og sest niður, á mitt teppið. „Hvað ertu að spila,“ spyr ég. „De- bussy,“ segir Búdda og heldur áfram. Hún lýkur verkinu, Ara- besque No.1, og ég segi: „Aftur!“. Hún hefst handa og byrjar aftur. Þegar hún lýkur verkinu í annað sinn heyrist: „Aftur!“. Eftir þetta bið ég Búddu um að spila Debussy í hvert skipti sem ég kem í heimsókn. Þetta er fyrsta tónlistarminn- ingin mín og þegar ég lít til baka er víst að þetta augnabil mótaði mig fyrir lífstíð. Búdda að spila Debussy. Ég átti fleiri svona augnablik með Búddu. Ég man hvernig áhugi minn á þjóðsögum kviknaði í kjöltu hennar þar sem hún las fyrir mig sögur, leikandi allar persónurnar. Við skríktum bæði af hlátri yfir tilburðum hennar. Í þrjósku minni sem ungur drengur neitaði ég að læra á klukku eða læra að lesa. Búdda hins vegar plataði mig til þess að læra hvort tveggja. Með húmor, gleði og áhuga dró hún mig inn í töfraheim listanna. Þegar ég fluttist út til Amer- íku, átta ára gamall, fékk ég reglulega senda pakka frá Búddu og ömmu Svövu með öllum Andr- ésblöðunum sem voru nýkomin út. Þetta gerðu þær til að við- halda íslenskukunnáttunni minni. Þessi áhugi Búddu á högum og velferð minni dvínaði aldrei. Það var alltaf sama kímnin og gleðin í öllum okkar samtölum, alveg eins og þegar ég sat í kjöltu hennar. Sameiginlegur áhugi okkar á tónlist var oftast miðpunktur vin- áttu okkar og þá sérstaklega tón- list Oddgeirs, föður hennar. Í löngum samtölum fræddi hún mig um allt sem ég vildi vita varðandi æsku hennar og uppeldi í Vest- mannaeyjum. Við ferðuðumst þar saman í gegnum alla tónlistina, gleðina og sorgirnar. Ég held að ég hafi ekki þekkt neina mann- eskju jafn vel og hana Búddu og enginn skilið mig jafn vel og hún. Í gegnum þjóðsögurnar, Geira- lögin og Debussy verður alltaf stutt í hana Búddu. Hafsteinn Þórólfsson. Við sem störfuðum með Hrefnu minnumst hennar með miklum hlýhug. Hún var bókavörður á Borgarbókasafni Reykjavíkur en helsta starf hennar á bókasafninu var símavarsla. Hún hafði unnið hjá Pósti og síma í Vestmanneyjum, var þaul- vön, rödd hennar einstaklega þægileg og hvers manns vanda vildi hún leysa. Hrefna var hrókur alls fagnað- ar þegar svo bar undir og gat ver- ið óbærilega fyndin. Hún kom strax auga á furðulegustu og skondnustu hliðar flestra mála. Það var oft mikið hlegið þegar Hrefna var á staðnum. Og auðvitað, eins og hún átti kyn til, var hún ákaflega músík- ölsk. Eftir að Hrefna hætti störfum sjötug sáum við því miður allt of lítið til hennar. Stundum var þó hringt í hana ef safngestur þurfti að vita höfund texta, ljóðs eða lags, eða kunni upphafslínur og vantaði framhaldið. Þá var sjaldn- ast komið að tómum kofunum hjá Hrefnu. Innilegustu kveðjur til að- standenda. Blessuð sé minning hennar. Fyrir hönd samstarfsfólks á Borgarbókasafni Reykjavíkur, Ingvi Þór Kormáksson. Í dag kveðjum við elskulega vinkonu með söknuði en jafnframt innilegu þakklæti. Bússa var með okkur í hópi sem hittist reglulega. Hún setti sinn sterka svip á sam- kundurnar með sínum skemmti- legu og hnyttnu tilsvörum og orðalagi. Henni var annt um fjöl- skylduna sína og þegar þau bar á góma þá hét það einfaldlega „Gömlu lögin sungin og leikin“. Það var sérstaklega skemmti- legt að sækja hana heim. Heimilið svo listrænt og smekklegt og veit- ingarnar ekki af verri endanum, ómótstæðilegar. Hún á eftir að lifa í huga okkar og við munum rifja upp skemmtilegar stundir með henni um ókomin ár. Innileg- ar samúðarkveðjur til fjölskyldu hennar og vina. Guðrún Margrét, Anna, Guð- rún, Eygló, Rakel, Hulda, Berglind, Erna og Anna Björg. Það er ekki sjálfgefið að maður fái að njóta elsku og umhyggju fólks í sínu nánasta umhverfi. Og það er heldur ekki sjálfgefið að maður eignist góða vini úr nær- umhverfi sínu. Allt frá því að ég man eftir mér hefur Bússa verið hluti af lífinu. Ég á mínar allra fyrstu minning- ar úr Vestmannaeyjum, á Heið- arvegi að leika mér við Geira son hennar. Hann er sjö mánuðum eldri en ég og við höfum fylgst að alla tíð. Hann á þessa fjölskyldu og átti þessa móður, hana Bússu, sem alltaf tók mér af sinni ein- stöku elsku og væntumþykju. Við áttum það til, örsjaldan, að vera ódælir í æsku, klifum fjöll, stálum sérríi og drukkum og gerðum ýmislegt sem ekki má en skamm- irnar voru alltaf einhvern veginn þannig að maður fann alltaf elsk- una skína í gegn þó svo að sumir virtust reiðir. Þannig var Bússa, tilfinninganæm og viðkvæm en alltaf elskuleg. Ég flutti til Reykjavíkur tæp- lega átta ára og skildi þá með okkur Geira um skeið. Bússa flutti með Martin til Reykjavíkur skömmu síðar í Mávahlíð 1 þar sem hún bjó æ síðan. Við bjugg- um skammt frá, í Mávahlíð 22, og var hún tíður gestur þar. Geiri flutti nokkru síðar frá Vest- mannaeyjum og flutti þá í Máva- hlíð 1. Það var því oft komið við hjá Bússu á unglingsárunum og langt fram yfir tvítugt. Og það var alltaf sama elskan í bland við góð ráð og létt uppeldi. Þótt mað- ur á yfirborðinu hafi talið sig yfir það hafinn að taka slíkum ráðum á unglingsaldri hlustaði ég alltaf af athygli á það sem hún sagði. Hún vakti líka athygli okkar og áhuga á ýmsu öðru, eins og klass- ískri tónlist, sem hún hafði sjálf mikið yndi af auk þess sem hún lék dável á píanó. Það var alltaf líf og fjör í boð- um þar sem Bússa var. Hún var óhemju skemmtileg kona og sagði vel frá. Það var einstök skemmtun þegar hún sagði sögur úr Eyjum og af fólki sem hún hafði mætt á lífsleiðinni. Hún sá spaugilegu og skemmtilegu hlið- arnar á fólki og allt var það græskulaust. Ég kynnti Bússu og Aldísi í af- mælisboði hjá móður minni. Hún tók henni alveg sérlega vel og var hún ævinlega mjög vinsamleg í hennar garð. „Er einhver farinn að hefa sig,“ sagði Bússa síðar í öðru af- mælisboði hjá mömmu þegar hún heyrði ávæning af því að Aldís væri ólétt. Svo þegar Ási minn fæddist færði hún okkur góðar gjafir og hún táraðist í skírninni hans þegar sungið var lagið „Ég vildi geta sungið þér“ sem faðir hennar samdi og pabbi minn gerði texta við. Ég geymi vel eintak af „Vor við sæinn“, nótnahefti með lögum Oddgeirs Kristjánssonar, föður hennar, sem hún gaf mér í af- mælisgjöf fyrir margt löngu. Í heftið skrifaði hún: „Til Óla í Bæ með kveðju frá Bússu“. Hún kall- aði mig alltaf Óla í Bæ, sem mér þótti alltaf vænt um og hljómaði svo fallega þegar hún sagði það. Það sem er líka fallegt við kveðj- una í nótnaheftinu er skriftin, Bússa hafði alveg sérlega fallega rithönd. Það hafa verið forréttindi mín að fá að umgangast þessa konu og eiga hana að. Blessuð sé minn- ing Hrefnu Oddgeirsóttur. Ólafur Ástgeirsson. Ástkær móður- bróðir okkar er horfinn á vit nýrra ævintýra. Fjöldi skyldmenna umvefur ef- laust í annarri vídd vélstjórann, ættfræðinginn, matgæðinginn, ljóðskáldið og hagleiksmanninn Guðmund Valberg Sigurjóns- son. Við systur urðum þess aðnjót- andi að fæðast inn í stórfjöl- skyldu að ítalskri fyrirmynd þar sem stórar hugsjónir, átök og sorgir til jafns við glaðværð, sögusagnir, kveðskap og um- fram allt háværð voru í heiðri höfð – já, Valbergsgjallandinn var aldrei langt undan. Mummi frændi var einn af stoðum þess- arar stórfjölskyldu. „Á ekki að kveðja Mumsa pumsa?“ kvað ávallt við í and- dyrinu á Reynimelnum og síðar Stapaselinu, þegar aðfangadags- gleðin var á enda og Mummi Guðmundur Val- berg Sigurjónsson ✝ GuðmundurValberg Sigur- jónsson vélfræð- ingur fæddist 20. ágúst 1930. Hann lést 30. október 2016. Útför Guð- mundar fór fram 16. nóvember 2016. frændi sem ausið hafði frænkur sínar gjöfum og góðgæti hélt út í jólanóttina. Síðar áttu heim- sóknir þeirra hjóna Mumma og Diddu, rétt fyrir jól, eftir að gleðja okkur og ekki síst börn okkar systra. Já, þær eru margar minning- arnar sem hrannast upp. Næstum heil kynslóð hefur kvatt þennan heim. Af sjö systk- inum, þeim Jóhanni, Siggu, Óla, Mumma, Nonna og Erlu, stend- ur Ari frændi nú einn vaktina í fjölskyldu hinna háværu Val- berga. Með tár í augum og gleði í hjarta þökkum við systur Mumma frænda samfylgdina um leið og við vottum Ara, Diddu og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Oft hann hefur glatt sá er kveður sem og til funda fer við sína feður. Eftir situr þá þitt hjarta meyrt og kalt - hafðu þökk fyrir allt og allt. (JGG 2016) Guð blessi minningu Mumsa pumsa. Jóna Guðrún og Þórunn Guðmundsdætur. Faðir minn kynntist honum ungum manni í er- indrekstri sínum fyrir Alþýðusambandið vestra á fyrri hluta síðustu aldar. Móðir mín og móðuramma, sem dvald- ist á heimili okkar, þekktu hins vegar Önnu frá Seyðisfirði, dótt- ur sýsluritarans, en þær voru úr kaupfélaginu, dóttirin þar og kaupfélagsstjórafrúin. Það þótti því sjálfsagt að leita til Tómasar, þegar meltingarsjúkdómar herj- uðu á fjölskylduna. Við vorum heldur ekki svikin af því, enda Tómas með eindæmum traustur og góður læknir, og skemmtileg- ur að auki. Því fékk ég aðallega að kynnast, þar sem ég hef verið meltingarveik alla mína ævi. Í fyrsta skipti, sem ég fékk magabólgu, og fékk ráðleggingar um mataræði hjá Tómasi, spurði ég hann í sakleysi mínu, hvort mér væri óhætt að borða skötu. Tómas var ekki lítið undrandi, þar sem skatan var Austfirðing- um ókunnur fiskur nema af af- spurn, hvað sem síðar hefur orð- ið, og spurði, hvort ég borðaði skötu. Raunar vissi hann að faðir minn myndi borða þann fisk, en tæplega við mæðgurnar. Þá sagði ég honum, að allir í fjölskyldunni borðuðu skötuna með bestu lyst á hverjum laugardegi og náttúr- lega á Þorláksmessu, og þætti Tómas Árni Jónasson ✝ Tómas ÁrniJónasson fædd- ist 5. október 1923. Hann lést 5. nóv- ember 2016. Útför Tómasar Árna var gerð 14. nóvember 2016. þetta hið mesta lost- æti. Hann furðaði sig stórum á því og spurði, hvernig faðir minn hefði farið að þessu. Ég sagði honum það, en leyfði mér líka að spyrja, hvort börnin hans borðuðu ekki skötu, sem hann játti, en átti greini- lega ekki von á þessu. Þegar móðir mín veiktist af krabbameini í ristli, og henni var vísað til læknanna á Landsspít- alanum í rannsókn, þótt ekkert kæmi út úr þeirri skoðun, og hún var ekki nógu ánægð með það, og fann sig sífellt veika, þá hafði hún samband við Tómas, sem furðaði sig á kollegum sínum á Landspít- alanum, og sagði, að þeir á Landakoti myndu ekki gefast svo fljótt upp, enda gat hann og hans lið þar fundið fljótt orsökina. Þar fékk móðir mín líka að vera inni lengst af, þar sem Tómas vissi að ég hafði varla tök á því að hafa hana heima svo veika. Þannig reyndist Tómas okkur ævinlega vel, hvenær sem á þurfti að halda. Þess vegna er efst í huga mér einlægt og innilegt þakklæti fyrir alla þá góðu læknisþjónustu, góða viðkynningu og vináttu, sem hann lét mér og mínum í té gegn- um árin, þegar ég nú sé á eftir honum yfir móðuna miklu, og bið honum allrar blessunar Guðs, þar sem hann er nú. Önnu og öðrum aðstandendum votta ég innilega samúð. Blessuð sé minning Tómasar Árna Jónassonar læknis. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUNNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR, Fjarðarstræti 2, Ísafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði 21. nóvember. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 26. nóvember klukkan 14. . Sigríður Árnadóttir, Steinunn Ragnheiður Árnadóttir, Róbert Guðfinnsson, Ása Árnadóttir, Ólafur Marteinsson, Jón Guðmundur Árnason, Sigurður Sverrir Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGMUNDUR ANDRÉSSON bakarameistari, Vestmannaeyjum, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hraunbúðum 16. nóvember. Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 3. desember klukkan 13. . Dóra Bergs Sigmundsdóttir, Sigmar Magnússon, Bergur Magnús Sigmundsson, Andrés Sigmundsson, Óskar Sigmundsson, Oddný Huginsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ÞÓRÓLFS ÁRMANNSSONAR frá Myrká. Fyrir hönd fjölskyldunnar, . systur hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KÖTLU MAGNÚSDÓTTUR, Hraunvangi 7, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Ölduhrauni 3-B Hrafnistu, fyrir einstaka alúð og umhyggju. . Freyja Matthíasdóttir, Þór Matthíasson, Edda Matthíasd. Swan, Edward M. Swan, Sif Matthíasdóttir, Jörundur Svavarsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.