Morgunblaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2016
✝ J. SigríðurElentínusdóttir
fæddist í Keflavík
29. september 1939
í Keflavík. Hún lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 14. nóv-
ember 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Margrét
Hansína Sverr-
isdóttir frá Norð-
firði, f. 20. janúar
1911, d. 18. júlí 1947, og Elent-
ínus Júlíusson frá Keflavík, f. 2.
október 1905, d. 13. janúar
1977. Systkini: Sverrir, f. 10.
ágúst 1937, d. 23. ágúst 1991,
Svanhildur, f. 31. mars 1942, og
Margeir, f. 9. október 1954.
Seinni kona Elentínusar, móðir
Margeirs, var Þuríður Þórð-
ardóttir, f. 8. júlí 1916 á Eski-
þeirra er Viktor Breki, f. 3.
mars 2010. Eiginkona Sigurðar
er Rachel Parker, f. 23. febrúar
1971. Börn þeirra eru Noah, f.
25. nóvember 1991, Anna, f. 15.
janúar 1995, Leah, f. 24. febr-
úar 1998.
Hinn 31. desember 1987 gift-
ist Sigríður eftirlifandi eig-
inmanni sínum Hauki Reyni Ís-
akssyni, f. 3. júní 1931. Dóttir
Hauks er Ingunn Hildur, f. 5.
mars 1969. Sambýlismaður Ing-
unnar er Þröstur Þorbjörnsson,
f. 10. júní 1962. Sigríður og
Haukur bjuggu sér heimili í
Kópavogi. Að loknu skyldunámi
fór Sigríður að vinna á símstöð-
inni í Keflavík og síðar á sím-
stöðinni á Keflavíkurflugvelli,
lengst af sem vaktstjóri. Eftir
að hún flutti í Kópavog vann
hún m.a. við gæslu barna á
leikskólanum Kópasteini og við
umönnun heimilisfólks á Hrafn-
istu í Laugarási, Reykjavík.
Útför Sigríðar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 24. nóv-
ember 2016, og hefst athöfnin
klukkan 13.
firði, d. 24. október
1985. Dóttir henn-
ar er Guðrún
Hrönn Krist-
insdóttir, f. 27. jan-
úar 1945. Fyrri
eiginmaður Sigríð-
ar var Harry
Hopkin Witt, f. 16.
september 1939.
Sonur þeirra er
Sigurður Sverrir,
f. 24. apríl 1965.
Sonur Sigurðar er Arnar, f. 25.
janúar 1988. Móðir hans er
Margrét Guðmundsdóttir, f. 16.
september 1968. Dætur Mar-
grétar og ömmustelpur Sigríð-
ar eru Eydís Arnarsdóttir, f.
10. janúar 1993, og Alexandra
Arnarsdóttir, f. 3. júlí 1998.
Kona Arnars er Inga Ingadótt-
ir, f. 16. febrúar 1984. Sonur
Elsku besta amma Sigga.
Þú varst alltaf til staðar fyrir
mig. Þú mættir á fótboltaleikina
mína til að styðja mig og ég
gleymi því ekki þegar þú ætlaðir
að storma inn á völlinn þegar þú
sást að ég hafði slasað mig. Svona
varstu, amma mín, alltaf til taks
og tilbúin að stökkva til ef eitthvað
bjátaði á. Þegar ég var veik og
mér leið ekki vel þá fékk ég að
koma til þín í heimsókn. Við bök-
uðum saman og þú hughreystir
mig. Mér leið alltaf svo vel hjá þér.
Ég minnist þess, þegar ég mætti
oft með prjónadótið til þín. Það er
óhætt að segja að prjónaskapur
hafi ekki verið mín sterkasta hlið.
Lykkjuföll alls staðar og allt kom-
ið í klessu, ég orðin pirruð á því að
ekkert gekk upp en á einhvern
hátt tókst þér alltaf að laga þetta
fyrir mig og bjarga þessu. Svo
kláraðir þú bara restina fyrir mig.
Þú kunnir sannarlega að hjálpa
manni og koma manni í gott skap.
Þú kenndir mér hvað það þýðir
að trúa og hversu mikilvægt það
er. Þú kenndir mér svo margar
fallegar bænir sem ég fer reglu-
lega með fyrir svefninn og þegar
mér líður illa. Þú verður alltaf stór
partur af mér og minningar um
þig mun ég varðveita í hjarta mínu
alla ævi. Ég mun sakna þín ótrú-
lega mikið en ég veit að þér líður
vel og ert á góðum stað.
Hvíldu í friði, elsku amma mín.
Eydís Arnarsdóttir.
Elsku amma mín.
Mér er tregt tungu að hræra
þegar ég minnist þín. Á stundum
sem þessari er margt sem sækir á
hugann, minningar um þig koma
upp á yfirborðið, allt frá barnæsku
minni. Það var margt sem ég lærði
af þér. Það varst þú sem kenndir
mér að reima skóna mína þegar ég
var hjá þér og afa Hauki á Ás-
braut. Það varst þú sem kenndir
mér faðirvorið. Þú sást til þess að
ég lærði bænina í snatri og svo var
kannað í næstu gistingu hvort ég
kynni ekki bænina ennþá. Það var
svo margt sem við gerðum saman.
Ferðalög okkar til Ameríku. Allar
okkar ferðir í sund og berjamó,
ferðin til Þórsmerkur og síðan öll
hin ævintýrin. Líkt og þegar við
vorum nærri búin að missa af lest-
inni. Í hamaganginum dast þú á
malbikið. Lýsandi fyrir karakter
þinn, léstu fallið ekki stoppa þig
heldur stóðstu strax upp, blóðug á
hnjánum og greipst í höndina á
mér og tryggðir að við náðum lest-
inni. Þú gerðir allt til þess að
skemmta mér, kenndir mér lífs-
kúnstir og gafst mér ráð. Þú áttir
það til að segja: „Það má ekki líta
af þessum dreng í eina mínútu.“
Og tuttugu og fimm árum síðar
hafði ekkert breyst þegar þú
sagðir það sama um son minn
Viktor Breka og leist ekki af hon-
um í eina sekúndu. Þú varst svo
hjartahlý og skemmtileg.
Á fullorðinsárum breyttist það
ekki hve sérlega gott það var að
eiga „ömmu Siggu“ að. Þegar ég
sótti nám vestanhafs fyrir áratug
skrifaðir þú mér stundum bréf upp
á gamla mátann. Þú varst aldrei
mikið fyrir tölvur enda sagðirðu
sjálf í einu bréfi til mín: „Elsku
drengurinn minn, þú átt nú aldeilis
gamaldags ömmu sem skrifar
bara bréf, engin tölva. Einu skipt-
in sem ég kem nálægt því apparati
er þegar ég þurrka af og þá kvikn-
ar óvart á henni.“ Í öðru bréfi lýs-
irðu sjálfri þér skemmtilega: „Ég
hef alltaf verið fljótfær og svolítið
á undan sjálfri mér,“ eftir að hafa
fengið til baka bréf sem þú sendir
óvart vestur á Ísafjörð, en bréfið
átti upphaflega að fara til Amer-
íku. Þegar ég flutti aftur til Íslands
komstu reglulega færandi hendi í
heimsókn með nýtínd ber, heima-
bakað brauð eða nýprjónaða flík.
Á mínu heimili eru hvorki meira
né minna en sjö lopapeysur sem
þú hefur prjónað á okkur og við er-
um bara þrjú talsins. Í janúar bæt-
um við, Inga Þóra, við fjórða fjöl-
skyldumeðlimnum – þínum öðrum
langömmudreng.
Minningarnar um þig eru
margar og þeim verður aldrei
komið öllum fyrir hér. Staðreynd-
in er sú að raunveruleikinn blasir
við. Ég á erfitt með að kyngja því
að ég komi aldrei til með að sjá þig
aftur á þessari jörð. Það veitir mér
þó hugarró að vita að nú ertu kom-
in á betri stað og að núna líður þér
vel. Það mun alltaf lifa í minningu
minni hversu vel þú fagnaðir komu
minni. Ég er þakklátur fyrir allar
þær yndislegu stundir sem ég átti
með þér. Og allar þær minningar
sem ég á um þig, varðveiti ég í
hjarta mínu alla ævi. Ég finn fyrir
nálægð þinni og veit að nú hef ég
verndarengil, sterkari en nokkru
sinni fyrr.
Takk fyrir allt og ég kveð þig
með sömu orðum og þú varst vön
að kveðja mig með: „Guð geymi
þig drengurinn minn!“
Guð geymi þig, amma mín.
Arnar Sigurðsson.
Í dag kveð ég Sigríði systur
mína sem var svo samofin tilveru
minni að vart leið sá dagur að við
töluðum ekki saman. Sigga ólst
upp í Keflavík, fyrstu árin í for-
eldrahúsum, en fimm ára var hún
tekin í fóstur af Láru föðursystur
okkar og manni hennar Helga
Jónssyni. Naut hún þar mikillar
ástúðar. Átta ára missti hún móð-
ur sína og síðar sama ár veiktist
Lára af lömunarveiki og átti hún í
þeim veikindum í mörg ár og náði
sér aldrei fyllilega. Föðuramma
okkar, Sigríður Sverrína, breiddi
þá væng sinn yfir telpuna, tók
hana að sér og vildi Sigga hvergi
annars staðar vera. Amma inn-
rætti nöfnu sinni lífsgildi sín, heið-
arleika, sannsögli, hjálpsemi og
vinnusemi og tileinkaði Sigga sér
þessar dyggðir í ríkum mæli. Sig-
ríður amma var mjög trúuð og
kenndi telpunni bænir og vers og
ólst Sigga upp við ást ömmu á séra
Hallgrími. Voru Passíusálmarnir
og önnur kver Hallgríms alltaf inn-
an seilingar á náttborðinu. Amma,
Elli pabbi og Sigga sóttu stíft
sunnudagsmessur. Þeim leið vel
undir messugjörðinni og ræðum
séra Eiríks. „Ertu nú komin aftur,
Sigríður mín?“ sagði Eyjólfur
meðhjálpari þegar amma birtist
með telpuna í síðdegismessunni á
hátíðardegi, eftir að hafa verið við
morgunmessu.
Sigga var myndarleg kona,
glaðvær og skemmtileg, dökk á
brún og brá og bar höfuðið hátt.
Hún var skaprík, hreinskilin og
hrifnæm, hafði ríka réttlætiskennd
og sagði hiklaust skoðanir sínar.
Rúmlega tvítug fluttist hún til
Bandaríkjanna, giftist og bjó þar í
fjögur ár. Hún sneri heim með lít-
inn yndislegan drenghnokka, sem
vann hug og hjarta allra. Sigga
lagði hart að sér til þess að eignast
eigin íbúð og komu mæðginin sér
fyrir nálægt Láru og Helga sem
tóku miklu ástfóstri við Sigurð
Sverri. Kom hann þeim í sonar
stað, líkt og þau höfðu tekið að sér
móður hans forðum. Tæplega
fimmtug kynntist Sigga Hauki Ís-
akssyni. Það varð henni til mikillar
gæfu því hann veitti henni kær-
komna kjölfestu og öryggi. Sigga
og Haukur nutu lífsins, ferðuðust
víða og stunduðu félagsstarf eldri
borgara í Kópavogi. Í Skammadal í
Mosfellssveit áttu þau lítið garð-
hús. Þar ræktaði Haukur kartöflur
og grænmeti og Sigga mín sat úti í
sólinni og prjónaði. Við hjónin
eignuðumst lítið garðhýsi við hlið
þeirra og þar nutum við öll sam-
vista í kyrrðinni.
Sigga var einstaklega kirkju-
rækin. Hún byrjaði hvern dag á að
horfa til kirkjunnar sinnar, fór með
bænir og bað fyrir hópnum sínum.
Gott var að vita af slíkum fyrir-
bænum og munu þær lifa með okk-
ur.
Fyrir nokkrum árum fór að
bera á einkennum heilabilunar hjá
Siggu og greindist hún með Lewy-
sjúkdóminn skömmu síðar, sem
reyndist vægðarlaus. Þau hjón
tókust á við breyttar aðstæður
með jafnaðargeði og annaðist
Haukur konu sína af mikilli ástúð
þar til yfir lauk.
Sigríður lést á Landspítalanum í
Fossvogi, deild A-7. Þar naut hún
einstakrar umönnunar og erum við
afar þakklát fyrir það.
Þá sjávarbylgjan blá
borðinu skellur á,
þín hægri hönd oss haldi
og hjálpi með guðdóms valdi.
Jesús mér fylgi í friði
með fögru engla liði.
(H.P.)
Við kveðjum systur mína og
mágkonu og biðjum henni guðs-
blessunar.
Svanhildur Elentínusdóttir,
Einar Hjaltested.
Meira: mbl.is/minningar
Elskuleg æskuvinkona mín hún
Sigga er nú fallin frá. Margs er að
minnast eftir langa og einstaklega
góða vináttu.
Við kynntumst í gegnum for-
eldra okkar sem voru vinafólk en
feður okkar höfðu verið vinir frá
bernsku og var sú vinátta bæði fal-
leg og einstök.
Við bjuggum nálægt hvor ann-
arri í gamla bænum í Keflavík og
Sigga kom iðulega við hjá mér á
morgnana og vorum við svo sam-
ferða í skólann. Eftir skóla var gott
að fara heim með Siggu í rólegheit-
in hjá ömmu hennar. Amma hennar
var trúuð kona og lét okkur læra
Biblíusögurnar utan að. Sigga var
ekki í neinum vandræðum með það.
Sigga var alla tíð trúuð, hjálpaði
trúin henni mikið á erfiðum tímum.
Sömuleiðis var Sigga skemmtileg,
henni fylgdi ávallt hlátur og gleði.
Það eru engar ýkjur að segja að í
kringum okkur hafi aldrei nokkurn
tíma verið lognmolla.
Leiðir okkar skildi um tíma þeg-
ar Sigga flutti til Bandaríkjanna og
ég til Húsavíkur. Við skiluðum
okkur þó báðar aftur til Keflavík-
ur.
Þá endurnýjuðum við auðvitað
vinskapinn, sem hefur haldist alla
tíð síðan og verið okkur svo dýr-
mætur.
Elsku Sigga mín, nú get ég yljað
mér við skemmtilegu minningarn-
ar okkar. Við gátum endalaust
hlegið þegar við rifjuðum upp ým-
islegt það sem við brölluðum á
uppvaxtarárunum. Til að mynda
má nefna það þegar við vorum að
stelast til að reykja og földum síg-
aretturnar undir steini niðri í fjöru.
Ég get varla lýst því hversu mikil
vonbrigðin voru þegar við náðum
svo í þær og komumst að því að
þær voru allar hundblautar og
ónýtar.
Á síðustu 20 árum höfum við
báðar búið á höfuðborgarsvæðinu.
Þá hittumst við reglulega og fórum
í bæinn. Við fórum gjarnan á kaffi-
hús, rifjuðum upp gamlar minning-
ar og það skemmtilegasta sem við
höfðum verið að bardúsa. Annað
og leiðinlegra létum við eiga sig.
Það er ótal margt sem við höfum
gert saman. Við fórum líka saman
til Portoroz í sólarlandaferð en það
vildi þannig til að veðrið var ekkert
sérstakt. Þegar við komum heim
kvartaði Sigga yfir því við Kidda
Dan sem seldi okkur ferðina. Þetta
fannst okkur nú fyndið seinna
meir.
Ekki má gleyma ferðunum okk-
ar á Ljósanótt en við fórum alltaf
saman í árgangagönguna. Því mið-
ur var gangan á síðasta ári sú síð-
asta sem við fórum saman í og ég
gerði mér grein fyrir því.
Sigga var góð manneskja og
traust vinkona sem alltaf var hægt
leita til og aldrei kom upp ósætti á
milli okkar. Ég er þakklát fyrir að
hafa átt þessa dýrmætu vináttu í
öll þessi ár og þakka innilega fyrir
allar samverustundirnar. Við
kveðjumst að sinni, kæra vinkona,
og hittumst svo glaðar og kátar
þegar minn tími kemur.
Elsku Haukur, Siggi og aðrir
aðstandendur, ég sendi ykkur
innilegar samúðarkveðjur.
Bára Erna Ólafsdóttir.
Þegar maður er lítill og heim-
urinn stór skiptir öllu máli að til-
veran sé í föstum skorðum. Reglu-
legar helgarferðir til ættingjanna
í Keflavík voru alltaf mikið til-
hlökkunarefni. Það var ekki síst
vegna heimsókna til Siggu frænku
þar sem á móti manni tók hlýja og
glaðlyndi. Það kom fyrir að við
systkinin fengum að gista og nú
þegar Sigga er horfin á braut rifj-
ast upp minningar um gleðina sem
fylgdi þessum stundum.
Sigga var systir mömmu og náin
vinátta þeirra gerði það að verkum
að nærvera hennar var órjúfanleg-
ur hluti æsku minnar. Börnin mín
hafa í seinni tíð notið þess að hitta
Siggu frænku heima hjá ömmu
sinni og afa eða uppi í Skammadal.
Í gegnum þau samskipti upplifði ég
aftur þessa einlægu gleði og kímni-
gáfu sem var svo rík í fari Siggu.
Fyrir það er ég þakklátur. Góðu,
hláturmildu frænku minnar verður
sárt saknað.
Elsku Haukur og Siggi frændi.
Hugur minn er hjá ykkur.
Einar Kristinn og fjölskylda.
J. Sigríður
Elentínusdóttir
Eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma,
SÓLVEIG AÐALBJÖRG SVEINSDÓTTIR
kennari, frá Víkingavatni,
lézt á heimili sínu 15. nóvember.
Útför fer fram frá Háteigskirkju föstudag
25. nóvember klukkan 15.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á MND-félagið.
.
Ágúst H. Bjarnason
Hákon Ágústsson Þóra Kristín Bjarnadóttir
Björn Víkingur Ágústsson
Vigdís Tinna Hákonardóttir Sólveig Freyja Hákonardóttir
Ástkær móðir okkar,
BERGLJÓT SIGURÐARDÓTTIR,
sem lést þriðjudaginn 8. nóvember, verður
jarðsett frá Fossvogskirkju föstudaginn 25.
nóvember klukkan 13.
.
Sigurður Sigfússon,
Kristján Sigfússon
og aðrir vandamenn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
HILDA FANNÝ NISSEN,
Skúlagötu 40a,
lést 21. nóvember. Útförin fer fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu. Þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Hjartavernd.
.
Elísa Björk Sigurðardóttir,
Sigríður Ósk Sigurðardóttir, Þráinn Alfreðsson,
Kristín Bjartmarsdóttir, Brynjar Kristjánsson,
Hilda Ríkharðsdóttir, Axel Karlsson,
Kristján Bjartur Brynjarsson,
Tinna Bergdís Brynjarsdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
FINNBOGI F. ARNDAL,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi
sunnudaginn 20. nóvember 2016.
.
Hjördís Stefánsdóttir Arndal,
Stefán F. Arndal, Þórdís Eiríksdóttir,
Hreinn F. Arndal, Ingibjörg Snorradóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR ÞÓRÐARSON,
Fossvegi 6, Selfossi,
andaðist á Fossheimum 21. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
.
Andrea Tryggvadóttir,
Ólafía Sigurðardóttir,
Kristján T. Sigurðsson,
Hringur Sigurðsson,
Guðrún Sigurðardóttir
og fjölskyldur.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
MARGRÉT SIGURJÓNSDÓTTIR
(Maggý),
Hraunbúðum í Vestmannaeyjum,
áður Brimhólabraut 5,
lést mánudaginn 21. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
.
Elías Gunnlaugsson,
Hjördís Elíasdóttir, Hannes Thorarensen,
Björk Elíasdóttir, Stefán Örn Jónsson,
Viðar Elíasson, Guðmunda Áslaug Bjarnadóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.