Morgunblaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2016 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Hröð og góð þjónusta um allt land Eigum einnig til mikið úrval af perum og öryggjum í bíla Áratuga reynsla Langstærstir í viðgerðum og sölu á Alternatorum og Störturum Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nýttu kraftana í að gera þitt nán- asta umhverfi meira aðlaðandi núna. Og ekki kaupa nema þörfin sé brýn. Varastu að senda öðrum misvísandi skilaboð. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er erfitt að kvarta ekki, en ef þú losar þig við þann leiða vana er það líklega besta leiðin til þess að ná takmarkinu, jafnvel fyrir áramót. Láttu ekkert verða til að egna þig upp. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert hæfileikarík/ur og verður að finna athafnaþrá þinni farsælan farveg. Taktu þó ekki öllu sem sjálfsögðum hlut. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Láttu ekki smáatriðin taka þig helj- artökum þannig að þú náir ekki að klára nokkurn skapaðan hlut. En kapp er best með forsjá; þér liggur ekkert á, því hlut- irnir verða hér líka á morgun. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú skilur ekki nógu vel viðbrögðin sem þú færð. Hann vill hjálpa, eða í það minnsta halda í höndina á einhverjum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér finnst þú hlaðin/n orku og áhuga varðandi vinnuna í dag. Nú veistu það og berð höfuðið hátt þegar þú ekur ofan í holurnar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú skiptir öllu máli að finna réttu að- ferðina til að ná viðunandi árangri. Var- færni á við á öllum sviðum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Viðbrögðin við atburðum dagsins eru misjöfn. Láttu ekkert bifa trú þinni á sjálfri/um þér. Ef þú leyfir þér að blómstra muntu undrast hvers þú ert megnug/ur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft að rannsaka verkefni þitt til hlítar, því öðru vísi getur þú ekki unnið það vel. Taktu því ekkert sem sjálf- sagðan hlut heldur gaumgæfðu málin frá öllum hliðum áður. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú gætir lent í deilum við for- eldra þína eða yfirmenn í dag. Vertu hvergi smeyk/ur við að taka af skarið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú skiptir öllu að huga að heilsufarinu og gæta hófs í mat og drykk. Kannski hefur takmarkið ekki sama að- dráttarafl fyrir þig og áður. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Mundu að þú þarft ekki að fara að ráðleggingum ef þér líkar þær ekki. ÁBoðnarmiði orti HallmundurKristinsson á alþjóðlega kló- settdeginum: Ágætur er nú maginn. Einnig er ristillinn laginn; þegar er þörf þekkir sín störf. – Kveðja á klósettdaginn! En hér er hann í öðrum hugleið- ingum: Karl einn á Kópaskeri kolféll af rauðri meri. Braut eitthvert bein. Björt mey og hrein beið þar til brot hans greri Eðlilegt er að hagyrðingar velti stjórnarmyndun fyrir sér. Ólafur Stefánsson yrkir um „nýju stjórn- ina“: Nú gera menn sér glaðan dag, og gleyma sorginni, því landstjórn skal með líkum brag, og líðst hjá borginni Sigrún Haraldsdóttir tekur undir: Í taugum finn ég talsvert stress, af tilhlölkkun ég smjatta, ég bara vart get beðið þess að borga hærri skatta. En Ármann Þorgrímsson var með sínar efasemdir, – „Kata segist ekki viss um að það takist …“: Þó Kata reyni að móta mynd og marga í stóla langi óttast hún að vanti vind og vírus sé í gangi. Helgi R. Einarsson skrifaði í Leirinn í gær, að „konan átti af- mæli, eins og gengur og bauð ég henni út af því tilefni. Þá varð þessi til. (Allt hefur sinn tíma): Löngum fyrr var lifað hátt, leikið, dansað, sem í Hruna. Nú við erum sæl og sátt með „súsímat“ og óperuna. Þessi fær að fylgja með: Aumingja Andri Heiðar, sem anda- stundaði -veiðar. Öllum fannst leitt að hann aldrei fékk neitt og því átti’ ei til hnífs og skeiðar.“ Magnús Halldórsson telur það stórfréttir að Ingibjörg Pálmadótt- ir fjárfestir hefur keypt tæplega eins prósents hlut í verslanakeðj- unni Högum: Gjarnan er að góðum sögum, gleði í endann hleypt: Eitt prósent í heimahögum hefur Imba keypt. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Á klósettdaginn í skugga hærri skatta Í klípu ALLTAF AÐ BÍÐA ÞANGAÐ TIL LJÓSIÐ HEFUR VERIÐ KVEIKT. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VILTU VINSAMLEGAST TAKA KÖTTINN AF RÚMINU?!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera mestu aðdáendur hvors annars. STRÁKAR! STRÁKAR! EKKI VERA VONDIR VIÐ HVORN ANNAN! EÐA MIG. ÞÚ ÞARFT ALDREI FRAMAR AÐ FARA ÚR RÚMINU... ERTU HÆTTUR AÐ DREKKA? ...TIL AÐ HLEYPA MÉR INN ÞEGAR ÉG KEM RALL- HÁLFUR HEIM! NEI... ÉG SETTI UPP RALLHÁLFS- VÆNA HURÐ! Já - þetta er náunginn. Víkverji rakst nýlega á frétt umhvernig markaðsvirði vísinda- manna væri metið. Í vísindum hafa tilvitnanir mikið að segja. Hversu oft er vitnað í viðkomandi vísindamann? Sá sem oftast er vitnað í hefur vinn- inginn og oft getur það skipt sköpum þegar sótt er um störf. Tekið hefur verið til þess að í það heila tekið er oftar vitnað í karla en konur. x x x Við Stanford-háskóla í Kaliforníuvar gerð rannsókn á tíðni tilvitn- ana og getur verið að ástæðan fyrir þessu misræmi sé fundin. Karlar eru gjarnari á að vitna í sjálfa sig en konur. Samkvæmt könnuninni vitna karlar 56% oftar í sjálfa sig en kon- ur. Þegar tíðni tilvitnana er skoðuð gildir hins vegar einu hver vitnar í grein, aðeins í hvern er vitnað. x x x Í fréttinni, sem var á vefsíðu DerSpiegel, er getum síðan leitt að því að það sjálfshól sé frekar fé- lagslega viðurkennt þegar karlar eiga í hlut en konur. Einn fyrirvari er þó á þessu. Ekki var alltaf hægt að skera úr um kyn höfunda greina. Samkvæmt fréttinni nota konur iðu- lega aðeins fyrsta stafinn úr skírn- arnöfnum sínum til að koma í veg fyrir mismunun. Þeir sem gerðu rannsóknina gátu ekki skorið úr um kyn þeirra höfunda, sem merktu greinar sínar með þeim hætti og það gæti skekkt niðurstöðuna. x x x Oft er talað um að farsímar hafi aðgeyma ýmsar upplýsingar um notandann. Þá er venjulega átt við það sem er inni í símanum. Vís- indamenn hafa nú rannsakað hvaða vísbendingar má finna með því að skoða síma að utan. Það kann að hljóma lygilega, en hver notandi mun snerta síma sinn að meðaltali 2.617 sinnum á dag. Á símanum er því að finna urmul öreinda, sem hægt er að greina. Drekkur notand- inn te eða kaffi? Borðar hann appels- ínur eða epli? Vísindamennirnir segja að hægt verði að nota þessar vísbendingar til að búa til lýsingu á notandanum og er þegar farið að tala um að þær muni nýtast við glæparannsóknir. víkverji@mbl.is Víkverji Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir. (Hebr. 13:8)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.