Morgunblaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2016 Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. HEYRNARSTÖ‹IN Beltone Legend ™ Enn snjallara heyrnartæki Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004 Maður í líki Kens, kærasta leikbrúðunnar Barbie, stóð í stórum, bleikum kassa á götu í Lausanne í Sviss í gær til að vekja athygli á slæmum aðbúnaði verkafólks í leikfangaverksmiðjum í Kína. Mannúðarsamtökin Sol- idar stóðu fyrir þessu í tilefni af því að þau hófu undir- skriftasöfnun á netinu sem beinist gegn bandaríska leikfangafyrirtækinu Mattel. Samtökin hvetja það til að axla ábyrgð á slæmum aðbúnaði kínversks verkafólks sem framleiðir leikföng þess, binda enda á „80 stunda vinnuviku“ og sjá fólkinu fyrir mannsæmandi launum. Ken vekur athygli á slæmum aðbúnaði verkafólks í Kína AFP Fólkið fái mannsæmandi laun Handskrifað ljóð eftir gyðingastúlk- una Önnu Frank var selt fyrir jafn- virði tæpra 17 milljóna króna á upp- boði í hollensku borginni Haarlem í gær. Ónafngreindur maður á netinu bauð hæst í ljóðið sem fór á mun hærra verði en sett var á það. Upp- haflegur verðmiði á ljóðinu var um 3,6 milljónir króna. Um tuttugu safnarar sátu í saln- um þar sem uppboðið fór fram á veg- um uppboðshaldarans Bubb Kuyp- er. Þar að auki buðu nokkrir í ljóðið símleiðis og í gegnum netið. „Á síðustu 40 árum hafa aðeins fjögur eða fimm skjöl, undirrituð af stúlkunni, verið boðin upp,“ sagði Thys Blankevoort, annar af stjórn- endum Bubb Kuyper. Ljóðið, sem var tileinkað „Elsku Cri-cri“, var skrifað á hollensku með svörtu bleki á hvítt minnisblað sem hefur upplitast nokkuð með árunum. Það var undirritað með orðunum: „Minning, frá Önnu Frank“. Ljóðið er 12 línur og var skrifað 28. mars 1942, aðeins þremur mán- uðum áður en Anna og fjölskylda hennar fóru í felur frá nasistum í Amsterdamborg. Dagbókin seld í 30 milljónum eintaka Dagbók Önnu Frank, sem hún skrifaði frá júní til ágúst árið 1944, hefur selst í meira en 30 milljónum eintaka á 67 tungumálum. Anna Frank lést í Bergen-Belsen útrýmingarbúðunum í Þýskalandi snemma árs 1945, tæpu ári eftir að nasistar handtóku hana og skömmu áður en síðari heimsstyrjöldinni lauk. freyr@mbl.is Ljóð eftir Önnu Frank boðið upp  Handskrifað ljóð selt á 17 milljónir AFP Ljóðið Skrifað á hollensku með svörtu bleki á hvítt minnisblað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.