Morgunblaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2016
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Við teljum að þessi hús geti hentað
mjög fjölbreyttum hópi. Ungt fólk,
sem er að kaupa sína fyrstu íbúð, er
einn markhópurinn og ferðaþjónust-
an er annar, svo
dæmi séu tekin.
Við höfum fengið
mjög góðar við-
tökur,“ segir
Berta Gunnars-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri og
einn eigenda
fyrirtækisins
Modulus, sem
byrjað er að flytja
inn einingarhús
úr timbri frá verksmiðju í Lettlandi.
Koma húsin hingað fullbúin að inn-
an sem utan, ásamt t.d. eldhústækj-
um, blöndunartækjum og raftækjum.
Kaupendur geta látið hanna húsin að
vild, valið klæðningar, liti, lögun þaks
og fleira, en stærð hverrar einingar
takmarkast við 40 fermetra. Hægt er
síðan að raða þeim saman eftir þörf-
um hvers og eins. Afhendingartími,
frá því að hús hefur verið pantað, er
þrír til sex mánuðir. Húsin, sem
fyrirtækið nefnir módúla, eru fram-
leidd í verksmiðju í eigu Byko í Val-
miera í Lettlandi. Þaðan eru þau flutt
fullbúin með skipi að höfn í Reykja-
vík. Að sögn Bertu er mælt með því
að kaupandinn sé búinn að ganga frá
undirstöðum áður en húsin eru færð
á endanlegan stað. Hægt er að nota
svipaðar undirstöður og undir sól-
palla, t.d. forsteyptar súlur. Á
áfangastað þarf kaupandinn að
tengja rafmagn og vatn. Að öðru leyti
teljast húsin fullbúin. Berta segir
húsin standast allar kröfur hér á
landi, eins og byggingareglugerðir.
Tvö hús voru nýlega sett niður við
Seljaveg/Mýrargötu í Reykjavík, þar
sem einn eigenda Modulus er að reisa
íbúðir. Þar hafa starfsmenn verktak-
ans dvalið í góðu yfirlæti.
Modulus hefur að undanförnu ver-
ið í viðræðum við sveitarfélög, bæði
vegna skipulagsmála og einnig með
þann möguleika að koma upp litlum
leiguíbúðum í tilefni af átaksverkefni
Íbúðalánasjóðs og fleiri aðila. Þá hafa
samningar tekist við ferðaþjónustu-
fyrirtæki um kaup á nokkrum
húsum.
Góð reynsla í Svíþjóð
„Við erum á byrjunarstigi að
kynna þessa lausn á húsnæðismark-
aðnum. Í dag er ekki gert ráð fyrir
smáhýsum í deiliskipulagi; af þeim
sökum fyrst og fremst erum við í við-
ræðum við sveitarfélögin,“ segir
Berta, en húsin hafa verið framleidd
á markað í Svíþjóð undanfarin tvö ár
og góð reynsla fengist þar.
Eins og áður segir geta kaupendur
látið hanna húsin eftir eigin þörfum
en hver eining er bundin af
ákveðnum lengdum til að hægt sé að
flytja þau á milli staða. Þannig er
hæðin fjórir metrar, breiddin fjórir
metrar og lengdin 12 metrar. Hingað
komin getur hver 40 fermetra eining
kostað um 10 milljónir, fer allt eftir
efnisvali, og er þá allt innifalið nema
lóðarkostnaður og frágangur á lóð
ásamt vinnu við tengingu fráveitu,
rafmagns og vatns. Flutningur á hús-
unum til landsins er t.d. innifalinn, en
að sögn Bertu náðust hagstæðir
samningar um flutninginn. Koma þau
með timburflutningaskipi sem er í
flutningum hingað fyrir Byko.
Tilbúin hús frá Lettlandi
Morgunblaðið/Ófeigur
Einingarhús Fyrstu húsin frá Modulus standa við Seljaveg.
Ljósmynd/Modulus
Fullbúin Svona geta húsin litið út að innan, með tilbúnum innréttingum.
Berta
Gunnarsdóttir
Modulus er lítið fjölskyldufyrirtæki í eigu Iðunnar Jónsdóttur og barna
hennar, Bertu Gunnarsdóttur og Jakobs Helga Bjarnasonar.
Iðunn er dóttir Jóns Helga Guðmundssonar, sem jafnan hefur verið
kenndur við Byko.
Á vefsíðunni Modulus.is segir m.a. að eigendur fyrirtækisins hafi fjöl-
breytta reynslu tengda byggingariðnaði og þá sér í lagi öllu er varðar
framleiðslu á timbri, en móðurfélag Byko, Norvik, hefur rekið timburverk-
smiðju í Lettlandi í allnokkur ár.
Eigendur tengjast Jóni í Byko
MODULUS LÍTIÐ FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI
Fyrirtækið Modulus flytur inn einingarhús frá verksmiðju Byko í Lettlandi
Koma fullbúin til landsins að innan sem utan Viðtökur hafa verið góðar
Falsaðir 10.000
króna seðlar
voru notaðir til
að greiða fyrir
veitingar á mat-
sölustað í mið-
borg Reykjavík-
ur í síðustu viku
og er málið til
rannsóknar hjá
Lögreglunni á
höfuðborg-
arsvæðinu.
Fyrr í mánuðinum kom annað
slíkt mál á borð lögreglu, en þá
var karlmaður handtekinn eftir
að hafa ætlað að greiða fyrir við-
skipti á bensínstöð í austurborg-
inni með fölsuðum 10.000 króna
seðli. Þar leiddi árvekni starfs-
manns til handtökunnar.
Lögreglan beinir þeim til-
mælum til afgreiðslufólks að vera
á varðbergi vegna þessa og eru
þeir sem eru í afgreiðslustörfum
hvattir til að kynna sér helstu ör-
yggisþætti íslenskra peninga-
seðla.
Ef fólk verður vart við falsaðan
seðil skal kalla til lögreglu í
gegnum 112, samkvæmt því sem
fram kemur í tilkynningu frá lög-
reglu.
Greiddu með
fölsuðum seðlum
Seðill Jónas Hall-
grímsson á 10.000
kr seðlinum.
Vinnumálastofnun opnaði 21. nóv-
ember síðastliðinn Greiðslustofu
húsnæðisbóta og upplýsinga- og
umsóknarvefinn www.husbot.is
þar sem leigjendur geta sótt um
húsnæðisbætur samkvæmt nýjum
lögum um húsnæðisbætur sem taka
gildi 1. janúar 2017.
Í frétt á vefsíðu Velferðarráðu-
neytisins segir að lög um húsnæðis-
bætur, sem voru samþykkt á Al-
þingi síðastliðið sumar, taki gildi 1.
janúar næstkomandi. Á sama tíma
falla úr gildi lög um húsaleigu-
bætur og hlutverk sveitarfélaganna
varðandi útgreiðslu húsnæðisstuðn-
ings til leigjenda flyst til Greiðslu-
stofu húsnæðisbóta.
Markmið laga um húsnæðisbætur
er að lækka húsnæðiskostnað efna-
minni leigjenda og draga úr að-
stöðumun á húsnæðismarkaðnum.
Vinnumálastofnun annast fram-
kvæmd húsnæðisbótakerfisins.
Nú hægt að sækja
um húsnæðisbætur
alvöru grillaður kjúklingur
Grensásvegi 5 I Reykjavík I Sími 588 8585
Opið alla daga kl. 11-22
Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að
fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð.
Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga
og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana.
Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is
Hafðu samband í dag
og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun.
www.mbl.is/laushverfi
Vantar þig aukapening?
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS