Morgunblaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 35
hennar, var í stjórn frá upphafi og söng í óperusýningum, nokkur ein- söngshlutverk, þar á meðal í opn- unarsýningunni, Sígaunabaróninum, en aðallega í Kór íslensku óperunnar. „Með Óperukórnum og Garðari hef ég ferðast víða um heim, m.a. sung- um við í St. Pétursborg og ein stærsta stund sem ég hef lifað á tón- listarsviðinu var í Carnegie Hall, þar sem allir tónleikagestirnir hrópuðu bravó og klöppuðu endalaust. Annað sem hefur verið stór hluti af lífi mínu er skútusiglingar. Við hjón- in keyptum hluta í skútu, upp úr 1980, sem við sigldum um Miðjarðar- hafið og Adríahafið í u.þ.b. 25 ár. Fyrsta skútan hét Hafgolan, við stækkuðum svo við okkur, keyptum Evu og endurnýjuðum svo aftur í nýja Evu. Við hættum siglingum og seldum fyrir u.þ.b. átta árum, skútu- siglingar krefjast mikillar orku og maður verður að vera viss um að ráða við alla þá hluti sem siglingar á seglskútu krefjast. Ég er enn að vinna hjá Söngskól- anum og syngja í Óperukórnum, sl. helgi sungum við Requiem Verdis í Stykkishólmi og um aðra helgi; 4. des. – á miðnótt – syngjum við okkar árlegu tónleika, Mozart Requiem, í minningu tónlistarmanna sem látist hafa á árinu.“ Fjölskylda Eiginmaður Ásrúnar er Haraldur Friðriksson, f. 19.11. 1944, bak- arameistari. Foreldrar hans: hjónin Steina Margrét Finnsdóttir, f. 10.6. 1926, húsmóðir og vann versl- unarstörf, nú bús. á Sunnuhlíð í Kópavogi, og Friðrik Haraldsson, f. 9.8. 1922, d. 21.3. 2014, bakarameist- ari í Vestmannaeyjum, á Selfoss og í Kópavogi. Systur Ásrúnar eru Hildigunnur Davíðsdóttir, f. 27.1. 1943, var að- stoðarmaður tannlæknis, bús. í Mos- fellsbæ. Maki: Ketill Högnason tann- læknir, látinn; og Kristín Hólmfríður Davíðsdóttir, f. 22.4. 1956, sjúkraliði og kennari í Sandefjord í Noregi, maki: Ívar Ramberg skólastjóri. Foreldrar Ásrúnar voru hjónin Guðbjörg Kristjánsdóttir, f. 7.11. 1918 á Bergsstöðum í Aðaldal, S- Þing., d. 30.11. 1972, húsmóðir, og Davíð Áskelsson, f. 10.4. 1919 á Þverá í Laxárdal, S-Þing., d. 14.7. 1979, rithöfundur og kennari. Hann vann í mörg ár hjá Morgunblaðinu sem prófarkalesari. Þau voru búsett í Neskaupstað og Kópavogi, Úr frændgarði Ásrúnar Davíðsdóttur Ásrún Davíðsdóttir Signý Ólafsdóttir húsfr. í Vallakoti, f. á Landamótum í Köldukinn Jakob Halldór Nikulásson bóndi í Vallakoti í Reykjadal, f. á Fljótsbakka Hólmfríður Jakobsdóttir húsfreyja á Bergsstöðum Kristján Davíðsson bóndi á Bergsstöðum í Aðaldal Guðbjörg Kristjánsdóttir húsfreyja í Neskaupstað og Kópavogi Guðbjörg Jónsdóttir húsfr. í Hólkoti, f. í Hólkoti Davíð Ísleifsson bóndi í Hólkoti í Reykjadal, f. í Hólkoti GuðnýKristjáns- dóttir húsfr. í Rauðaskriðu í Aðaldal Karítas Árnadóttir húsfr. í Rvík Jón Árni Þórisson var í kvartett- inum Lítið eitt Heimir Áskelsson enskukennari og lektor Guðrún Bjarnadóttir húsfr. á Birningsstöðum, f. í Hálssókn, S-Þing. Kristján Jónsson bóndi síðast á Birningsstöðum í Ljósavatnsskarði, S-Þing., f. í Mjóadal í Bárðardal Guðrún Elísabet Kristjánsdóttir húsfreyja á Akureyri Áskell Snorrason tónlistarmaður, tónskáld og organisti á Akureyri Davíð Áskelsson skáld og kennari í Neskaupstað og Kópavogi Aðalbjörg Jónasdóttir húsfr. á Þverá, f. á Laxamýri Benedikt frá Auðnum stofnandi KÞ Snorri Jónsson bóndi og hreppstjóri á Þverá, f. á Þverá Katrín Sigurðardóttir söngkona og minka— bóndi í Mön, Skeiða- og Gnúpverjahr. Herdís Benedikts- dóttir húsfr. á Húsavík Aðalbjörg Jónsdóttir húsfr. á Húsavík Kristín Birgisdóttir húsfr. á Húsavík Unnur Benediktsdóttir Bjarklind - Hulda skáldkona Jón „Þveræingur“ verslunarm. í Rvík MaríaVíðis Jónsdóttir kaupkona í Rvík Herdís Þorvalds- dóttir leikkona Tinna Gunn- laugsdóttir leikkona Vinkonurnar Guðný og Ásrún á sviðinu í Gúttó á Norðfirði. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2016 Magnús fæddist í Reykjavík24. nóvember 1916. For-eldrar hans voru hjónin Helgi Magnússon, kaupmaður og járnsmiður í Reykjavík, f. 1872 í Syðra-Langholti í Hrunamannahr., Árn., d. 1956, og Oddrún Sigurð- ardóttir húsmóðir, f. 1878 á Esju- bergi á Kjalarnesi, d. 1969. Magnús lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla íslands árið 1936 og stundaði nám næstu tvö árin í versl- unarskólum í Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku. Magnús var framkvæmdastjóri hjá fyrirtæki föður síns, Helga Magnússyni & Co, frá 1939 til 1961. Hann var framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Hörpu hf. frá 1961 til 1992 og stjórnarformaður fyrir- tækisins frá 1992 til dauðadags. Magnúsi voru falin fjölmörg trún- aðarstörf um ævina. Hann átti sæti í stjórn ýmissa verslunarfyrirtækja, var um skeið í stjórn Félags ís- lenskra byggingarefnakaupmanna, Kaupmannasamtaka Íslands og Verslunarráðs Íslands. Hann átti einnig sæti um tíma í stjórn Knatt- spyrnufélagsins Vals, Heimdallar og Sambands ungra sjálfstæðismanna, og var formaður Lionsklúbbsins Þórs. Hann sat landsfundi Sjálf- stæðisflokksins í 60 ár. Þá átti Magnús sæti í stjórn- skipaðri nefnd um viðskiptasamning við Sovétríkin, ýmist sem fulltrúi Verslunarráðs eða Félags íslenskra iðnrekenda, frá 1970-1985. Hann sat í bankaráði Iðnaðarbankans sem aðal- eða varamaður á árunum 1974- 1990 og átti sæti í stjórn Eignar- haldsfélagsins Iðnaðarbankinn hf. frá 1990. Eiginkona Magnúsar er Katrín Sigurðardóttir, f. 4.2. 1921, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Eyríður Árnadóttir húsmóðir og Sigurður Guðbrandsson skipstjóri. Þau Magnús og Katrín eignuðust tvo syni, Helga, f. 1949, viðskipta- fræðing og endurskoðanda, og Sig- urð Gylfa, f. 1957, sagnfræðing og háskólakennara. Magnús Helgason lést 5.10. 2000. Merkir Íslendingar Magnús Helgason 95 ára Petrea Guðmundsdóttir 85 ára Valgarð Sigmarsson 80 ára Helga Karólína Magnúsdóttir Helga Sigurgeirsdóttir Sigurður Þorvaldsson Sólveig Magnea Guðjónsd. Svanhildur H. Sigurfinnsd. 75 ára Ásgeir Sigurðsson Ásta Ákadóttir Stefanía Davíðsdóttir 70 ára Ásrún Davíðsdóttir Bjarni Jóhannesson Guðbjörg K. Björgvinsdóttir Gústaf Guðmundsson Penka Krasteva Koylasova Sigurður D. Skarphéðinss. Þórhalla Snæþórsdóttir 60 ára Andrzej Adam Daniec Ari Haukur Arason Birgir Einarsson Eggert Pétursson Eygló Eiðsdóttir Eyþór Hjartarson Guðmundur B. Antonsson Haraldur Viggó Ólafsson Hulda Guðmundsdóttir Ingibjörg G. Aðalsteinsd. Ingibjörg Sigríður Ágústsd. Jóhanna Huld Jóhannsd. Jóna Júlía Böðvarsdóttir Jón Ágúst Aðalsteinsson Sigrún Pálsdóttir Sigurlaug Svava Hauksd. Vaka Jónsdóttir 50 ára Ásthildur Erla Gunnarsd. Björn Ólafsson Dinora Alice R. Martins Elsa Hrönn Reynisdóttir Eva Björk Guðjónsdóttir Gríma Eik Káradóttir Ívar Ragnarsson Kristinn Karl Brynjarsson Rósa Þórðardóttir Sigurður Magnússon Sigurður Narfason Slawomir Andrzej Jarosz Steingrímur Jónsson Vera Maack Pálsdóttir 40 ára Diana Ramancauskaite Eggert Gíslason Eva Ósk Guðmundsdóttir Eygló Möller Gísli Óskar Ólafsson Gunnar Guðmundsson Hulda Margrét Rútsdóttir Ingvar Már Gíslason Jóhann Guðlaugsson Jón Haukur Baldvinsson Marni Riveral Gines Sigríður Herdís Bjarkadóttir Svanhildur Sigurðardóttir Zydrunas Plaga 30 ára Andrea Þórhallsdóttir Arnar Snær Gunnarsson Charlotte Hunsbedt Nilsen Daníel Ingi Óttarsson Diogo M. De A. Lourenco Gústav Aron Gústavsson Hrafnhildur Björnsdóttir Karol Wicik Katarzyna Mikolajczyk Katrín Rós Kristinsdóttir Margrét Björg Jónsdóttir Sigurður Árnason Til hamingju með daginn 40 ára Hulda er Mosfell- ingur og verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Mosfellsbæ og þýðandi í hjáverkum. Maki: Allan Richardson, f. 1956, vinnur á Skálatúni. Börn: Guðrún Aisha, f. 2006, Anna Malia, f. 2008, Aron Rútur, f. 2011, og Rakel Elaisa, f. 2013. Foreldrar: Finnbogi Rútur Hálfdánarson, f. 1953, og Guðrún Edda Guðmunds- dóttir, f. 1952. Hulda Margrét Rútsdóttir 30 ára Andrea er uppalin í Danmörku en býr í Hafnarfirði. Hún er efna- fræðingur hjá Alvotech. Maki: Ingvar Kári Þor- leifsson, f. 1983, verk- fræðingur og vaktmaður hjá Landsneti. Dóttir: Rósa Kristín, f. 2014. Foreldrar: Þórhallur Geir Arngrímsson, f. 1962, rek- ur Safarí hesta, og Kristín Gunnarsdóttir, f. 1959, vinnur hjá Thorship. Andrea Þórhallsdóttir 30 ára Arnar er frá Sauð- árkróki en býr í Reykjavík. Hann er ráðgjafi í tölvu- öryggismálum hjá Ný- herja. Bróðir: Sigurður Gunnar, f. 1977. Foreldrar: Gunnar Gunn- arsson, f. 1961, húsvörður hjá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, og Steinunn Helga Sigurðar- dóttir, f. 1961, vinnur í af- greiðslu hjá Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra. Arnar Snær Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.