Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2015, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2015, Side 12
Helgarblað 10.–13. júlí 201512 Fréttir Erlent JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Þeir sem eiga enga að L ík karlmanns á áttræðis- aldri fannst í íbúð hans í Jap- an mánuði eftir að hann lést. Ættingjar hans höfðu ekki vitj- að hans svo mánuðum skipti og eina ástæðan fyrir því að hann fannst var sú að nágranni hans kvart- aði undan lyktarmengun. Þegar far- ið var að huga að manninum fannst hann látinn. Fjölgun eldri borgara er mikil í Japan og helst það í hendur viið að margir einangrast og deyja án þess að aðstandendur þeirra, eða aðrir, taki eftir fráfalli þeirra. Velferðarkerf- ið, sem er af skornum skammti, nær að auki ekki utan um eftirfylgni eða eftirlit með fólkinu. Þegar búa um fimm milljónir eldri borgara einir og er búist við því að fjöldi þeirra sem deyja, einir og yfirgefnir, margfaldist. Fyrir vikið hafa verið stofnuð hreingerningateymi sem fara heim til fólksins, hreinsa út úr íbúðum sem eru í misgóðu ástandi. Ljós- myndarar Reuters slógust í för með einu slíku teymi og mynduðu að- gerðir þeirra og heimili fólksins. Þeir fara yfir íbúðina af virðingu, biðja fyrir þeim látna og reyna að tryggja að jarðneskar leifar hans og eigur séu í öruggum höndum. n Hreinsitæknar fara yfir „íbúðir dauðans og einmanaleika“ Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Heimsókn Ræstingamaðurinn Hirotsugu Masuda fer með bæn áður en hann gengur inn á heimili 85 ára manns sem lést í mars síðastliðn- um. Hann hafði verið látinn í mánuð þegar hugað var að honum. Heimilið var fullt af rusli og mætti starfsfólki hreinsiteymisins stæk lykt þegar þangað var komið. Íbúðirnar eru kallaðar „íbúðir dauðans og einmanaleika,“ og fer mikil vinna í að hreinsa þær. Blóm skilin eftir Hirotsugu Masuda og vinnufélagar hafa tæmt íbúðina að mestu leyti. Hér fer Masuda aftur með bæn, kveikir á reykelsi og kemur fyrir blóm- um. Það er lokaathöfnin við íbúðina sem verður síðan sett aftur í útleigu eða seld. Annríki Það er mikið starf sem bíður hreinsiteymisins. Sprengja Lyktarsprengju með skordýraeitri er komið fyrir í íbúðinni til að drepa flugur og aðra óværu. Skelfileg aðkoma Íbúðin var í mikilli niðurníðslu. Vernda manninn Leigusalinn og eigandi íbúðarinnar fer yfir persónuleg gögn mannsins til að tryggja að óprúttnir aðilar komist ekki yfir þau og bankareikninga, eigur hans eða reyni að þykjast vera hann. Þá er reynt að finna upplýsingar um nána ættingja til að upplýsa þá um fráfall mannsins. Flugnanet Flugurnar hafa komið sér vel fyrir á glugga íbúðarinnar. Allt virðist hafa brugðist í nánasta umhverfi mannsins sem lést. Fjölskylda hans heimsótti hann ekki, nágrann- ar huguðu ekki að honum né aðrir vinir eða ættingjar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.