Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2015, Side 6
Vikublað 15. desember 20156 Fréttir
Verið velkomin!
20%
AFSLÁTTUR
af
kæli- og frystiskápum
Þóra Kristín
ráðin fréttastjóri
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, frétta-
kona, er hætt að starfa á Stöð 2 og
er að hefja störf sem fréttastjóri
á Fréttatím-
anum. Miklar
breytingar hafa
orðið á Frétta-
tímanum að
undanförnu,
en nýir eigend-
ur tóku við
honum í síð-
asta mánuði.
Þá hafa þau Þóra Tómasdóttir
og Gunnar Smári Egilsson verið
ráðin sem ritstjórar auk þess sem
Gunnar Smári er útgefandi.
„Breytingar eru alltaf
hressandi,“ segir Þóra í færslu á
Facebook.
Píratar stærstir
Flokkur Pírata er stærsti stjórn-
málaflokkur landsins samkvæmt
nýrri könnun MMR. Þetta er því
níundi mánuðurinn í röð þar sem
flokkurinn mælist stærsti flokkur
landsins. Sam-
kvæmt niður-
stöðunni eykst
stuðningur við
ríkisstjórnina
lítillega frá síð-
ustu könnun.
Könnun var
lögð fram á tímabilinu 1. til 7. des-
ember. Samkvæmt niðurstöðunni
segjast flestir styðja Pírata eða 35,5
prósent. Það er nánast sama fylgi
og flokkurinn mældist með í síð-
asta mánuði, sem var þá 35,3 pró-
sent.
Sjálfstæðisflokkurinn er næst-
stærsti flokkur landsins, sam-
kvæmt könnuninni, og mælist fylgi
hans 22,9 prósent en fylgi flokksins
var 23,7 prósent í síðustu könnun
MMR.
Fylgi Framsóknarflokksins
jókst um tvö prósent á milli
kannana. Fór úr 10,8 prósentum í
12, 9, sem er marktæk aukning að
mati MMR.
Fylgi annarra flokka lækkaði
lítillega á milli kannana. Vinstri
grænir mælast nú með 9,4 pró-
sent, Samfylkingin 9,4 prósent og
Björt framtíð er með 4,6 prósent
fylgi samkvæmt könnuninni.
Á yfir hundrað millj-
arða af aflandskrónum
n Helmingur stabbans í eigu Discovery Capital n Útboðið næst ekki fyrir mars
A
ðeins fimm fjárfestinga-
sjóðir eru eigendur að nán-
ast öllum aflandskrónum
í eigu eða vörslu erlendra
fjármálafyrirtækja að fjár-
hæð um 230 milljarðar króna. Þannig
er bandaríski vogunarsjóðurinn
Discovery Capital Management, sem
er samtals með um 12,5 milljarða
Bandaríkjadala í stýringu, jafnvirði
um 1.600 milljarðar króna, eigandi að
um helmingi allra slíkra aflandskróna,
samkvæmt heimildum DV. Keypti
sjóðurinn stóran hluta af krónueign-
um sínum á aflandsgenginu um 250
krónur gagnvart evru. Sá sem stýrir
fjárfestingum sjóðsins í aflandskrón-
um er Charly Cui, einn af helstu
stjórnendum Discovery Capital.
Þar á eftir koma vogunarsjóðurinn
Autonomy Capital – í gegnum sjóð-
inn Autonomy Iceland Opportunity
Fund – og sjóðastýringarfyrirtæk-
ið Loomis Sayles, sem DV hefur áður
sagt frá, en samanlagt eiga þessi fé-
lög um 30–40% allra aflandskróna. Þá
eru slíkar skammtímakrónueignir –
skuldabréf með ríkisábyrgð og innlán
í krónum í eigu eða vörslu erlendra
fjármálafyrirtækja – sem nema um
10–20% af aflandskrónustabbanum í
höndum sjóðastýringarfyrirtækisins
Eaton Vance, sem er staðsett í Boston
í Bandaríkjunum, og vogunarsjóðs-
ins Southpaw Asset Management, en
sá sjóður er einnig í hópi stórra kröf-
uhafa slitabúa föllnu bankanna.
Eignarhald á þessum krónueign-
um er því orðið mjög samþjappað en
eigendum þeirra er heimilt að selja
aflandskrónur sínar öðrum erlend-
um aðilum þrátt fyrir fjármagnshöft.
Engar opinberar upplýsingar hafa leg-
ið fyrir um eigendur aflandskróna og
það var ekki fyrr en á síðasta ári sem
ráðgjöfum stjórnvalda í haftamálum
tókst að afla sér upplýsinga sem gaf
þeim yfir sýn um hverjir væru stórtæk-
astir í þeim hópi.
Með stuðningi AGS
Væntingar þeirra aðila sem fara fyrir
fjárfestingum þessara sjóða á Íslandi
um þau afföll sem þeir munu þurfa að
taka á sig í fyrirhuguðu útboði Seðla-
banka Íslands hefur tekið miklum
breytingum síðustu mánuði og miss-
eri samtímis bættri stöðu þjóðarbús-
ins og miklum gjaldeyris kaupum
Seðlabankans. Eins og greint var frá í
DV þann 6. nóvember síðastliðinn þá
meta sumir sjóðirnir stöðina þannig
að þeir geti ekki sætt sig við meira en
10% afskriftir á krónueignir sínar en í
samtölum við fulltrúa stjórnvalda fyrr
á þessu ári nefndu þeir töluna 20%.
Samkvæmt heimildum DV eru þess
jafnvel dæmi að einhverjir sjóðanna
telji ótækt að þeir þurfi að taka á sig
niðurskrift yfir höfuð og vísa þá meðal
annars til þess, fyrir utan sterka gjald-
eyrisstöðu þjóðarbúsins, að um sé að
ræða skuldbindingar á íslenska ríkið.
Ljóst er hins vegar að íslensk
stjórnvöld líta málið öðrum aug-
um. Þær tillögur sem voru kynnt-
ar í júní um hvernig eigi að leysa
aflandskrónuvandann – fjölvalsútboð
þar sem aflandskrónueigendur geta
valið á milli ólíkra valkosta – hafa verið
bornar undir Alþjóðagjaldeyrissjóð-
inn. Hefur sjóðurinn ekki séð neina
ástæðu til að gera athugasemdir við
aðferðafræði stjórnvalda heldur þvert
á móti hrósað þeirri leið sem á að fara
við að leysa vandann. Horft hefur ver-
ið til þess að eigendur aflandskróna
þurfi að taka á sig 30–40% afföll þegar
þeim mun meðal annars bjóðast að
skipta þeim yfir í erlendan gjaldeyri
og losna þannig undan höftum.
Forsenda losunar hafta
á Íslendinga
Upphaflega var gert ráð fyrir því
þegar heildstæð áætlun stjórnvalda
um afnám hafta var kynnt í byrj-
un sumars að gjaldeyrisútboð fyrir
aflandskrónueigendur færi fram í
október. Fljótlega varð hins vegar ljóst
að sú tímasetning myndi ekki stand-
ast. Í október síðastliðnum sögðu Már
Guðmundsson seðlabankastjóri og
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
að þeir væntu þess að útboðið myndi
þess í stað fara fram í janúar. Engar lík-
ur eru núna á því að það muni takast.
Gera þarf breytingar á lögum í tengsl-
um við útboðið og þá telur Seðlabank-
inn að það þurfi minnst sex vikur að
líða frá tilkynningu um dagsetningu
útboðs og útboðsskilmála þar til það
getur farið fram. Ólíklegt verður því
að teljast með hliðsjón af þessu að út-
boðið geti farið fram fyrr en í mars-
mánuði á næsta ári. Ekki verður hægt
að stíga skref varðandi losun hafta
á íslensk heimili og fyrirtæki fyrr en
búið verður að leysa aflandskrónu-
vandann með útboði.
Fyrir utan þá 230 milljarða króna
sem eru í eigu eða vörslu erlendra
fjármálafyrirtækja þá samanstend-
ur aflandskrónustabbinn einnig af
um 60 milljörðum króna sem aðrir
erlendir aðilar eiga í ríkisverðbréf-
um og innlánum í íslenskum fjár-
málastofnunum. Í aflandskrónuút-
boðinu stendur til að halda annars
vegar gjaldeyrisuppboð þar sem
aflandskrónueigendur myndu greiða
„verulegt álag“ fyrir útgöngu úr höft-
um. Hins vegar útgáfu ríkisskulda-
bréfs í krónum til 20 ára sem sam-
ræmist greiðslujöfnuði þjóðarbúsins
og útgöngugjaldi fyrstu 7 árin eða
skuldabréfi til meðallangs tíma í evr-
um. Þeir aflandskrónueigendur sem
fallast ekki á þessi skilyrði stjórnvalda
myndu enda með krónueignir sínar
á læstum reikningum til langs tíma á
engum vöxtum. n
Tafir kunna að reynast dýrkeyptar
Vinna við framkvæmd útboðs fyrir
aflandskrónueigendur hefur
verið á borði Seðlabankans
frá því í apríl á þessu ári
þegar bankinn fór fram á
að taka það yfir af fram-
kvæmdahópi stjórnvalda
um losun hafta. Innan
Seðlabankans er star-
fræktur sérstakur hópur
sem á að vinna að málinu í
samstarfi við Paul Klemperer,
prófessor við Oxford-háskóla og
einn fremsta sérfræðing heims í
hönnun útboða, og breska hag-
rannsóknarfyrirtækið Dot.Econ.
Þeir sem skipa hópinn eru meðal annars
þeir Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri
markaðsviðskipta og fjárstýringar og
formaður hópsins, Freyr Hermannsson,
forstöðumaður sama sviðs, Björgvin
Sighvatsson, forstöðumaður Lánamála
ríkisins, og Þorgeir Eyjólfsson, verkefnis-
stjóri í Seðlabankanum.
Þær tafir sem hafa orðið á
útboðinu, að sögn þeirra sem
þekkja vel til málsins og
hafa átt í samskiptum við
aflandskrónueigendur,
kunna að reynast dýr-
keyptar fyrir þjóðarbúið.
Vegna ört batnandi
stöðu þjóðarbúsins –
Seðlabankinn hefur styrkt
óskuldsettan forða sinn
um meira en 150 milljarða frá
því í júní – eru stærstu eigendur
aflandskróna sagðir tregari í taumi
en áður að selja krónueignir sínar
í skiptum fyrir evrur á gengi sem
væri umtalsvert lægra en hið skráða
gengi Seðlabankans. Slík niðurstaða
gæti þýtt að Seðlabankinn þyrfti að selja
meira úr forðanum en ella samhliða því
að aflandskrónueigendur bjóða í gjaldeyri
í skiptum fyrir krónur eða þeir kjósi í ríkara
mæli að festa fé sitt hér á landi með því
að taka við skuldabréfi til langs tíma.
Hörður Ægisson
hordur@dv.is
Aflandskrónuútboð Ekki
verður hægt að hefja losun hafta
á heimili og fyrirtæki fyrr en búið
verður að halda fyrirhugað uppboð
á 300 milljarða aflandskrónu-
stabbanum. Mynd SiGtryGGur Ari
Vogunarsjóðsstjóri Milljarða-
mæringurinn Robert Citrone stofnaði
vogunarsjóðinn Discovery Capital árið
1999 en sjóðurinn er með eignir upp á
um 1.600 milljarða í stýringu.
Sturla
Pálsson