Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2015, Síða 8
8 Fréttir Vikublað 15. desember 2015
Stærstu bílaleigurnar veltu
þremur milljörðum meira
n Tekjur Bílaleigu Akureyrar gætu hækkað um milljarð 2015 n „Enginn dans á rósum“ n Áttu 5.900 bíla
T
vær stærstu bílaleigur lands
ins veltu alls rúmum 7,1
milljarði króna í fyrra en það
ár voru samanlagðar árstekj
ur þeirra þremur milljörðum,
eða 71%, hærri en árið 2010. Tekjur
Bílaleigu Akureyrar, stærstu bílaleigu
landsins, voru um tveimur milljörð
um hærri í fyrra en 2010 eða síðast
þegar erlendum ferðamönnum sem
heimsóttu Ísland fækkaði miðað við
árið á undan. Veltan jókst enn frekar á
þessu ári og í tilviki Bílaleigu Akureyr
ar stefnir í 19% aukningu eða árstekj
ur upp á rétt tæpa 5,7 milljarða króna.
Bílunum fjölgar
Bílaleiga Akureyrar (Höldur ehf.) er
stærsta fyrirtækið á íslenska bíla
leigumarkaðnum með 3.900 öku
tæki yfir háannatímann. Í sum
ar sem leið fjölgaði bílum í flota
fyrir tækisins um 10% miðað við
sama tíma 2014. Árstekjur fyrir
tækisins, sem rekur meðal annars
starfsemi á Akureyri, Reykjavík og
á Keflavíkurflugvelli, í fyrra voru
4,8 milljarðar og jukust þá um 683
milljónir milli ára. Árið 2010 nam
veltan 2,2 milljörðum sem þýðir að
hún hafði rúmlega tvöfaldast fjór
um árum síðar. Fyrirtækið átti í árs
lok 2014 eignir sem voru metnar á
rétt tæpa níu milljarða en skuldaði
þá 8,8 milljarða. Árið 2010 námu
eignirnar 4,4 milljörðum en skuld
irnar 5,2 milljörðum. Hagnaður
fyrir tækisins í fyrra var 252 millj
ónir samanborið við 239 milljónir
árið á undan.
„Velta félagsins í heild hefur
aukist um tæp 19% á árinu, en
kostnaður hefur hækkað um rúm
24% þannig að afkoman hefur
heldur versnað á þessu ári,“ segir
Steingrímur Birgisson, fram
kvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar,
í samtali við DV. Steingrímur tengir
aukinn rekstrarkostnað við geng
isstyrkingu krónunnar gagnvart
evru, kjarasamninga sem voru
undirritaðir í vor og vaxtahækkanir.
„Einnig höfum við byggt upp og
styrkt innviðina hjá okkur og slíkt
kostar alltaf töluverða fjármuni.
Ég er samt bjartsýnn á að árið 2015
verði rekið með sambærilegum
hagnaði og 2014 þar sem haustið
hefur verið óvenju gott, en það
er engin launung að það þarf að
hlaupa hraðar á eftir hverri krónu.“
Veltan næstum tvöfaldast
ALP hf. á næststærsta bílaleiguflota
landsins og er tekjuhæsta fyrir
tækið á eftir Bílaleigu Akureyrar.
Félagið rekur Avis og Budget sem
eru með yfir tvö þúsund ökutæki
í útleigu. Dótturfélögin tvö reka
fjölda leigustöðva um allt land og
veltu samtals 2,4 milljörðum í fyrra.
Samanlagðar árstekjur þeirra voru
1,3 milljarðar árið 2010.
Eignir ALP voru metnar á 3,8
milljarða í árslok 2014 samanbor
ið við rétt rúma tvo milljarða í lok
árs 2010. ALP skuldaði 3,3 milljarða
í fyrra en 1,8 milljarða árið 2010.
Félagið var rekið með 122 milljóna
hagnaði á síðasta ári en jákvæðri
afkomu upp á 868 milljónir fjór
um árum áður. Afkomuna það ár
er þó ekki hægt að rekja til aukins
hagnaðar af rekstrinum heldur fór
fyrir tækið þá í gegnum fjárhagslega
endurskipulagningu.
Hættuleg þróun
Bílaleiga Akureyrar og dótturfélög
ALP áttu síðasta sumar alls um
42% íslenska bílaleiguflotans eða
um 5.900 ökutæki. Til marks um
þróunina síðustu ár áttu fyrirtækin
fleiri bíla í fyrra en sem nemur
heildarflota ársins 2006 en hann
taldi 4.756 ökutæki. Samkvæmt
skýrslu sem greiningardeild Ís
landsbanka birti um ferðaþjón
ustuna í mars síðastliðnum voru
12.179 bílaleigubílar skráðir hér á
landi árið 2014. Greiningardeildin
spáði þá að fjöldinn næði fjórtán
þúsund yfir háannatímann í ár. Alls
var 151 bílaleiga með starfsleyfi í
fyrra miðað við 51 árið 2003.
„Þróunin á bílaleigumarkaðn
um er að mér finnst að rétta sig
aðeins af eftir algjöra sprengingu
í fjölgun fyrirtækja þar sem ansi
margir aðilar komu inn á markað
inn eftir hrun með mjög gamla bíla
í boði og gæði þjónustunnar voru
mjög misjöfn. Slíkt er mjög hættu
legt fyrir orðspor íslenskrar ferða
þjónustu og byggir ekki upp þann
markað sem ég í það minnsta tel
að við þurfum að halda í heiðri á
Íslandi, sem snýr að því að hér sé
boðið upp á gæðavöru og þjónustu
á sanngjörnu verði þannig að allir
geti vel við unað,“ segir Steingrímur
og heldur áfram:
„Undanfarið hafa þessar
svokölluðu druslubílaleigur held
ur farið halloka og maður sér að
það er verið að bjóða leigur til sölu,
bæði þær sem og aðrar sem bjóða
nýja eða nýlega bíla, og mér sýnist
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
400 sinnum
til tunglsins
Í skýrslu greiningardeildar Íslandsbanka
er bent á að bílaleiguflotinn keyrði
samtals 305 milljónir kílómetra í fyrra
ef miðað er við að bílarnir séu keyrðir að
meðaltali 25 þúsund kílómetra á einu
ári. Það jafngildir 230 þúsund ferðum í
kringum kringum Ísland, 7.600 sinnum
umhverfis jörðina eða 400 sinnum fram
og til baka til tunglsins.
Framkvæmdastjórinn Steingrímur
Birgisson segir stefna í 19% aukningu í veltu
Bílaleigu Akureyrar.
„Undanfarið hafa
þessar svokölluðu
druslubílaleigur heldur
farið halloka.
Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó og Krónunni
Pakkaðu
nestinu
• Klippir plastfilmur
• 35% sparnaður
• Ódýrari áfyllingar
• Má setja í uppþvottavél
• Afar auðvelt í notkun
Engar flækjur ekkert vesen
með