Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2015, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2015, Blaðsíða 9
Fréttir 9Vikublað 15. desember 2015 Göldrótt súpa og gómsætur humar Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550 info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is H E I L S U R Ú M A R G H !!! 2 51 11 5 Stærð: 90x200cm Verð: 83.709 kr.- Tilboð: 66.967 kr. Stærð: 120x200cm Verð: 98.036 kr. Tilboð: 78.429 kr. Stærð: 153x200cm Verð: 124.620 kr. Tilboð: 99.696 kr. ROYAL CORINNA ÞAÐ LÍÐUR AÐ JÓLUM Þægileg millistíf dýna með fimm-svæðaskiptu poka-gorma kerfi og góðann mjúkan topp ásamt hörðum PU-leðurklæddum botni á stál löppum Stærsti eigandinn skráður á MöltuStærstu bílaleigurnar veltu þremur milljörðum meira n Tekjur Bílaleigu Akureyrar gætu hækkað um milljarð 2015 n „Enginn dans á rósum“ n Áttu 5.900 bíla E ignarhaldsfélagið Langisjór hagnaðist um 624 milljónir króna á síðasta ári samkvæmt nýbirtum ársreikningi. Fé­ lagið á og rekur nokkur fyrirtæki í matvælavinnslu, þar á meðal kjúklingaframleiðandann Matfugl og Salathúsið, og var rekið með jákvæðri afkomu upp á 813 milljónir árið 2013. Eignir Langasjávar voru metnar á 6,9 milljarða í árslok 2014 og juk­ ust þær um tæpa 700 milljónir milli ára. Félagið skuldaði þá 5,9 millj­ arða samanborið við rétt tæpa fimm milljarða í lok 2013. Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður félags­ ins, og þrjú systkini hans eiga alls 40% hlut í Langasjó. Hin 60% eru í eigu Coldrock Investments Limited sem er skráð á Möltu. Finnur Árnason, forstjóri Haga, vakti athygli á eignarhaldi Langa­ sjávar í aðsendri grein í Fréttablað­ inu á aðfangadag í fyrra. Í henni sagði Finnur að það hefði komið honum á óvart að félag skráð á Möltu væri eigandi eins stærsta kjúklingafram­ leiðanda landsins. „Getur verið að kerfið sem kostar íslenska neytend­ ur yfir 15 milljarða árlega sé til þess að vernda bændur í skattaskjólum,“ spurði Finnur og gagnrýndi skatt­ lagningu stjórnvalda á innflutt mat­ væli. Gunnar Þór svaraði Finni tæpum tveimur vikum síðar á sama vett­ vangi og gaf þar lítið fyrir gagnrýni forstjórans. Í grein Gunnars fullyrti hann að Ísland væri skattaskjól sök­ um þess hversu hagstætt það sé að eiga og reka eignarhaldsfélög hér á landi. Hann og systkini hans þrjú væru endanlegir eigendur Coldrock og að maltverska félagið hefði kom­ ið inn í hluthafahóp Langa sjávar þegar þau hafi nýtt fjármuni sem þau áttu erlendis til að auka eigið fé fyrirtækja sinna. n haraldur@dv.is Langisjór hagnaðist um 624 milljónir Árið sem allt breyttist Árið 2011 var almennt gott þegar kom að rekstri bílaleiga hér á landi. Þær höfðu þá farið í gegnum erfiðleikana sem ferðaþjónustan stóð frammi fyrir árið 2010 sem markaðist meðal annars af eldgosinu í Eyjafjallajökli og tilheyrandi óvissu og lamasessi í samgöngum. Það ár komu tæplega 489 þúsund erlendir ferðamenn hingað til lands en þeim fjölgaði í 566 þúsund, um 15,7%, árið 2011. Síðan þá hefur ferðaþjónustan séð um 20% aukningu í fjölda ferðamanna á ári hverju og í fyrra komu hingað 998 þúsund ferðamenn eða helmingi fleiri en fjórum árum áður. Bókanir hjá bílaleigum hafa aukist í takt við þá þróun og tekjur þeirra eru í dag ekki jafn árstíðabundnar og áður. n 2014: 997.556 n 2013: 807.349 n 2012: 672.773 n 2011: 565.611 n 2010: 488.622 Höldur hf. (Bílaleiga Akureyrar) n Heildarvelta: 4.775 milljónir n Rekstrarhagnaður (EBITDA): 801 milljón n Hagnaður: 252 milljónir ALP hf. (Avis og Budget) n Heildarvelta: 2.370 milljónir n Rekstrarhagnaður (EBITDA): 354 milljónir n Hagnaður: 122 milljónir Lykiltölur tveggja stærstu bílaleiganna árið 2014 Fjöldi ferðamanna Stærst Bílaleiga Akureyrar er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á landinu. að menn séu að átta sig á að það þarf virkilega að hafa fyrir hlutun­ um svo rekstur bílaleiga á Íslandi gangi upp en þetta er enginn dans á rósum frekar en flestur annar rekstur,“ segir Steingrímur. n Mörg fyrirtæki Alls var 151 bílaleiga með starfsleyfi í fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.