Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2015, Page 10
10 Fréttir Vikublað 15. desember 2015
Svindl meðal beStu Spilara heimS
n Ásakanir um svindl skekja bridge-samfélagið n „Við héldum einfaldlega að þeir væru miklu betri en við,“ segir besti bridge-spilari landsins
H
vert hneykslismálið á fætur
öðru hefur riðið yfir al-
þjóðlega bridge-samfélag-
ið undanfarin misseri. Tvö
pör sem samanstanda af
færustu spilurum heims eru grunuð
um svindl, þriðja parið frá Þýska-
landi steig fram og viðurkenndi
sök sína nýverið. Í aðdraganda
heimsmeistaramótsins, Bermúda-
skálarinnar, sem fram fór í Indlandi
nýlega, var síðan frægt pólskt par
sett í bann af óútskýrðum orsökum.
Um var að ræða pólsku spilarana
Cezary Balicki og Adam Zmudzinski
sem hafa lengi verið í allra fremstu
röð bridge-spilara. Þeir voru meðal
annars í pólska liðinu sem spilaði við
Ísland til úrslita um heimsmeistara-
titilinn árið 1991 þar sem íslenska
liðið vann frækinn og eftirminni-
legan sigur. Um er að ræða spilara
sem hafa helgað sig íþróttinni og
hafa hana að atvinnu sinni.
Norsk hetja steig fram
Málið komst á flug í byrjun ágúst
þegar Norðmaðurinn Boye Broge-
land, sem er í hópi bestu spilara
heims, steig fram og birti yfirlýs-
ingu þess efnis að hann og þrír með-
spilarar hans hefðu ákveðið að skila
sigur launum sínum í þremur sterku-
stu mótum heims útaf svindli liðsfé-
laga sinna. Um er að ræða Spingold-
mótið í Las Vegas í Bandaríkjunum í
júlí 2014, Reisingermótið í borginni
Providence í Rhode Island-ríki í nóv-
ember 2014 og loks Jac-by Swiss-
mótið í New Orleans í mars á þessu
ári. Á þessum mótum spila þrjú pör
saman í liði og vildi Brogeland meina
að hinir ísraelsku Lotan Fisher og
Ron Schwartz hefðu haft rangt við án
vitneskju liðsfélaga sinna.
Hvert svindlið á fætur öðru
Á bak við yfirlýsingu Brogeland og
félaga lá mikil rannsóknarvinna fjöl-
margra sjálfboðaliða á myndbönd-
um frá Evrópumótinu 2014 þar sem
meint svindlkerfi Ísraelanna uppgöt-
vaðist. Í kjölfarið komu fram upplýs-
ingar um ýmislegt sem benti til þess
að tveir af sterkustu bridge-spilur-
um heims, Ítalarnir Fulvio Fantoni
og Claudio Nunes, sem nýlega hófu
að spila fyrir Mónakó, hefðu einnig
gerst sekir um kerfisbundið svindl.
Fantoni og Nunes eru í tveimur efstu
sætum stigalista alþjóðlega bridge-
sambandsins og því er um að ræða
mikið áfall fyrir íþróttina. Til að bæta
gráu ofan á svart þá steig þýskt par
sjálfviljugt fram, þeir Alex Smirnov
og Josef Piekarek, og lýstu því yfir að
það hefði gerst sekt um ósiðferðilega
háttsemi í keppni.
Uppnám á HM
Afleiðingarnar voru þær að sterk
landslið þessara þjóða, Ísrael,
Mónakó og Þýskaland, ákváðu
að draga þátttöku sína til baka á
heimsmeistaramótinu í Indlandi í
ár og í stað þeirra fengu aðrar þjóðir
sætin. Rétt fyrir mótið var síðan til-
kynnt um að annað heimsfrægt
par, hinir pólsku Cezary Balicki og
Adam Zmudzinski, hefðu verið sett-
ir í tímabundið bann útaf grun um
svindl. Pólverjarnir hafa verið á toppi
bridge-íþróttarinnar í nokkra áratugi
en meðal annars skipuðu þeir lands-
lið Póllands sem spilaði til úrslita
gegn Íslandi á heimsmeistaramótinu
í Yokohama árið 1991. Þar unnu Ís-
lendingar frækinn sigur og komu
heim með Bermúdaskálina sjálfa,
eins og frægt varð.
Jón Baldursson í nefnd
sérfræðinga
Í liði Íslands var Jón Baldursson,
sterkasti bridge-spilari Íslands fyrr og
síðar, sem enn etur kappi á efstu stig-
um hugaríþróttarinnar. Jón er sleginn
yfir tíðindunum enda þekkir hann
vel til þessara spilara sem eru sak-
aðir um svindl og hefur spilað gegn
öllum pörunum nema Ísraelunum.
Einnig hefur hann verið í sveit með
Norðmanninum Boye Brogeland sem
vakti athygli á málinu. Jón nýtur mik-
illar virðingar í bridge-heiminum
en nýlega var hann skipaður í ellefu
manna nefnd sérfræðinga á vegum
evrópska bridge-sambandsins sem á
að leggja mat á gögn varðandi mögu-
leg svindlmál.
Mega aldrei spila saman aftur
„Eitt þýskt par hefur játað en hin þrjú
liggja undir grun. Að því er ég best
veit þá er frestur spilaranna til þess að
svara ásökununum liðinn og ég hef
ekki vitneskju um að nein svör hafi
borist,“ segir Jón. Að hans sögn er lík-
legt að pörin megi aldrei spila saman
á nýjan leik ef þau verða fundin sek
og einnig mun hver og einn spilari
að öllum líkindum fái keppnisbann
í einhvern tíma. Stutt er síðan hafist
var handa við að taka myndband af
helstu viðureignum í stærstu mótum
heims en slík gögn voru lykilatriði í
því að upp um meint svindl komst.
„Það er næsta víst að í framtíðinni
verða myndavélar á öllum stærstu
mótunum sem mun vonandi koma í
veg fyrir slíkt svindl,“ segir Jón.
Íslenska landsliðið hlunnfarið
Eins og áður hefur Jón oft spilað
gegn flestum pörunum sem liggja
undir grun, bæði fyrir Íslands hönd
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Jón Baldursson Hann segir að bestu
bridge-spilarar heims þekkist afar vel enda
taka stór mót iðulega um tvær vikur. Sam-
veran og samskiptin eru því mikil og því sé
um að ræða fullkomið trúnaðarbrot þegar í
ljós kemur að svo margir af bestu spilurum
heims hafi mögulega haft rangt við.
Alex Smirnov og Josef Piekarek Stigu
sjálfviljugir fram og viðurkenndu að þeir
hefðu haft rangt við. Með hvaða hætti hefur
ekki komið fram.
Cezary Balicki og Adam Zmudzinski
Hafa í áratugi verið í hópi sterkustu bridge-
spilara heims og voru meðal annars í
landsliði Póllands sem mætti Íslendingum á
heimsmeistaramótinu í Yokahama 1991.
Rafport ehf • Nýbýlavegur 14 • 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is
Fermax mynd-
dyrasíma kerfi
er bæði fáguð
og flott vara
á góðu verði
sem hentar
fyrir hvert
heimili. Hægt
að fá með eða
án myndavélar
og nokkur útlit
til að velja um.