Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2015, Blaðsíða 14
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
14 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Vikublað 15. desember 2015
Ég þoli ekki
bullshit
Það var mjög krúttlegt Ég fór langt fram úr
eigin væntingum
Ferskir vindar á loftslagsráðstefnu
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður vill hafa allt uppi á borðum. – DV Alda Dís Arnardóttir var mjög ánægð með framlag bróður síns á útgáfutónleikunum. – DVEygló Ósk Harðardóttir sundkona hefur náð frábærum árangri á síðustu stórmótum. – DV
H
enni er lokið, loftslagsráð
stefnunni í París, sem svo
miklar vonir voru bundn
ar við. Ljóst er að ráðstefnu
fólk er mjög ánægt með niðurstöð
una. Sú mikla ánægja helgast af því
að áður hefur þetta sama fólk vart
getað verið saman í herbergi þegar
þessi mál hefur borið á góma. Nú
tárfelldu menn í hrifningu sinni
yfir þeim tímamótasamningi sem
undirritaður var í höfuðborg Frakk
lands.
Og af hverju skyldi þetta mikla
táraflóð og tilfinningahiti stafa?
Miðað við fréttir af samningnum
er ekki mikið fast í hendi. Aðal
atriðið virðist vera að það tókst að
búa til plagg sem allir treystu sér til
að skrifa undir. Og þá er eðlilegt að
maður vilji fá að vita hvernig líf okk
ar breytist. Hvað förum við að gera
öðruvísi svo að heimurinn hætti að
fyllast af eiturgufum, pólarnir að
bráðna og eyjar að sökkva?
Jú, miðað við þennan samning
þá breytum við engu, ekki strax.
Sjáum til eitthvað fram eftir öldinni.
Samkomulagið á að taka gildi árið
2020. Tveimur árum áður, eða árið
2018, á að taka stöðuna á því hvern
ig þjóðir eru að standa sig. Ef mað
ur leyfir sér að vera gagnrýninn og
ekki uppnuminn af tilfinningahita
þá liggur fyrir að samið var um að
fresta málinu um nokkur ár.
Eitt af lykilatriðum samkomu
lagsins er að fyrir miðja öld verði
ríki búin að ná jafnvægi í losun og
því sem þau fanga í kolefnisgildrur,
en það ku vera nafn yfir skóglendi
og slíkt.
Án efa er þetta plagg gífurlega
mikilvægt fyrir mannkynið. En fyrst
þessi vandi er svona gríðarlegur og
fyrirsjáanlegt að hann muni tortíma
okkur, af hverju þá þessi mikli tilf
inningahiti og táraflóð yfir samningi
sem í besta falli er ávísun á að fresta
því að horfast í augu við vandann?
Öll þau lönd sem skrifuðu und
ir eiga það sameiginlegt að ríkis
stjórnir munu koma og fara áður en
2050 rennur upp. Hvernig verður
stemningin þá? Hvaða vindar munu
þá leika um þetta plagg frá París
2015? Það eitt er víst að þau verða
flest látin sem skrifuðu undir samn
inginn. En til að vera ekki neikvæð
ur, þá er það sjálfsagt svona sem al
þjóðastjórnmál virka.
Til hamingju með Parísarsamn
inginn! n
Skattur og sveitalubbar
Björk söngkona kallaði forsætis
ráðherra og fjármálaráðherra
sveitalubba í viðtali á sjón
varpsstöðinni Sky. Hún heldur
því fram að þeir vilji eyðileggja
hálendi Íslands. Einnig lýsti hún
því yfir að hún væri talsmaður
hins venjulega Íslendings.
Þetta fór ekki vel í alla. Sérstak
lega fór þetta illa í sjálfstæðis
þingmanninn Jón Gunnarsson.
Hann spyr á móti hvort Björk
borgi skatta á Íslandi. Það er
forvitnileg spurning í sjálfu sér í
ljósi þess hve oft Björk hefur sent
íslenskum stjórnmálamönnum
tóninn. Raunar bara þeim sem
ekki eru á vinstri vængnum.
Þóra Kristín og VG
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sem
um skeið rak veftímarit Vinstri
grænna – Smug
una – er hætt á
Stöð 2. Þetta til
kynnti hún á
Facebooksíðu
sinni í gær. Þóra,
sem er gamal
reyndur frétta
haukur og
fyrrverandi formaður Blaða
mannafélagsins, mun eflaust
skerpa fréttaáherslur blaðsins,
en athygli vekur að færri hafa
áhyggjur af tengslum hennar við
VG en margra annarra fjölmiðla
manna við önnur stjórnmálaöfl.
Er skipulagið í lagi...?
Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki
Brettarekkar
Gey
mslu
- og
dekk
jahi
llur
Mikil burðargeta
Einfalt í uppsetningu
KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00
Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík
Sími 53 53 600 - Fax 567 3609
MynD JoHAnn AGuSt HAnSEn
Kjarvalshús
Þ
egar ég sé í fréttum að Kjar
valshús er til sölu rifjast upp
fyrir mér minningar frá þeim
rúmlega tveimur árum þegar
ég umgekkst Kjarval daglega. Hinn
voldugi bústaður átti að vera gjöf
frá þjóðinni til að hýsa ódauðlegan
meistara í ellinni og verða hans
minnisvarði ásamt Kjarvalsstöðum.
Mikilmennið komst aldrei í hús
ið. Nú skilst mér að það hafi lent í
eigu ljúfrar listakonu sem hefur sagt
frá því í fréttum að Kjarval hafi týnt
lyklunum að húsinu og flúið í leigu
bíl. Það stenst varla. Vegna þess að
hann átti lyklana í vasanum og sýndi
þá oft með viðeigandi athugasemd
um um hyllendur.
Ég kom í húsið og eftir því sem
mér skildist og er enn í minningunni
voru þarna tvær íbúðir, önnur fyr
ir Kjarval og hin fyrir húsvörð. Þetta
var þjónustubústaður fyrir aldraðan
mann. Niðri var bátaskýli og þar fyr
ir framan bryggja og það átti að vera
hægt að draga snekkjuna inn í skýl
ið. Einnig var vinnustofa fyrir málara
sem var hættur að mála að gagni. Allt
var þetta fremur spaugilega íslenskt.
Kjarval fann það og ýkti með því að
draga fram lyklana, hrista þá og lofa
að enginn skyldi komast í húsið;
hann hefði lyklavöldin. Framkoman
var barnaleg en öðru fremur sár í fari
manns sem var að ganga í barndóm.
Hann tók heiðrinum eins og ver
ið væri að leika á hann eða jafnvel
hæðast að varnarlausum. Allt falskt
og tilgerðarlegt. Fólk kom til hans
með fleðulæti, bæði úr borgarstjórn
og einstaklingar á sviði lista. Á eft
ir tók Kjarval fram lyklana og hristi
þá trúðslega framan í mig. En það
runnu á hann tvær grímur. Hann fór
að leiða hugann að sjálfum sér og
fortíð sinni, að hann hafi ekki náð
vinsældum fyrr en hann fór að fíflast
og vekja athygli með undarlegheit
um sem voru ekki í eðli hans; það var
hljóðlátt og dapurt.
Kjarval komst tiltölulega seint inn
í sína eigin list þar sem hann fékk
fullan aðgang að sjálfum sér, reynd
ar í brotum. Nú vissi hann af þessu
þegar hann var að rissa fremur en
að mála, jafnt í teikningu sem í mál
verki. Hann skynjaði að við tilgerðar
legu upphefðina sem hann réð ekki
við, vitsmunalega séð, hætti hann
endanlega að vera málari og varð
rissari. Þessu fylgdi afturvirk kvöl
sem vaknaði aðallega í tengslum við
tímann þegar hann var ekkert í aug
um fólks og forráðamanna og reikaði
um með bróður sínum, sem sargaði
á fiðlu og konan hans söng, en sjálf
ur reyndi hann að selja viðstöddum
málverk sín á samkomum undir ber
um himni í Skerjafirðinum á vissum
hól. Uppátækið var ekki uppákoma,
ekkert listaslamm nútímans, held
ur þáttur í lífsbaráttu fyrir mat og list
þar sem kona söng, bróðir lék á fiðlu
og málari reyndi að selja eða málaði
út í loftið.
Nú hlóðst sorg, grimmd og
söknuður upp í Kjarval við virðingu
yfirvalda og þjóðar. Svipað því sem
einkennir íslenskt lundarfar sam
einaðist í honum það að vera leiði
tamur og uppvöðslusamur. Þetta er
ekki gild uppreisn heldur tvær hlið
ar á þverlyndi eða þrjósku sem get
ur á augabragði breyst í fylgispekt.
Svo það virðist ekki vera heil brú í
manni. Sem er rangt, þetta er vits
muna og tilfinningalegt ráðleysi
lítilmagnans, feluleikur hins frjálsa
en ófrjálsa. Öðru fremur ber þetta
vott um löngun og uppgjöf gagnvart
lönguninni og umhverfinu.
Íslenskt umhverfi er ekki upp
örvandi hvað viljann varðar. Kjarval
naut hvorki Kjarvalsstaða né Kjar
valshúss. Verk hans lentu hjá þeim
sem sölsuðu þau undir sig en ekki
fjölskyldu og ættmennum. Þannig
var Kjarval að lokum á vissan hátt
rændur sjálfum sér. n
Guðbergur Bergsson
rithöfundur
Kjallari
„Á eftir tók Kjarval
fram lyklana og
hristi þá trúðslega fram-
an í mig. En það runnu á
hann tvær grímur.
Leiðari
Eggert Skúlason
eggert@dv.is
„Miðað við fréttir
af samningnum er
ekki mikið fast í hendi.
táraflóð og tilfinningahiti Tíminn mun leiða í ljós hvort ástæða var til að tárfella við
lok loftslagsráðstefnunnar í París. MynD EPA