Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2015, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2015, Page 24
20 Menning Vikublað 15. desember 2015 Smáralind • Kringlunni • Reykjanesbæ • sími 511 2022 • www.dyrabaer.is hundafóður  80% kjöt  20% jurtir, grænmeti og ávextir  0% kornmeti Arkitektarnir sem hristu upp í listheiminum n Ung-arkitektahópurinn Assemble hlaut Turner-verðlaunin, virtustu nútímalistaverðlaun Bretlands Í síðustu viku hlaut arkitekta­ hópurinn Assemble frá London hin virtu bresku samtímalistar­ verðlaun Turner­verðlaunin. Assemble er skipaður átján arki­ tektum á aldrinum 26 til 29 ára, en hópurinn hóf að vinna saman árið 2010. Verðlaunin, sem eru nefnd eftir breska málaranum J.M.W. Turner, hafa verið veitt undanfarin 30 ár breskum sjónlistamanni yngri en fimmtugum. Þetta er í fyrsta skipti sem sigurvegarinn er ekki strangt til tekið „listamaður,“ og meðlimir hópsins eru jafnframt þeir yngstu sem hafa hlotið heiðurinn. Verðlaunaféð er 25 þúsund pund, eða tæpar fimm miljónir íslenskra króna. Grasrótarverkefni Assemble hlaut verðlaunin fyr­ ir grasrótarverkefni í hverfinu Granby Four Streets í Liverpool. Verkefnið fólst í að nýta arkitektúr og hönnun til enduruppbyggingar í hverfinu, sem er hluti af Toxteth­ svæðinu sem hafði verið vanrækt og yfirgefið í áraraðir, eða allt frá al­ ræmdum óeirðum í hverfinu árið 1981. Bæjar yfirvöld hafa meðvitað og vegna slæmra ákvarðana látið hverfi grotna niður og nú búa aðeins 70 einstaklingar á þessu 200 íbúða svæði. Íbúar í nágrenninu hafa hins vegar barist gegn því að hverfið verði jafnað við jörðu og hafa haldið því hreinlegu og líflegu. Assemble­hópurinn hjálpaði íbúum við að finna leiðir til að endurgera hverfið, nýta yfirgefin hús og tómar götur frekar en að rífa niður og byrja með hvítt blað. Mark­ miðið var að beita hönnun og arki­ tektúr til að blása lífi í svæðið og gera íbúum í Toxteth kleift að nýta rýmið betur, bæði sem almenningsrými og til atvinnutækifæra. „Við viljum nýta sérkenni þessara yfirgefnu bygginga þeim til framdráttar. Ef það vantar gólf, af hverju ekki bara að hafa tvö­ falda lofthæð? Við erum ekki bund­ in af hinni hefðbundnu kröfu um að hámarka fjárhagslegan gróða af fer­ metranum, að hugsa fyrst um hagn­ aðinn og síðan um fólk,“ segir Lewis Jones, einn meðlimur hópsins. Nú stefnir Assemble á að halda áfram með verkefnið, búa til vinnu­ stofu fyrir íbúa og vetrarskrúðgarð inni í nakinni skel yfirgefins húss. Dómararnir sögðu að hér væri „grasrótarnálgun á endur­ skipulagningu, borgarskipulag og ­þróun í andstöðu við uppvæðingu (e. gentrification) drifna áfram af gróðasjónarmiðum,“ og þó arki­ tektarnir kölluðu sig ekki listamenn væru þeir undir áhrifum frá list og hönnun jafnt sem arkitektúr. „Er þetta list?“ Turner­verðlaunin hafa oft verið framsækin í vali á verðlaunahöfum og gengið langt í að velja lista­ menn sem ögra hugmyndum fólks um hvað list sé. Nú hafa einhverjir hafa talað um dauða Turner­verð­ launanna og þrátt fyrir að almennir borgarar hafi oft velt fyrir sér mörk­ um listarinnar þegar verðlaunin eru tilnefnd eru það helst hlunnfarnir listamennirnir sem spyrja sig núna „getur þetta talist list?“ Meðlimir Assemble tala í raun ekki um verk sín sem listaverk: „Það skiptir okkur ekki máli hvernig við erum skilgreind: þetta er bara fræði­ leg umræða. Við höfum meiri áhuga á að gera góð verkefni, og stund­ um snýst það eingöngu um góðar pípulagnir,“ segir Maria Lisogarska­ ya, 28 ára meðlimur í hópnum í samtali við The Guardian. Einhverj­ ir sérfræðingar hafa talið að með því að verðlauna verkefni sem er sprottið úr grasrótinni og með fé­ lagslegar áherslur sé dómnefndin – og sérstaklega nýr formaður henn­ ar, Alex Farquharson, safnstjóri Tate Britain – að taka afstöðu gegn alvaldi markaðarins í listheiminum. n „Við viljum nýta sérkenni þessara yfirgefnu bygginga þeim til framdráttar. Lewis Jones Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Assemble Átján arkitektar á þrítugsaldri hristu óvart upp í listheiminum þegar þeir hlutu virtustu nútímalistaverðlaun Bretlands. Granby Four Streets Lystigarður í yfirgefnu húsi í hverfinu Granby Four Streets í Liverpool. Heimur á barmi heimsstyrjaldar F lugvél hernaðarstórveldis er skotin niður eftir að hafa rofið lofthelgi óvinveitts rík­ is. Heimurinn rambar á barmi styrjaldar og aðskilnaðarmúr er byggður til að hafa hemil á flótta­ mönnum. En markmiðið hér er reynd­ ar að halda þeim inni, enda erum við ekki stödd í hringiðu heimsmálanna í dag heldur á hápunkti kalda stríðsins. Margir kannast líklega við U­2 atvikið, þar sem bandarísk njósnaflug­ vél var skotin niður yfir Sovétríkjun­ um, enda oft verið um fjallað og ein­ hver hljómsveit nefndi sig í höfuðið á. Minna þekkt er mál Rudy Abel, rúss­ neska njósnarans sem var skipt á fyrir flugmanni U­2 Gary Powers. Það er því vel til fundið að taka fyrir þessi tvö mál sem tengjast mjög, og einnig tekst að koma að byggingu Berlínar­ múrsins og jafnvel gefa smá innsýn í hlutskipti Austur­Þjóðverja sem óviljugra bandamanna Rússa. Tom Hanks er eins og fæddur í hlutverk tryggingalögfræðingsins sem ver njósnarann, en Mark Rylance stel­ ur senunni sem Abel. Framvindan er frekar blátt áfram, Spielberg kann sitt fag og heldur athygli án þess að vera of mikið að sýnast. Við vitum jú hvern­ ig fer og því kannski ofsögum sagt að spennan sé í hámarki, en það kemur ekki að sök þegar svo vel tekst að fanga tíðarandann. Það er myndinni og til hróss að þó sjónarhóllinn sé bandarískur er sýnin margvíðari, það er líka taugaveiklun í Bandaríkjunum og maður fær að hafa samúð með bæði Austur­Þjóðverjum og njósnaranum Abel, sem í höndum minni leikstjóra hefði getað orðið dæmigerður vondur karl. Myndin er eins góð og búast má við af Spielberg á þessu stigi málsins, en hvorki betri né verri. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir Bridge of Spies IMDb 8,0 RottenTomatoes 91% Metacritic 81 Leikstjóri: Steven Spielberg Aðalhlutverk: Tom Hanks, Mark Rylance og Amy Ryan Handrit: Matt Charman, Joel og Ethan Coen 141 mínútur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.