Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2015, Page 26
22 Menning Vikublað 15. desember 2015
Afneitun og annarleg tilfinning
Auður Jónsdóttir rannsakar minnið og afneitunina í nýjustu skáldsögu sinni, Stóri skjálfti
S
tóri skjálfti, sjöunda stóra
skáldsaga Auðar Jónsdóttur,
hefur hlotið gríðarlega góðar
viðtökur. Bókin er ofarlega á
metsölulistum, hefur hlotið
lof gagnrýnenda og er tilnefnd til Ís-
lensku bókmenntaverðlaunanna.
Bókin hefst á því að aðalpersónan
Saga vaknar eftir stórt flog á Miklu-
brautinni, þriggja ára sonur hennar
er týndur og minnið í molum. Fljótt
kemur í ljós að hún á í sérstökum
erfiðleikum með að rifja upp slæm-
ar minningar. Þar sem hún þarf að
púsla saman minningabrotum til að
skilja hvað hefur komið fyrir hana og
hver hún er neyðist hún til að takast á
við minningar sem hún hefur forðast
og bælt í gegnum tíðina.
DV hitti Auði á rithöfundakvöldi
í Gunnarshúsi í nóvember og ræddi
við hana um Stóra skjálfta, afneitun-
ina, stjórnleysi og rithöfundarstarfið.
Annarleg tilfinning
Stóri skjálfti fjallar um flogaveiki og
þá ruglingslegu upplifun að vakna
upp úr flogi. Auður sjálf er floga-
veik og segist meðvitað hafa reynt að
miðla þessari upplifun til lesandans í
gegnum stílinn.
„Að vakna upp úr „grand mal“
flogi er svolítið eins og að endurfæð-
ast. Maður veit ekki einu sinni hvað
það er að „heita.“ Ég reyni að ná fram
þessari tilfinningu, þar sem sumt er
svo kunnuglegt en annað sem ætti
að vera kunnuglegt er manni óra-
fjarri. Maður er að reyna að stað-
setja sig. Þetta er kannski svolítið eins
og að vera í skrýtinni hassvímu eða
eitthvað. Maður veit eitthvað en veit
ekki hvernig maður getur orðað það.
Í fyrsta kaflanum er Saga að reyna
að muna hvernig hún segir „tveggja
hæða strætó“ en segir „strætó ofan á
strætó.“ Ég veit ekki hvernig það er að
vera með Alzheimer en ímynda mér
að það gæti verið svipað, þú þekkir
Ingu frænku þína sem var að leika við
þig 1939 en ekki barnabarnið þitt. Allt
verður svo absúrd. Það er svolítið eins
og að vera fljótandi í veruleikanum.
Markmiðið var að ná fram þessari
annarlegu tilfinningu,“ segir Auður.
Göngum langt í afneitun
„Það sem Saga á erfiðast með að
muna eru slæmu minningarnar og
fljótt vaknar spurningin hversu stór
hluti ástands hennar sé líffræðilegur
og hvað sé sálfræðilegt. Þegar öllu er á
botninn hvolft erum við nefnilega öll
með svo heppilega gloppótt minni.
Þegar maður eldist áttar maður sig á
því að maður man hluti sem maður
hélt að maður myndi ekki. Þetta
kemur svolítið inn á afneitunina, sem
mér finnst mjög merkilegt fyrirbæri,“
segir Auður.
„Fólkið í kjallaranum, Tryggðar-
pantur og Vetrarsól snúast allar
þrjá um mismunandi tegundir
af afneitun. Minnið er uppfullt af
stórum og litlum afneitunum og
hentisemi um hvernig við viljum sjá
hlutina. Ég fékk mjög reyndan sál-
fræðing til að lesa bókina yfir og
ég var alveg viss um að hún myndi
segja: „Nei, þú getur ekki farið svona
langt með þetta.“ En hún sagði bara
„já, já, svona er þetta hjá fólki með
áfallastreituröskun.“ Hugurinn er
svo absúrd og við erum bara öll með
okkar litla leikhús hvert í sínu horni,“
segir hún.
Ótti og hverfulleiki
Í bókinni stendur aðalpersónan
frammi fyrir stöðugri ógn, floginu sem
hún líkir bæði við árásarmann og
jarðskjálfta.
„Þessi bók er pæling um minnið
en líka vangavelta um hverfulleika
í lífinu, sem stendur kannski fólki
með flogaveiki mjög nærri. En þetta
er líka eitthvað sem maður upplifir
sterkt þegar maður verður foreldri.
Ég hafði ekki hugsað um flogaveikina
í mörg ár og haldið henni niðri með
lyfjum þangað til ég eignaðist son
minn. Þá fylltist ég þessum ótta. Þetta
er samt ekki bara bundið við floga-
veiki, ég held að allir foreldrar upp-
lifi þetta: „hvað ef ég fæ heilablóðfall
einn heima með barnið? Hvað gerist
ef ég keyri á með barnið í bílnum?““
segir Auður.
Hún segir móðurhlutverkið hafa
haft meiri áhrif á starf hennar sem
rithöfundur. „Eftir að maður eignast
barn líða fleiri ár milli bóka, maður
vinnur færri stundir á dag og missir
úr fleiri daga. Ég reyni alltaf að vinna
heima, en þetta starf er svo karlmiðað
– jafnvel orðið sjálft „rithöfundur“
stílar svo mikið inn á karl. Mér finnst
reyndar stundum eins og það sé karl-
hliðin í mér sem sé rithöfundurinn.
Þess vegna var mjög gott að verða
móðir og eignast svona kvenhlið líka.“
Þetta er svolítið skemmtileg and-
stæða við það sem Ragnar Kjartans-
son hefur talað um, að það þegar
hann skapi list sé hann kona.
„Já, við gætum bara farið á
ball saman, rithöfundurinn og
listagyðjan,“ segir Auður.
Fékk hugljómun á
verksmiðjutónleikum
Hvernig vinnur þú? Það hvernig frá-
sögninni vindur fram í þessari bók er
svolítið óvenjulegt og virkar úthugs-
að. Ertu búin að teikna upp atburða-
rásina áður en þú byrjar að hamra á
lyklaborðið?
„Nei, ég leyfði þessari sögu að
verða til í svolitlu flæði, að skrifa kafl-
ana tvist og bast og finna svo strúkt-
úrinn sem tengdi þá saman. Vegna
þess hversu afslöppuð ég var þá
leyfði ég til dæmis hlutum sem mig
dreymdi að koma inn í söguna. Hún
var unnin í svolitlu anarkíi. Meðan
ég var að skrifa mætti ég svo á tón-
leika með Víkingi Heiðari í gamalli
verksmiðju í Berlín. Þetta var hjá ein-
hverjum karli sem safnar flyglum og
minnti mig á Roman Polanski. Það
var alveg geggjað andrúmsloft og
var mjög sérstakur tónleikastaður.
Í miðju brjáluðu tónverki sá ég svo
endinn fyrir mér. Það var kannski
engin lógík í honum en ég hugsaði
bara: svona er hann. Þannig að ef ég
hefði ekki farið á þessa tónleika hefði
endirinn kannski orðið allt öðruvísi,“
segir Auður.
Skemmti sér ekki við skrifin
Síðasta bókin þín, Ósjálfrátt, var
byggð á þinni eigin ævi, en þessi er
algjörlega skálduð saga. Er einhver
munur fyrir þig tilfinningalega að
skrifa skáldskap og sögu byggða á eig-
in ævi?
„Það var skemmtilegra að skrifa
Ósjálfrátt. Það var svo mikið af
skemmtilegum gamansögum sem
ég rifjaði upp svo ég skemmti mér
mikið. En það var ekkert sérstaklega
gaman að skrifa þessa. Ég var ofsa-
lega fegin þegar ég var búin,“ segir
Auður og hlær.
„En það var reyndar mjög mikill
skáldskapur í Ósjálfrátt og í skáld-
sögum leynist oft meiri sannleikur
en sjálfsævisögulegu bókunum – þar
getur maður leyft sér að segja hluti
sem maður gerir ekki undir nafni.
Þannig að skilin þarna á milli eru oft
óljós,“ segir hún. n
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
„Mér finnst
stundum eins og
það sé karlhliðin í mér
sem sé rithöfundurinn.
Þess vegna var mjög gott
að verða móðir og eignast
svona kvenhlið líka.
Karlhliðin skrifar bækurnar
„Mér finnst stundum eins og það
sé karlhliðin í mér sem sé rithöf-
undurinn,“ segir Auður Jónsdóttir.
Mynd SiGtryGGur Ari
Í S L E N S K H Ö N N U N O G S M Í Ð I
LAUGAVEGI 61 KRINGLUNNI SMÁRALIND