Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2015, Síða 2
Vikublað 5.–6. ágúst 20152 Fréttir
Sársauki minnkar strax
• Kaldur gelsvampur & gel
• Lækkar hita í brunasárum um 6-7 °C
• Gelsvampur helst vel á, dettur ekki af
• Tea Tree & Lavender
- sótthreinsar, róar & deyfir
• Sterílar umbúðir
Virkar á sviða og sársauka af:
sólbruna - skordýrabiti
brenninettlum - húðflúrum
laser og núningsbruna
Fæst í apótekum.
Celsus ehf. www.celsus.is
AbsorBurn®
Kælir brunasár, hratt og lengi
Þjófnaður
á eldsneyti
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu fékk tilkynningu um þjófnað
á eldsneyti á bensínstöð í Norð-
lingaholti um hálf tíu leytið á
þriðjudagskvöld.
Í dagbók lögreglu kemur fram
að þegar lögregla hafði samband
við eiganda bifreiðarinnar hafi
hann sagt að bifreiðinni hefði
verið stolið þann 31. júlí. Hann
hefði hins vegar ekki haft tíma til
að tilkynna nytjastuldinn.
Lögregla fékk tilkynningu
nokkru síðar um þrjá unga
menn sem fóru inn í bifreiðar
við Höfðabakka. Mennirnir voru
farnir af vettvangi þegar lögregla
kom á svæðið en ekki liggur fyrir
hvort einhverju hafi verið stolið.
Aflaverð-
mæti dróst
saman
Verðmæti afla upp úr sjó nam 10
milljörðum króna í apríl. Er það
8,8 prósentum minna en í apríl
2014. Þetta kemur fram á vef
Hagstofunnar. Verðmæti þorsks
var mest, eða um 3,8 milljarðar
króna sem er 7,2 prósenta
samdráttur miðað við apríl í fyrra.
Verðmæti kolmunna var 35,7
prósentum minna en í sama
mánuði í fyrra.
Á tólf mánaða tímabili frá maí
2014 til apríl 2015 jókst aflaverð-
mæti um 7 prósent miðað við
sama tímabil ári áður. Verðmæti
uppsjávarafla jókst um 26,3 pró-
sent milli tímabilanna, og munar
þar mest um loðnu og kolmunna.
Einnig jókst verðmæti þorsks um
14,1 prósent.
Dóp, hrAðAkstur
og kynferðisbrot
n fimmtán líkamsárásir n 35 umferðaróhöpp n 60 ökumenn teknir undir áhrifum
f
imm meint kynferðisbrot voru
tilkynnt á landinu um verslun-
armannahelgina, þar af þrjú á
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Um eitt hundrað fíkniefnamál
komu upp, þar af um sjötíu í Eyjum.
Fimmtán líkamsárásir voru tilkynnt-
ar og um 60 ökumenn voru teknir
undir áhrifum áfengis- eða fíkniefna.
Að minnsta kosti 200 ökumenn voru
teknir fyrir of hraðan akstur og um-
ferðaróhöpp voru 35 talsins.
Þrjár leituðu til neyðarmóttöku
Þrjár ungar konur leituðu til neyðar-
móttöku kynferðisbrota á Landspítal-
anum í Fossvogi vegna kynferðisbrota
á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Eins
og kunnugt er ákvað lögreglan í Eyjum
að greina fjölmiðlum ekki frá því ef
kynferðisbrot yrðu framin á hátíðinni
en á þriðjudag kom fram í tilkynn-
ingu frá henni að tvö kynferðisbrot
hafi komið til rannsóknar lögreglu.
Fyrra málið kom inn á borð hennar
aðfaranótt sunnudags en hið meinta
brot átti sér stað í kringum miðnætti
kvöldið áður. Rannsókn er að mestu
lokið en óljóst er um málsatvik.
Handtekinn í Herjólfsdal
Seinna málið var tilkynnt lögreglu
á sunnudagskvöld en það á að hafa
átt sér stað eftir miðnætti aðfaranótt
sunnudags. Um tengda aðila er að
ræða og fékk konan viðeigandi að-
stoð og var flutt á neyðarmóttöku á
Landspítalann í Reykjavík. Vettvang-
ur var rannsakaður og sakborningur
handtekinn af lögreglu skömmu eftir
tilkynningu þar sem skipulögð leit að
honum fór fram í Herjólfsdal. Málið
telst upplýst og rannsókn er vel á veg
komin.
„Það er miður að upp hafi komið
kynferðisbrot en áhersla var á vönd-
uð og fagleg vinnubrögð við þeim þar
sem rannsóknarhagsmunir og hags-
munir brotaþola voru settir í forgang,“
segir í tilkynningunni.
„Miðað við fyrri hátíðir fór þjóðhá-
tíðin vel fram og er það mat lögreglu
að löggæsla hafi gengið vel á hátíð-
inni og gæsla hafi verið öflug.“
Um 15 þúsund manns sóttu Þjóð-
hátíð í Eyjum. Lögreglumenn á svæð-
inu voru 26 talsins og gæslumenn
voru eitt hundrað.
Um 70 fíkniefnamál
Fíkniefnamálin sem komu upp á
þjóðhátíðinni voru 72 talsins. Lang-
mest var tekið af amfetamíni og kóka-
íni og mun minna af kannabisefnum
en á öðrum hátíðum. Í að minnsta
kosti fimm þessara mála var um sölu
og dreifingu að ræða. Í stærsta málinu
var ein manneskja handtekin með á
fimmta tug gramma af amfetamíni og
kókaíni.
Þessi málafjöldi er sá mesti á þjóð-
hátíð og má, að sögn lögreglunnar, að
mestu rekja til þess hversu vel þess-
um málaflokki var sinnt. Lögreglan
var með sex lögreglumenn og þrjá
fíkniefnaleitarhunda að sinna þessu
eftirliti um helgina sem skilaði þess-
um árangri.
Skallaði konu í andlit
Engar alvarlegar líkamsárásir voru
kærðar til lögreglu en sex mál vegna
minni háttar líkamsárása eru til
rannsóknar án þess þó að hafa ver-
ið kærðar.
Einn gisti fangageymslu vegna
líkamsárásar þar sem hann skallaði
konu í andlit í Herjólfsdal. Lögreglu-
menn urðu vitni að árásinni og hand-
tóku þeir árásarmanninn og færðu
í fangageymslu. Skýrsla var tekin af
honum í gær. Konan hlaut minni
háttar áverka.
Fjögur umferðarlagabrot voru
kærð á hátíðinni en um var að ræða
tvo ökumenn sem voru grunaðir um
akstur undir áhrifum fíkniefna. Hin
brotin voru vegna réttindaleysis og
aksturs án öryggisbeltis.
Fjöldi handtekinn við
Landeyjahöfn
Alls voru bókuð 434 mál í dagbók lög-
reglunnar á Suðurnesjum í síðustu
viku og flest komu þau upp um síð-
ustu helgi. Mikill fjöldi var á tjald-
stæðum í Árnes- og Rangárþingi.
Einnig var mikill fjöldi fólks sem lagði
leið sína til Vestmannaeyja í gegnum
Landeyjahöfn og Bakkaflugvöll.
Fimmtán ökumenn voru teknir
ölvaðir eða undir áhrifum fíkniefna
á bílum sem voru að fara í eða koma
úr Landeyjahöfn í gær. „Þetta gerðist
þrátt fyrir að við buðum fólki að blása
í höfninni,“ segir Sveinn K. Rúnarsson
yfirlögregluþjónn. „Þetta er ívið meiri
fjöldi en verið hefur.“
74 teknir fyrir hraðakstur
Samanlagt voru rúmlega 1.000 öku-
menn stöðvaðir í umdæminu. Meðal
annars naut lögreglan aðstoðar þyrlu-
sveitar Landhelgisgæslunnar við eft-
irlitið. Alls voru 74 ökumenn teknir
fyrir of hraðan akstur, 21 ökumaður
vegna ölvunar við akstur og 11 vegna
gruns um að vera undir áhrifum fíkni-
efna. Einnig voru 13 ökumenn tekn-
ir með útrunnin ökuréttindi og 5 voru
sviptir ökuréttindum.
24 umferðaróhöpp voru tilkynnt
til lögreglunnar í síðustu viku, en
alvarleg meiðsli urðu ekki á fólki.
Eitt kynferðisbrot og sex
líkamsárásir
Í miðborg Reykjavíkur var frá aðfara-
nótt laugardags til mánudags tilkynnt
um eitt kynferðisbrot, sex líkams-
árásir og átta innbrot. Fjórtán fíkni-
efnabrot komu á borð lögreglu og
handtökur vegna ölvunar- og fíkni-
efnaaksturs voru ellefu talsins.
Innipúkinn gekk vel
Tónlistarhátíðin Innipúkinn var
haldin í Reykjavík. Að sögn Kristjáns
Ólafs Guðnasonar, aðstoðaryfirlög-
regluþjóns hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu, þurfti lögreglan ekki
að hafa nein sérstök afskipti af hátíð-
inni. „Helgin var nokkuð hefðbund-
in hjá okkur og tiltölulega róleg,“ seg-
ir hann.
82 umferðarlagabrot fyrir
norðan
Á Norðurlandi vestra voru 82 kærð-
ir fyrir umferðarlagabrot, þar af 81
vegna hraðaksturs. Samkvæmt lög-
reglunni á Blönduósi gekk umferðin
mjög vel fyrir sig um helgina og ekk-
ert óhapp varð í umdæminu.
Á Norðurlandi eystra voru þrjú
minni háttar fíkniefnamál, þar sem
bæði var um að ræða kannabisefni og
harðari efni. Að sögn lögreglunnar á
Akureyri voru nokkrir stöðvaðir fyrir
akstur undir áhrifum ávana- og fíkni-
efna í umdæminu. Engin líkamsárás
var kærð. Um 10–15 þúsund gestir
voru á Akureyri um verslunarmanna-
helgina og tengdust langflestir þeirra
landsmóti UMFÍ sem þar var haldið.
„Við þurftum lítið sem ekkert að hafa
afskipti af þeim hópi,“ segir varðstjóri.
Allt var sömuleiðis með kyrrum kjör-
um á síldarævintýrinu á Siglufirði.
Fjögur fíkniefnamál á Vesturlandi
Á Vesturlandi komu upp fjögur fíkni-
efnamál, öll tengd fíkniefnaakstri í
síðustu viku. Í einu tilvikinu reyndist
farþegi í bifreið vera með um 50
grömm af kannabisefnum og viður-
Freyr Bjarnason
freyr@dv.is
Þjóðhátíð í
Eyjum Um 15
þúsund manns
voru í Herjólfsdal
um helgina.