Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2015, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2015, Qupperneq 3
Vikublað 5.–6. ágúst 2015 Fréttir 3 kenndi hann að hafa ætlað að selja þau. Í öðru máli fundust ætluð am- fetamín og kannabisefni í bifreið þar sem ökumaður hafði verið tekinn fyrir fíkniefnaakstur. Um neysluskammta var að ræða. Þá fundust E-töflur í einni bifreið sem var stöðvuð. Við leit í annarri bifreið fundust um 3 grömm af ætluðu amfetamíni og kókaíni. Alls voru sex ökumenn teknir í umdæminu grunaðir um akstur und- ir áhrifum fíkniefna en á sama tíma var aðeins einn tekinn fyrir ölvun við akstur. Þriggja bíla árekstur í Borgarnesi Tíu umferðaróhöpp urðu á Vest- urlandi. Engin meiðsli urðu á fólki og flest voru óhöppin minni háttar. Útafakstur varð við Gilsfjarðarbrú þar sem engin meiðsli urðu á fólki, kerra datt aftan úr húsbíl á Akranesi og lenti á ljósastaur. Þriggja bíla árekstur varð við gangbraut og hraðahindr- un í Borgarnesi, án meiðsla. Fremsti bíllinn hafði stöðvað vegna bifreiðar sem var í vandræðum með að komast yfir hraðahindrun. Sá næsti stopp- aði líka en sá þriðji var annars hugar og bremsaði of seint og lenti aftan á miðjubílnum og kastaði honum á þann fremsta. Engin meiðsli urðu á fólki en nokkurt eignatjón varð. Að sögn lögreglunnar var mikil umferð í gegnum umdæmið og gekk hún vel fyrir sig. Þá var einnig margt um manninn í Borgarfirði, Dölum og á Snæfellsnesi, enda um 3.000 sumar- bústaðir á þessu svæði. Öll tjaldsvæði voru þétt setin. Kynferðisbrot á Vestfjörðum Lögreglunni á Vestfjörðum barst ein tilkynning um kynferðisbrot um helgina. Í þágu rannsóknarhagsmuna segist lögreglan ekki geta gefið nánari upplýsingar um málið að svo stöddu. Tilkynnt var um eina líkamsárás til lögreglunnar. Hún mun hafa átt sér stað á dansleik á Ísafirði aðfara- nótt 1. ágúst. Tók inn MDMA á Ísafirði Lögreglu- og sjúkraflutningamenn voru kallaðir að gistihúsi á Ísafirði að- faranótt sunnudags þar sem ungur ferðamaður var ósjálfbjarga og virt- ist mjög veikur. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði þar sem hann fékk aðhlynningu. Í ljós kom að hann hafði tekið inn fíkniefnið hættulega, MDMA. Tveir ökumenn voru kærðir í um- dæminu fyrir að aka undir áhrifum áfengis og sá þriðji fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Alls voru 46 ökumenn kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Einn ökumaður var tekinn í tvígang og samanlögð sekt hans nemur 65 þúsund krónum. Köstuðu fíkniefnum úr bílnum Um miðjan sunnudaginn stöðvuðu lögreglumenn ökumann fólksbif- reiðar á Ísafirði. Grunur hafði vakn- að um að hann væri ekki í ástandi til að aka. Sá grunur reyndist á rök- um reistur þegar ökumaðurinn lét í té þvagsýni. Í bifreiðinni fundust fíkni- efni og neysluáhöld. Eins höfðu far- þegar, sem voru fjórir ungir menn, kastað út úr bifreiðinni ætluðu am- fetamíni. Lögreglumenn sáu það ger- ast og var lagt hald á efnið sem og það sem fannst við leit í bifreiðinni. Öku- maður og farþegarnir fjórir voru allir handteknir en þeim sleppt lausum að yfirheyrslum loknum. Lögreglan á Vestfjörðum vann að fjórum öðrum fíkniefnamálum í liðinni viku. Húsleitir voru fram- kvæmdar í bifreiðum og í tveimur húsum. Lítilræði af fíkniefnum fund- ust við rannsókn þessara fimm mála, aðallega kannabisefni og amfetamín. Villtist í Jökulfjörðum Í fyrrakvöld barst jafnframt neyðar- kall frá ferðamanni sem var einsamall á ferð í Jökulfjörðum. Hann hafði villst í þoku og var kominn í vanda. Björg- unarsveitarmenn frá björgunarsveit- um í Bolungarvík, Hnífsdal og Ísafirði fóru til að aðstoða manninn og komu honum til byggða. Hann sakaði ekki. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð að Snæfjallaströnd seint á föstudeginum vegna gangandi veg- faranda sem hafði dottið og mjaðma- grindarbrotnað. Viðkomandi var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Þá var tilkynnt um fimm umferðaróhöpp í liðinni viku til lögreglunnar á Vest- fjörðum. Eitthvað var um meiðsli á fólki en enginn mun hafa slasast lífs- hættulega. Fjórir ökumenn voru jafnframt kærðir í liðinni viku fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar. Bílvelta fyrir austan Ein bílvelta varð fyrir austan þegar bíll sem var á leiðinni á Borgarfjörð eystri fór út af veginum. Engan sakaði. Há- tíðin Álfaborgarsjéns var haldin á Borgarfirði eystri og fór hún vel fram að sögn lögreglu. Um tíu manns voru teknir fyrir of hraðan akstur á milli Eg- ilsstaða og Mývatns. Hátíðin Neista- flug var haldin í Neskaupstað enn eitt árið og fór hún vel fram í alla staði. n Rafport ehf • Nýbýlavegur 14 • 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is Fermax mynd- dyrasíma kerfi er bæði fáguð og flott vara á góðu verði sem hentar fyrir hvert heimili. Hægt að fá með eða án myndavélar og nokkur útlit til að velja um. Project1_Layou t 1 24/11/2011 12:58 Page 1 Rauðarárstíg 33, 105 Reykjavík Fjarðargötu 19, 220 Hafnarfirði, sími 511-7000, www.innrammarinn.is Fjarðargötu 19, Hafnarfirði Velkomin á nýtt rammaverkstæði og verslun Úrval tilbúinna ramma og myndaalbúma Píratar langstærstir Fengju 35 prósent atkvæða P íratar er stærsta stjórnmálaafl landsins og fengju 35 prósenta fylgi ef gengið yrði til kosn- inga í dag. Þetta er samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR á fylgi stjórnmálaflokka sem birt var á þriðjudag. Í síðustu könnun MMR, sem lauk 30. júní síðastliðinn, mæld- ust Píratar með 33,2 prósenta fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn er næst- stærstur og mælist nú með 23,1 prósents fylgi, samanborið við 23,8 prósent í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokks mælist nú 12,2 prósent borið saman við 10,6 pró- sent í síðustu könnun. Vinstri græn- ir eru með svipað fylgi og Framsókn, mælast með 10,2 prósenta stuðn- ing miðað við 12 prósent í síðustu könnun. Samfylkingin mælist með 9,6 prósenta fylgi borið saman við 9,3 prósent í síðustu könnun. Þá er fylgi Bjartrar framtíðar nú 4,4 prósent borið saman við 5,6 prósent í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mæld- ist undir tveimur prósentum. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 33,2 prósent en mældist 30,4 prósent í síðustu mælingu. 956 einstaklingar svöruðu könnuninni sem framkvæmd var dagana 22. til 30. júlí síðastliðinn. n einar@dv.is Meðbyr Píratar fengu þrjá menn kjörna í síðustu kosningunum. Útlit er fyrir að sá fjöldi margfaldist í næstu kosningum. MynD Geirix DóP, hraðakstur og kynferðisbrot n fimmtán líkamsárásir n 35 umferðaróhöpp n 60 ökumenn teknir undir áhrifum Helgin í hnotskurn: n 200 voru teknir fyrir of hraðan akstur n 35 umferðaróhöpp voru tilkynnt n 100 fíkniefnamál komu upp n 60 voru teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna n 5 kynferðisbrot voru tilkynnt Ísafjörður Maður var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa tekið inn MDMA. Þyrla Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð að Snæfjallaströnd. Einnig aðstoðaði þyrlan við umferðareftirlit á Suðurlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.