Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2015, Síða 8
Vikublað 5.–6. ágúst 20158 Fréttir
Verið alltaf velkomin í Kolaportið!
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 11-17.
Næg bílastæði við
Kolaportið
Það liggja allar leiðir til okkar – veldu þína!
Kolaportið
er umkringt af
bílastæðahúsum.
Vesturgata · Mjóstræti
Fjöldi stæða 106
Ráðhúsið · Tjarnargata 11
Fjöldi stæða 130
Traðarkot · Hverfisgata 20
Fjöldi stæða 270
Kolaportið · Kalkofnsvegur 1
Fjöldi stæða 270
K
V
IK
A
Festust í miðri á
Björgunarsveitin Ísólfur á
Seyðisfirði var kölluð út á
þriðjudag vegna bíls sem var
fastur úti í miðri Austdalsá en í
bílnum voru tveir farþegar auk
bílstjóra. Mikið vatn var í ánni
og var því sveitin kölluð út með
hæsta forgangi. Björgunar-
menn brugðust skjótt við, fóru
á staðinn, og náðu þeir öllum
úr bílnum. Þremenningarn-
ir voru fluttir með sjúkrabíl á
sjúkrahús til skoðunar.
Kalt en
þurrt í júlí
Júlímánuður var kaldur víð-
ast hvar á landinu, sérstaklega
á norðaustan og austanverðu
landinu. Þetta kemur fram í
bráðabirgðayfirliti Veðurstofu Ís-
lands yfir tíðarfar í júlímánuði.
Þar segir að hiti hafi verið nærri
meðallagi Suðvestanlands og
óvenjuþurrt hafi verið um landið
norðvestanvert.
Meðalhiti í Reykjavík var 11,4
stig og er það 0,8 stigum fyrir ofan
meðallag áranna 1961 til 1990 en
0,9 stigum undir meðallagi síð-
ustu tíu ára. Á Akureyri var meðal-
hitinn 8,4 stig, 2,1 stigi undir með-
allagi áranna 1961 til 1990 en 3,1
stigi undir meðallagi síðustu tíu
ára. Þetta er kaldasti júlímánuður
á Akureyri síðan 1993.
Þá vakti athygli hversu þurrt
var á norðvestanverðu landinu.
Úrkoma í Stykkishólmi mæld-
ist ekki nema 5,1 mm. Er það að-
eins 12 prósent af meðallagi og
hið minnsta í júlí síðan 1939, litlu
meiri úrkoma mældist þó í júlí
1974. Í Reykjavík mældist úrkom-
an 34,2 mm og er það um tveir
þriðju hlutar meðalúrkomu. Á
Akureyri var úrkoman í meðal-
lagi, mældist 32,4 mm. Sólskins-
stundir voru fleiri en í meðalári í
Reykjavík.
„Nota lyf og
svelta sig“
a
llt bendir til þess að átrösk-
un hjá íþróttafólki sé
stærra vandamál en hjá al-
menningi,“ segir Hafrún
Kristjáns dóttir, sálfræðing-
ur og sviðsstjóri íþróttafræðisviðs við
Háskólann í Reykjavík.
Undanfarin misseri hefur Hafrún,
ásamt nemendum sínum, rannsak-
að átröskun meðal íþróttafólks á Ís-
landi en efnið hefur lítið verið rann-
sakað hér á landi.
Bjagaðar matarvenjur
„Íþróttamenn eru margir með bjag-
aðar matarvenjur, en þá er ég að
meina að þeir svelti sig, borði lítið,
æli, noti lyf sem hjálpa þeim að
brenna og annað. Þeir eru hins vegar
ekki endilega með greiningu um
að þeir séu með átröskun en þetta
eru tilfelli þar sem fólk er rétt undir
greiningarviðmiði.“
„Það hafa verið gerðar rannsóknir
á Íslandi, sú fyrri var gerð á 200 fim-
leikastelpum og í ljós kom að rúmlega
17 prósent þeirra voru með átröskun.
Rúmlega helmingur þeirra taldi sig
vera of feita en 90 prósent þeirra voru
undir meðalþyngd. Þetta er ákveðinn
skynjunarvandi,“ segir Hafrún.
Hún segir að orsök vandans sé
að einhverju leyti íþróttirnar sjálfar.
„Íþróttin er að einhverju leyti orsök
átröskunar. Fimleikar eru til dæm-
is þannig að þú þarft að vera léttur
til að geta gert æfingar, ert í þröng-
um fötum og svo framvegis. Kröfur
íþróttarinnar sjálfrar hafa því klár-
lega eitthvað að segja.“
Niðurstöður komu á óvart
Hafrún stóð ásamt nemanda sín-
um að seinni rannsókninni sem
gerð var hér á landi í tengslum við
átröskun árið 2013. Þá var ákveðið
að skoða fimleika-, ballett- og hand-
boltastelpur og hvort þær ættu við
átröskunarvanda á stríða.
Lagður var staðlaður listi fyrir
þátttakendur sem einnig er notað-
ur á Landspítalanum við greiningu
átröskunarsjúklinga.
„Handboltinn var tekinn með
sem samanburðarhópur því ég hélt
að ekki væri mikið um átröskun í
þeim hópi. Síðan lögðum við staðl-
aða listann fyrir þátttakendur rann-
sóknarinnar sem voru hátt í 100
talsins. Óhætt er að segja að niður-
stöðurnar hafi komið okkur í opna
skjöldu,“ segir Hafrún.
Átröskunarsjúklingar í meðferð
á Landspítalanum skora að jafnaði
3,13 stig en íslenskar háskólakonur
sem ekki glíma við átröskun skora
1,64 stig. „Íslenskar íþróttakonur
skoruðu hins vegar 2,56 stig og eru
því nær mörkum átröskunarsjúk-
linga en venjulegra háskólastúlkna.“
„Ég ákvað því að skoða hand-
boltastelpurnar, sérstaklega eftir
að niðurstöðurnar lágu fyrir, og sjá
hvort ástæðan fyrir svo háu skori
væri ekki vegna fimleika- og ball-
ettstelpna. Svo var ekki heldur voru
77 prósent handboltakvenna sem
skoruðu hærra en meðalskor ís-
lenskra háskólakvenna.“
Afreksíþróttafólk misbjóði
líkama sínum
Hafrún segir að það geti verið hættu-
legt fyrir líkamlegan þroska stúlkna
að borða ekki nægilega vel þegar
þær æfi mikið. „Erlendar rannsókn-
ir hafa líka sýnt að allt að 66 prósent
íþróttakvenna séu í tíðastoppi en
það eru einungis 2–5 prósent venju-
legra kvenna. Tíðastopp getur með-
al annars orsakast af því að konur
eru vannærðar.“
Aðspurð segir Hafrún að það geti
skotið skökku við að afreksíþrótta-
fólk sem jafnan er táknmynd hreyst-
is geti glímt við átröskunarvanda.
„Ég er mikill aðdáandi íþrótta og
talsmaður þess að fólk stundi íþrótt-
ir. Hins vegar er ég ekki viss um að
afreksíþróttir séu alltaf hollar. Fólk
misbýður oft líkama sínum og mik-
il áhersla er lögð á þyngd, útlit og
annað.“
Hafrún segir að til standi að
halda áfram rannsóknum á átrösk-
un íþróttafólks og í september næst-
komandi mun fara af stað ný rann-
sókn sem hún mun standa að ásamt
sálfræðingum og geðlækni í átrösk-
unarteymi Landspítalans, auk nem-
enda í Háskóla Reykjavíkur. n
n Hafrún Kristjánsdóttir rannsakar átraskanir meðal
íþróttakvenna n segir afreksíþróttir ekki alltaf hollar
Átröskun eftir
fitumælingu
„Ég byrjaði frekar ung að spá í matar-
æðið og sjálfsmyndin frekar brotin
þannig að þegar ég var komin upp í
meistaraflokk og við fórum í fitumæl-
ingu, og ég kom verr út en hinar, byrjaði
átröskunin fyrir alvöru,“ segir kona á
þrítugsaldri sem spilaði handbolta frá 12
til 23 ára aldurs.
„Ég var með lotugræðgi, tók átköst
og reyndi að lágmarka skaðann með
uppköstum og óhóflegum æfingum.
Fókusinn fór af því að bæta mig sem
leikmann yfir í að lækka fituprósentuna.
Það kaldhæðnislega var að geta mín í
handbolta minnkaði þar sem ég var oft
á tíðum orku- og einbeitingarlaus. Eftir á
að hyggja finnst mér fitumæling ótrúlega
kjánaleg mæling fyrir íþróttafólk. Hvers
vegna var ekki mælt hve gott þol ég hafði
eða hversu sterk ég var? Hverju á fitu-
mæling að skila manni þegar það skiptir
í raun engu máli hvort maður sé með 15
eða 25 prósent líkamsfitu svo lengi sem
maður er heilbrigður, borðar nóg og æfir
rétt til að ná árangri í íþróttinni?“
Birna Guðmundsdóttir
birna@dv.is
Hafrún Kristjánsdóttir
Rannsakar átröskun meðal
íþróttamanna ásamt nem-
endum sínum. myNd siGtryGGur Ari
„ Íþróttamenn
eru margir með
bjagaðar matarvenjur.