Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2015, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2015, Blaðsíða 12
Vikublað 5.–6. ágúst 201512 Fréttir Erlent Gyðingar undir þýskum fána n Makkabí-leikarnir sameina gyðinga n Þýskaland glímir við ímyndarvanda í Bandaríkjunum Þ að var mikið um dýrð- ir í Berlín þegar evrópsku Makkabí-leikarnir voru haldnir þar í vikunni, en eins og kunnugt er koma þá gyðingar alls staðar að úr heiminum til að keppa í hinum ýmsu íþróttum. Leikarnir eru haldnir á fjögurra ára fresti, en í þetta sinn var um sögu- lega stund að ræða. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir eru haldnir í Þýska- landi síðan fyrir stríð og jafnframt var 50 ára stjórnmálasambandi Ísraels og Þýskalands fagnað. Ekki er síður táknrænt að opn- unarathöfnin var haldin á leik- vanginum sem var byggður fyr- ir Ólympíuleika Hitlers árið 1936. Meðal ræðumanna er hin 93 ára gamla Margot Friedlander, sem missti móður sína og bróður í Auschwitz en lifði sjálf af. Hún flutti til Bandaríkjanna eftir stríð en sneri aftur árið 2010 og sagðist þá hafa fundið nýtt Þýskaland. Og þetta er að sjálfsögðu hið gegnumgangandi þema leikanna. Í fyrsta sinn síð- an þá skrýðast þýskir gyðingar fána þjóðarinnar, en lengi vel neituðu þeir að bera þýsk tákn. Heimamenn eru hér með stærsta liðið, en þar á eftir koma Bretar og síðan Banda- ríkjamenn (þjóðir utan Evrópu fá líka að vera með). Og eitt og ann- að kemur á óvart. Englendingarn- ir flagga breska fánanum, þrátt fyrir að Skotar séu með eigið lið. Gíbralt- ar tekur líka þátt í fyrsta sinn undir eigin nafni, en Írar eru með minnsta liðið, eða einn mann. Ungir Ísraelsmenn flytja til Berlínar Ísraelar eru ekki með nema 7. stærsta liðið, en meðal fjölmennari þjóða eru Rússar, Frakkar og Tyrk- ir. Lengst að komin eru lið frá Síle, Argentínu, Suður-Afríku og Ástr- alíu. Meðal Norðurlandaþjóða eru Svíar fjölmennir og þó nokkrir Dan- ir og Finnar, en engir Norðmenn eða Íslendingar. Að einhverju leyti endurspeglar þetta söguna. Dan- ir björguðu sínum gyðingum yfir til Svíþjóðar og Finnar neituðu að senda sína til Þýskalands þrátt fyrir að hafa verið með Hitler í liði. Flest- ir gyðingar í Noregi voru sendir í út- rýmingarbúðir, stundum með að- stoð heimamanna, en Ísland neitaði að mestu að taka við flóttamönnum. Kvöldinu lýkur með Dönu International sem vann Eurovision fyrir Ísraels hönd árið 1998, og næstu daga taka við stíf ræðuhöld um hið mikla táknræna gildi leik- anna. Daniel Botman, formaður gyðingaráðsins í Þýskalandi, seg- ir að eftir stríð hafi aðeins verið um 20.000 gyðingar eftir í landinu og að flestir héldu að það yrðu endalok samfélags þeirra þar í landi, en nú eru þeir orðnir yfir 100.000 og mun- ar þar miklu um innflutning fólks frá fyrrum Sovétríkjunum. Því má einnig bæta við að tugir þúsunda ungra Ísraela hafa flust til borgar- innar á undanförnum árum, sem segir sitt um aðdráttarafl hennar. Óttinn sjálfur Blaðamennirnir frá Bandaríkjun- um virðast þó ekki sannfærðir um að allt hafi breyst. Þeir benda á hina miklu öryggisgæslu alls staðar, ekki bara í kringum leikana sjálfa held- ur við synagógur, samkomuhús og við gyðingasafnið. Telja þeir þetta til marks um að gyðingar í Evrópu búi við lítið öryggi og jafnvel að gyðingahatur sé enn útbreitt undir niðri. Einn bendir jafnvel á að fjöl- miðlaferð þessi sé svipuð þeirri sem var farin árið 1936, þó með öfugum formerkjum, en allt sé gert til að láta líta út eins og það sé í himnalagi. Ég spyr hann á móti hvort hann viti til þess að ráðist hafi verið á gyðinga í Þýskalandi, en enginn get- ur nefnt nýlegra dæmi en frá 1972 þegar Ólympíulið Ísraels var myrt af palestínskum hryðjuverkamönnum. Kannski er vandamálið ekki leng- ur fyrst og fremst ógnin sjálf, heldur óttinn við hana sem býr stundum til skuggalegt andrúmsloft. Eðlilegt Þýskaland? Í ár eru 70 ár liðin frá stríðslokum og Þýskaland er óðum að verða eðli- legt land, eins og bæði HM í fótbolta árið 2006 og Makkabí-leikarnir nú eru til vitnis um. Fólk streymir til Berlínar frá öllum heimshornum og í Evrópu eru menn almennt farnir að tengja Þjóðverja við ýmislegt ann- að en stríðið, án þess þó að gleyma því sem þá gerðist. Í Bandaríkjunum er þessu öðruvísi farið. Þeir Banda- ríkjamenn sem fara til gömlu álf- unnar, og það eru hreint ekki allir, halda gjarnan til London, Parísar og Rómar en sleppa Þýskalandi. Þeir fá því upplýsingar sínar helst frá bíó- myndum, og í bíómyndunum eru Þjóðverjar nánast alltaf í skúrkshlut- verkinu. Því virðist sem Þýskaland muni áfram glíma við talsverðan ímyndar- vanda í Bandaríkjunum, þar sem þýski hreimurinn er sjálfkrafa tengdur við nasista eða illmenni á borð við Hans Gruber í Die Hard. Eina af fáum undantekningum má sjá í myndinni Django Unchained þar sem Þjóðverji er hetja, en leik- arinn Christoph Waltz sló fyrst í gegn vestra í hlutverki harðsvíraðs nasistaforingja í myndinni Inglori- ous Basterds. Þangað til fleiri ásjón- ur Þýskalands birtast í bíó mun því seinni heimsstyrjöldin halda áfram í hugum fólks hinum megin við Atl- antshafið. Í Evrópu er hins vegar kominn tími til að leggja hana til hvílu. Þjóðverjar hafa lært að flýja ekki fortíð sína, en það má ekki gleyma því að takast á við framtíðina líka. Makkabí-leikarnir árið 2015 eru til marks um hvort tveggja. n Táknrænt Opnunarathöfnin var haldin á leikvanginum sem var byggður fyrir Ólympíuleika Hitlers árið 1936. Mynd ValUr GUnnarsson langt um liðið Þetta er í fyrsta sinn sem Makkabí-leikarnir eru haldnir í Þýskalandi síðan fyrir stríð. Mynd ValUr GUnnarsson Makkabí-leikarnir Leikarnir eru haldnir á fjögurra ára fresti. Mynd ValUr GUnnarsson „Meðal ræðu- manna er hin 93 ára gamla Margot Friedlander, sem missti móður sína og bróður í Auschwitz en lifði sjálf af. Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Gamli GluGGinn úr nýi GluGGinn í svo einfalt er það! súðarvoGur 3-5, reykjavík GluGGaGerdin@GluGGaGerdin.is s: 5666630 / GluGGaGerdin.is »

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.