Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2015, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2015, Side 16
Vikublað 5.–6. ágúst 201516 Lífsstíll ATN Zebra 16 Z-spjótlyfta • Fjórhjóladrifin • Diesel • Vinnuhæð: 16,4m • Pallhæð: 14,4m • Lágrétt útskot: 9,3m • Lyftigeta: 230kg • Aukabúnaður: Rafmagns- og lofttenglar í körfu. • Til afgreiðslu strax Ýmsar aðrar ATN spjót- og skæralyftur til afgreiðslu með stuttum fyrirvara. Rútínan keyRð í gang með haustinu É g vona að þú hafir átt ljúfa versl- unarmannahelgi og að ÞÚ sért tilbúin að takast á við komandi tíma. Ég er einstaklega spennt fyrir haustinu og að halda áfram að miðla minni þekkingu, hvað varð- ar hollan og heilbrigðan lífsstíl hér á síðu Ræktardurgsins. Ég hef unnið sem fjarþjálfari hjá Betri árangri síðustu fjögur árin og finn fyrir því hversu heitt flestir þrá að keyra rútínuna í gang eftir sumar- tímann. Þar af leiðandi er ágúst einn uppáhaldsmánuður ársins hjá undir- ritaðri, þar sem ég elska að hafa mikið fyrir stafni. Eins og ég hef áður nefnt í skrifum mínum, eru kræsingarnar girnilegri, kæruleysið meira og fólk meira með hugann við það að njóta yfir sumartímann. Um leið og öll starfsemi fer á fullt í ágúst, til dæm- is skólar og leikskólar og flestir snúa til vinnu eftir sumarfrí kemst regla á hlutina og þá verður auðveldara að skipuleggja sig og halda huganum við hollan og góðan lífsstíl. Fyrir enn frekari hvatningu af minni hálfu minni ég á að hægt er að fylgjast með mér á hinum ýmsu sam- félagsmiðlum. Instagram: Alesif Facebook: facebook.com/betriale Blogg: alesif. blogspot.com Snapchat: alesifnikka n Þangað til næst, Ofurpeppaði Ræktardurgurinn n ekki sleppa því að taka mataræðið í gegn n settu þér markmið Taktu einn dag í einu Fyrst og fremst er mikilvægt að ætla sér ekki að sigra heim- inn á einni nóttu. Það er gott að gefa sér góðan tíma í að koma rútínunni aftur í gang. Oft get- ur það verið krefjandi verkefni, en er alltaf vel þess virði á end- anum. Ef maður ætlar sér allt í einu, eru meiri líkur á að fara út af sporinu á miðri leið. Farðu hægt og rólega af stað í ræktinni, ekki byrja af fullum krafti fyrstu vikuna. Sérstaklega ekki ef þú hefur verið lengri tíma frá æfingarútínunni. Það er mik- ilvægt að hlusta vel á líkamann og ætla honum ekki of mikið fyrstu dagana. Ekki fara út í öfgar í matar- æðinu, veldu hinn gullna milli- veg. Byrjaðu hægt og rólega að velja betri kostina í mataræðinu. Það er mjög auðvelt að falla aftur í sama farið ef maður ætlar sér of mikið í einu. Hugsaðu þetta sem lífsstíls- breytingu, en ekki átak Besta leiðin er að gera þetta að þínum lífsstíl til frambúð- ar. Þannig ertu komin með grunninn til þess að ná árangri og sömuleiðis lykilinn til að viðhalda honum í náinni fram- tíð. Þannig er líka auðveldara að vera í formi allan ársins hring. Það að fara í átak er oftar en ekki skammtímalausn sem skil- ar mögulega góðum árangri til styttri tíma. Mundu eftir mikilvægi mataræðis „You can’t out-exercise a bad diet“ – það eru orð að sönnu! Ég minni á hversu mikilvægt það er að ná tökum á matar- æðinu samhliða æfingum. Mataræðið er á bak við um 80% af árangrinum. Það er hægt að mæta á virkilega góðar og krefj- andi æfingar, en ef borðað er illa samhliða þeim verður árangur- inn sama sem enginn, þrátt fyrir allt erfiðið. Um leið og matar- æðið er tekið í gegn, fer árangur- inn að skila sér. Skipulag Í gegnum tíðina hef ég kom- ist að því sjálf, og séð hjá kon- um í þjálfuninni hjá okkur, hvað skipulagið hefur mikið að segja. Það hefur hjálpað mér mjög mik- ið að vera skipulögð í kringum mataræði og æfingar. Þannig er mun auðveldara að halda sér á beinu brautinni. Ég skrifaði meira að segja sér grein um slíkt í Ræktardurginum hér fyrr á ár- inu sem hægt er að nálgast á dv.is undir flokknum lífsstíl - skyldu- lesning fyrir þá sem vantar hvatn- ingu eða leiðbeiningar og vilja koma sér í gírinn. Settu þér hvetjandi markmið Ég elska að setja mér markmið og við notum markmiðasetningu mikið í fjarþjálfuninni til þess að hvetja viðskiptavini okkar áfram og halda þeim við efnið. Það er sniðugt að byrja haustið á að setja sér annars vegar langtímamarkmið og hins vegar skammtímamarkmið. Núna styttist í jólin og nýtt ár í framhaldi af því, og þar af leið- andi sniðugt að nýta þau tíma- mót sem gulrót fyrir skammtíma- markmið. Best er að skrá markmiðin niður á blað, þannig að þú sért meðvituð um hvert stefnan er sett. Svo er líka einstaklega gam- an og hvetjandi að geta hakað við markmið sem þú nærð. Góð ráð til að keyra sig í gang Síðan að Ræktardurgurinn hóf göngu sína í febrúar, hef ég fengið fjöldann allan af póstum. Þar hef ég fengið hrós, ábendingar og einnig hugmyndir að greinum. Ég er ótrúlega þakklát fyrir góðar undirtektir og mig langar til að gefa eitthvað af mér til baka. Því datt mér í hug að setja upp svo- kallaðan spurt og svarað-dálk, sem ég myndi birta reglulega í greinum mínum. Ef dálkurinn gengur vel verður þetta að föstum lið í Ræktardurginum í haust. Spurningarnar mega tengjast hollum og góðum lífsstíl, æfingum, mataræði og því efni sem ég hef verið að taka fyrir. Það sem þú þarft að gera til að koma þinni spurningu á framfæri er að senda mér línu á netfangið ale_sif@hotmail.com Ísskápur Best er að eiga til hollan mat heima við og forðast að kaupa inn óholl- ustu. Það er mun auðveldara að grípa í óhollt þegar það er til staðar. Alexandra Sif Nikulásdóttir ale_sif@hotmail.com Nesti Ég útbý alltaf nesti tvo daga fram í tímann fyrir vinnuna. Þannig auðvelda ég ýmislegt og spara pening. Mig langar til þess að hvetja ykkur áfram … Taskan Skipulagið skiptir miklu máli. Ég geri íþróttatöskuna tilbúna deginum áður, þar sem minn æfingartími er klukkan sex á morgnana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.