Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2015, Side 21
Vikublað 5.–6. ágúst 2015 Menning 21
ir einstaklingar og börn sem búa við
erfiðar aðstæður og glíma við náms-
erfiðleika og hafa jafnvel leiðst út í
afbrot. Þetta er krefjandi og ögrandi
vinna og það er áberandi að þegar
þessir einstaklingar fá að fást við eitt-
hvað skapandi þá leysir það sterka
orku úr læðingi og þeir njóta þess að
fást við verkefnin.“
Í Bretlandi hefur Bragi komið
fram í kvikmyndum, leikið á sviði og
í sjónvarpi. Hann vann ásamt félög-
um sínum að heimildamynd um for-
dóma í garð íslamskrar menningar
og múslima í kjölfar hryðjuverkanna
í London. Hann er einnig hluti af
breskum leikhóp. „Þar hef ég unnið
með konu sem skrifar söguleg leik-
rit sem gerast á fornum tíma og leik-
stýrir þeim sjálf. Hún var stórhrifin af
því að fá Íslending í leikhópinn sem
gat spilað á gítar og sungið á engil-
saxnesku.“
Hann er svo annar hlutinn af
uppistands-tvíeykinu Euromen.
„Þar eru alls konar skringilegheit á
ferðinni og absúrd húmor sem fell-
ur áhorfendum vel í geð,“ segir hann.
„Ég er með víkingahjálm og í lopa-
peysu og félagi minn, Paul Croft, er í
bleikum bol og sundskýlu. Við tölum
um evrópska menningu og syngjum
lög. Hann er pólskur og fer með pólsk
ljóð og ég tala mikið um Ísland og
syng á íslensku, þar á meðal lag eft-
ir Björk.“
Í hlutverki morðingja
Í september lýkur tökum á breskum
spennutrylli, Lost Diagnosis, þar sem
Bragi fer með aðalhlutverk. Kvik-
myndin verður frumsýnd á næsta
ári. „Leikstjóri og handritshöfundur
myndarinnar er Jamie G. og framleið-
andi Michael Barret. „Það eru fremur
ungir krakkar sem eru að gera hana.
Þeir fengu talsvert fjármagn og styrki
til að gera sína fyrstu bíómynd í fullri
lengd,“ segir Bragi. „Myndin ger-
ist í Portsmouth. Ég leik morðingja
sem gengur laus og af mismunandi
ástæðum eru aðrar persónur að
leita að honum, þar á meðal er spillt
lögga sem á óuppgerð mál við hann
og kona sem varð ástfangin af hon-
um og er orðin einkaspæjari. Þetta er
afar spennandi verkefni og það verð-
ur gaman að sjá útkomuna.“ n
Komdu
til oKKar
...Eða leigðu lyftu og
gErðu við bílinn sjálf/ur
auðbrEkku 25 (DalbrEkku mEgin) - s. 445-5562
Við gerum
Við bílinn
faglegar
Viðgerðir
Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is
ALLAR GERÐIR
LÍMMIÐA
Nánari upplýsingar á
www.pmt.is eða í síma 567 8888
Skósveinarnir er ágætis skemmtun fyrir börnin
mætir sem rödd skúrksins, og fleiri
stjörnur koma við sögu. Hæfilega
brjálaður söguþráður hefst sem snýst
um að stela krúnudjásnum Bret-
lands. Nógu mikið er um vera til að
halda athygli en myndin líður fyrir að
vera það sem hún er, aukapersónur
eru komnar í aðalhlutverk án þess að
valda því fullkomlega.
Húmorinn er myndrænn og
skemmtilegur, of mikið er þó stuðst
við stereótýpur til að maður hlægi
oft upphátt. Skósveinarnir er
ágætis skemmtun fyrir börn-
in, en þegar hér er komið við
sögu býst maður eiginlega við
meiru af teiknimynd. n
„Nógu mikið er
um að vera til að
halda athygli en myndin
líður fyrir að vera það
sem hún er, aukapersón-
ur eru komnar í aðalhlut-
verk án þess að valda
því fullkomlega.
Kynningarplakat fyrir Euromen „Þar eru alls konar
skringilegheit á ferðinni og absúrd húmor sem fellur áhorfendum vel í geð.“
Mynd Magnus andErsEn„Ég leik morðingja
sem gengur laus
og af mismunandi ástæð-
um eru aðrar persónur að
leita að honum.
Þær – seinni hluti
Myndlistarsýning í Sögusetrinu á Hvolsvelli
Á
myndlistarsýningunni þær
í Gallerí Ormi í Sögusetrinu
á Hvolsvelli sýna átta konur
verk sín. Sýningunni er skipt
í fyrri hluta og þann seinni.
Þær Hrafnhildur Inga Sigurðardótt-
ir, Sigrún Jónsdóttir, Þórdís Alda
Sigurðardóttir og Þórhildur Jóns-
dóttir hafa sýnt verk sín og nú er
komið að því að síðari hópurinn taki
við. Sú opnun verður sunnudaginn
9. ágúst kl. 16.00 og þá sýna þær Álf-
heiður Ólafsdóttir, Guðrún le Sage
de Fontenay, Katrín Jónsdóttir og
Katrín Óskarsdóttir.
Sýningin stendur til 13.
september og er opin
alla daga 9.00–18.00.
Allar eru listakonurnar
bornar og barnfædd-
ar í Rangárþingi eystra
og hafa lokið námi frá
Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands. Í verk-
um sínum sækja þær
innblástur í náttúru og
sögu héraðsins. n
kolbrun@dv.is