Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2015, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2015, Page 24
Vikublað 5.–6. ágúst 201524 Fólk Hlaupaskór ársins hjá Runners World Saucony Triumph 12 Verð kr. 24.990,- Þegar Sturla stal partíinu n Innipúkinn haldinn í Reykjavík um verslunarmannahelgina n Stuð fram á nætur T ónlistarhátíðin Innipúk- inn var haldin í Reykja- vík um verslunarmanna- helgina. Tónleikadagskrá var á Gauknum og Húrra á föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld. Sannarlega þétt og metn- aðarfull í alla staði. Hápunktarnir voru of margir til þess að hægt sé að telja þá alla upp í örfáum dálksentí- metrum. Það verður þó að minn- ast á nokkur bönd sem stóðu upp úr – rappararnir skagfirsku í Úlfur úlf- ur eru að gera allt brjálað þessa dag- ana, þeir stigu á svið á föstudeginum með Agent Fresco sem lék undir af einskærri snilld. Tónleikar með Gísla Pálma eru alltaf mögnuð upplifun, krafturinn var smitandi, bassinn dýpri en djúpur og auðvitað reif hann sig úr að ofan – það er regla. Maus spiluðu frábært prógramm og það gerði ekkert til þó að hér um bil helmingur tónleikagesta hafi líklega ekki verið fæddir þegar þeir voru upp á sitt besta. Mammút fylltu Gaukinn af fegurð á sunnudagskvöldinu. Tón- listin þeirra er myrk og melódíurnar fallegar. Þau eru svo svöl og þokkafull á sviði að það getur vel verið að þarna hafi verið sett einhvers konar met. Á laugardagskvöldið urðu svo til miklir töfrar á útisvæðinu þegar Sturla Atlas og rappfélagar hans hreinlega stálu partíinu. Þeir spiluðu tónlist, röppuðu og sköpuðu stemningu sem hlýtur að vera algjört einsdæmi á samkomu ut- andyra á þessu kalda landi. Dansað var uppi á borðum og um allt gras- ið sem þakti götuna til klukkan fjögur um nóttina. Innipúkinn einkenndist af gleði, gæðatónlist og ofbeldisleysi. Meira svona! n Fjör úti á götu Tónlist, gras og ljósaseríur en samt aldrei of troðið! Sturla Atlas rappar undir beru lofti Gatan var þakin grasi og dansinn dunaði. Ljóðskáld í bás Á meðan dagsljóssins naut ennþá við var boðið upp á ljóðalestur á útisvæðinu. Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Rappað Logi Pedr o rappar með Sturl u Atlas rétt áður en hann tók sviðsdý fu. Maus Mausmenn voru glaðir og kátir og nutu þess greinilega í botn að spila saman. Alltaf í bjórnum! Bergur Gunnarsson bruggmeistari og Velina Apostolova blakdrottning. Söngdívur taka sjálfu Salka Sól og Glowie í Húsdýragarðinum H úsdýragarðurinn fagnaði nýverið 25 ára afmæli sínu og af því tilefni var boðið til mikillar tónlistarveislu í garðinum um verslunar- mannahelgina. Á dagskrá voru Amabadama, Jack Magnet, Dísa og Glowie, sem einmitt á vinsælasta lag- ið á landinu um þessar mundir, No more. n ragga@dv.is Smellt af Tvær yndislegar söngkonur í sumarblíðunni. Feðgin Salka Sól á ekki langt að sækja sjarmann. Þarna er hún með pabba sínum, Hjálmari Hjálmarssyni leikara. Góð mæting Ungir sem aldnir mættu til að njóta tónlistar í Húsdýra- og fjölskyldugarðinum. Fjölskyldustemning Þarna sést hin kornunga söngkona Glowie með foreldrum sínum, en hún hefur heldur betur slegið í gegn að undanförnu. Birta og Bjarni Hall Þessi fallegu feðgin voru hress í Hús- dýragarðinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.