Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.03.2016, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 04.03.2016, Blaðsíða 26
Sólgleraugu með styrkleika Kringlunni, 2. hæð - 103 Reykjavík | S: 568 9111 | www.augad.is Tangarhöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 533 1020 • aman@aman.is Við erum fluttir í nýtt og glæsilegt húsnæði að Tangarhöfða 2, 110 Reykjavík. Hlökkum til að sjá þig. Áman – víngerðarverslunin þín! www.aman.is Áman flytur! Heimilin eru öll á landsbyggð- inni, Háholt er í Skagafirði, Lauga- land í Eyjafjarðarsveit og Lækjar- bakki er á Rangárvöllum. Auk þess er vistheimilið Hamarskoti í Flóa- hreppi fyrir unglinga eldri en sextán ára, sem hafa lokið meðferðum Barnaverndarstofu og eiga ekki aft- urkvæmt á heimili sín. Að auki reka sveitarfélögin Vinakot og vistheimili barna að Laugarásvegi. Auk þess eru sveitarfélögin með samninga við einkaheimili um að taka á móti börnum til vistunar í bráðatilvikum. Barnaverndarstofa og velferðar- ráðuneytið hafa eftirlit með þessum úrræðum. Langflestum börnum, sem ekki geta af einhverjum ástæðum búið heima hjá foreldrum sínum, er kom- ið fyrir á fósturheimilum hjá venju- legum fjölskyldum. Nýjustu tölur, sem veita heildræna sýn yfir ráðstöf- un barna í barnaverndarkerfinu, eru frá árinu 2014. Það ár var 403 börn- um ráðstafað utan heimilis síns með samþykki fjölskyldna eða úrskurði frá ýmist barnaverndarnefndum eða dómstólum. Þó gæti verið að sama barni hafi verið ráðstafað í fleira en eitt úrræði sama ár og því gæti fjöldi barnanna verið ögn lægri. Í þess- ari tölu, 403, er meðtalinn sá fjöldi barna sem vistaður var tímabundið á lokaðri neyðardeild Stuðla. Sú dvöl er að öllu jöfnu 4-6 dagar. Í tölunum hér til hliðar eru ekki talin með börn sem send voru í fóstur, eða í tímabundna vistun hjá ættingjum eða öðrum. Hvar er eftirlitsstofnunin? Í rúm tíu ár hefur Jón Björnsson sálfræðingur verið eini maðurinn sem sinnt hefur óháðu eftirliti með meðferðar- og vistheimilum fyrir unglinga í landinu. Upphaflega var hann ráðinn af Barnaverndar- stofu til að fara í eftirlitsferðir á hvert heimili en undanfarin þrjú ár hefur hann sinnt starfinu í um- boði velferðarráðuneytisins. Hann hefur nú látið af störfum og kallar eftir óháðri eftirlitsstofnun. Fyrir rúmum tíu árum ákvað Barnaverndarstofa að leita til ut- anaðkomandi aðila sem gæti haft eftirlit með vist- og meðferðar- heimilum. Lögum samkvæmt var það hlutverk Barnaverndarstofu að bæði reka meðferðar- og vist- heimili fyrir börn og unglinga – og hafa eftirlit með þeim. Það fyrir- komulag var þónokkuð gagnrýnt og þótti mörgum sérfræðingum ekki fara saman að stofnunin hefði eftirlit með sjálfri sér. Barnaverndarstofa réði því Jón, sem var reyndur sálfræðingur, til að fara í eina til tvær eftirlitsferðir á hvert heimili á ári og meta gæði þjónustunnar og líðan barnanna. Auk þess komu stundum upp sérstök atvik þar sem hann var kallaður til. „Barnaverndarstofa átti sjálf frumkvæði að þessu og réði mig sem verktaka til að sinna óháðu eftirliti. Ég fékk svigrúm til að skoða heimilin eins og ég vildi, skilaði skýrslu til Barnaverndar- stofu og fékk greitt frá Barna- verndarstofu, þannig að formlega séð var ég kannski ekki algjörlega óháður. Stofnunin hlutaðist ekki til um það sem ég gerði en ég starfaði í hennar umboði. Þó það hafi verið ákveðinn formgalli á þessu fyrir- komulagi var frumkvæði Barna- verndarstofu gott.“ Jón segir að eftirlitinu hafi verið þannig háttað að hann heimsótti heimilin, tók viðtöl við börnin sem þar dvöldu, foreldra þeirra og for- stöðumenn heimilanna. Þannig heyrði hann þrjár hliðar á hverju máli. „En það er ekki bara nóg að hafa eftirlit, það þurfti líka að búa til staðla um hvað má og má ekki gera við börn sem búa á slíkum heimilum. Lögin segja lítið um það. Vinnan mín fólst ekki síst í því að búa til staðla um verkferla um hvernig megi bregðast við í hinum ýmsu aðstæðum. Staðlarnir voru síðar endurskoðaðir og uppfærðir og það mætti gera aftur.“ Fyrir þremur árum var fyrir- komulaginu breytt og Jóni var falið að sinna eftirliti með heimilunum í umboði velferðarráðuneytisins í stað Barnaverndarstofu. Við það breyttist starfið ekki að öðru leyti en hann fékk greitt frá ráðuneyt- inu og skilað þeim skýrslum og niðurstöðum. „Nú hef ég skilað minni síðustu skýrslu og hef ver- ið að bíða eftir því hver taki við af mér. Fróðlega spurningin er um hin gríðarlegu miklu áform um einhverskonar eftirlitsstofnun sem ekkert bólar á. Af hverju er hún ekki komin af stað? Stofnun sem hefur eftirlit með opinberum stofnunum, ekki bara vistheim- ilum. Eftirlitsmál á Íslandi eru í miklum lamasessi.“ Jón Björnsson sálfræðingur er eini maðurinn sem sinnt hefur óháðu eftirliti með vist- og meðferðar- heimilum landsins í áratug. Fjöldi barna í sólar- hringsvistunum á ábyrgð sveitarfélaga árið 2014: 90 á vistheimilum 7 á sambýlum / fjölskyldu- heimilum 30 á einkaheimilum sem starf- rækt eru allt árið Fjöldi barna í sólar- hringsvistun á ábyrgð ríkisins árið 2014: 81 á lokaðri deild Stuðla 26 á greiningar- og meðferðar- deild Stuðla 19 á meðferðarheimilum Vill hertara eftirlit Þórhildur Líndal, fyrrverandi um- boðsmaður barna, vill að eftirlit með meðferðar- og vistheimilum verði eflt. „Allt bendir til þess að sjálfstætt eftirlit skipti máli fyrir hagsmuni barna. Ég hef lengi kallað eftir því. Það er ekki hægt að vera dómari í eigin sök.“ Þórhildur telur að breyting á barnaverndarlögum árið 2011 sé spor í rétta átt en leggur áherslu á að í framkvæmd þurfi það bæði að vera markvisst og öflugt. Hún er þeirrar skoðunar að fleiri en einn sérfræðingur þurfi að koma að eft- irlitinu svo það verði trúverðugt. „Við höfum á liðnum árum horft upp á opinbert eftirlit sem hefur brugðist hlutverki sínu, jafnt barnaverndareftirlit sem banka- eftirlit. Aðalatriðið er að ákveðnum opinberum reglum sé framfylgt með markvissum og reglubundn- um hætti. Börnin sem dvelja á meðferðar- og vistheimilum eiga að fá að segja sína skoðun og á þau skal hlustað af eftirlitsaðilum. Ábyrgðin liggur hjá þeim.“ Þórhildur Líndal, fyrrver- andi umboðsmaður barna. 26 | fréttatíminn | Helgin 4. mars–6. mars 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.