Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.03.2016, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 04.03.2016, Blaðsíða 38
Það þarf ekki að eyða meira en fimm mínútum í gúggl um mögulega forsetafram- bjóðendur til að velta því fyrir sér hver þoli slíka umræðu. Kannanir sýna að traust til forsetaembættisins fer minnkandi og fræðingar segja embættið þurfa endur- skilgreiningu á meðan aðrir velta því fyrir sér hvort við þurfum almennt á forseta að halda. En á meðan orð eins og landráðamella, aumingi og fitubolla birtast á internetinu, eins og ekk- ert sé, er auðvelt að velta því fyrir sér hver leggi í þennan frumskóg fúkyrða sem virkir í athugasemdum láta falla líkt og enginn sé morgundagurinn. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Þegar þú verður opinber persóna verður þú að reikna með því að all- ir hafi skoðun á þér og sjálfsagt var slúður á þeim tíma. Maður heyrði einhverjar sögur, bæði sannar og lognar, en það var ekki neitt miðað við hvernig þetta er í dag,“ segir Styrmir Guðlaugsson, sonur Guðlaugs Þorvaldssonar sem bauð sig fram fyrir forsetakosn- ingarnar árið 1980, ásamt Alberti Guðmundssyni, Pétri Thorsteins- son og Vigdísi Finnbogadóttur. Styrmir var sextán ára og vann í Mjólkurstöðinni sumarið sem faðir hans var í framboði. „Þar sátum við einn daginn í hádegismat og umræðuefnið voru frambjóðend- urnir. Talið barst að pabba og einn mjólkurfræðingurinn, sem vissi greinilega ekki að ég var sonur hans, segir að honum finnist Guð- laugur vera svo mikill spjátrungur. Þetta var eiginlega það óþægileg- asta sem ég lenti í meðan á þessu framboði stóð.“ Kona að ybba gogg Anna Lilja Sigurðardóttir tekur undir með Styrmi. Anna Lilja er elsta dóttir Sigrúnar Þorsteins- dóttur sem bauð sig fram á móti Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988. Framboði Sigrúnar gegn Vigdísi var stillt upp sem töluvert djörfu af fjölmiðlum þess tíma en Anna Lilja segir fjölskylduna ekki hafa fundið fyrir óvild fólks gagnvart móður sinni sem persónu. Aðeins einu sinni hafi hún heyrt fólk út í bæ tala um móður sína í sinni viðurvist. „Ég var að koma heim úr skiptinámi frá Bandaríkjunum og á leiðinni frá flugvellinum heyri ég dreng tala um þessa konu úr Vest- mannaeyjum sem væri eitthvað að ybba gogg. Þetta var rætt fram og til baka þar til ég sneri mér við og sagði að þetta væri mamma mín og þá var þetta ekki rætt frekar,“ segir Anna Lilja. „Við höfum alltaf hugs- að til þessa tíma þegar mamma var í framboði sem góðs tíma, þetta er alls ekki eitthvað sem fólk vill gleyma eða ekki ræða. Dætrum mínum finnst mjög flott að amma þeirra hafi haft þor til að bjóða sig fram til forseta.“ Raunveruleikaþættir hafa áhrif Ekki eru til gögn langt aftur í tím- ann sem meta traust almennings til forsetaembættisins en hlutfall þeirra sem treysta embættinu mjög vel eða frekar vel féll úr 59% árið 2013 niður í 43% árið 2015, sem hlýtur að teljast ansi hraustlegt fall á stuttum tíma. Í fyrra var traust forsetaembættisins því jafn mikið og traust til dómskerfisins. Hulda Þórisdóttir, stjórnmálasálfræðing- ur og lektor við stjórnmálafræði- deild HÍ, telur þverrandi virðingu almennings gagnvart stjórnmála- mönnum spila stórt hlutverk í ræt- inni umræðu um frambjóðendur. Einnig spili inn í að fólk upplifi sig ekki lengur sem svo að það þurfi að tengjast flokkspólitískri elítu til að eiga möguleika á forsetastóln- um. „Það er svo sterkt í menningu okkar, menningu samfélagsmiðla og raunveruleikaþátta að hver sem er geti „meikað það“, orðið frægur. Á sama tíma erum við mun opnari fyrir því en áður að deila óhreinu nærfötunum með ókunnugum, það sem áður var tabú ræðir fólk nú óhikað og þarf ekki að pukr- ast með af skömm. Karlar segjast betri menn eftir framhjáhald sem upp komst eða konur sterkari eftir gjaldþrot. En það er athyglisvert að þrátt fyrir að flestir séu sjálfsagt sammála um að umræðan sé óvægin og að skítug nærföt fram- bjóðenda verði tekin og viðruð fyrir framan alþjóð, virðist enginn hörgull á fólki sem hefur lýst yfir framboði eða segist hafa áhuga.“ Tjáning þarf að vera íhuguð „Ég veit ekki hvort þetta hafi eitt- hvað með virðingu fyrir forseta- embættinu að gera,“ segir Guðrún Pétursdóttir. Guðrún bauð sig fram árið 1996 en dró framboð sitt til baka þegar ljóst þótti að stuðning- urinn væri ekki nægur. „Ég held að þetta snúi frekar að því hvernig fólk tjáir sig við annað fólk nú til dags. Menn bara láta vaða og það eru engar hömlur en hér áður fyrr þá birtist ekkert nema fara í gegn- um ritstjórn. Hér áður fyrr þurfti fólk að hrópa á torgum eða hengja miða á ljósastaura vildi það vera með óhróður. Þessi greiði og óhefti aðgangur að heiminum er nýlunda í mannkynssögunni og við erum bara ekki búin að læra á þetta. Menn segja óheft tjáningarfrelsi vera af hinu góða en ég er ekki viss því tjáning þarf að vera íhuguð. Menn eru alltaf að lýsa velþóknun og vanþóknun og það hefur áhrif á fólk því orð meiða. Einn dropi getur veig heillar skálar breytt.“ Styrmir Guðlaugsson tekur í sama streng og Guðrún. „Munur- inn á samfélaginu núna og þá er svo stórkostlegur. Þetta var svo ein- sleitt og lítið samfélag. Við vorum ekki bara miklu færri heldur var bara ein sjónvarpsstöð og fólk lifði í takti, það borðuðu allir kvöld- mat klukkan sjö og það lásu allir sömu blöðin. Á tímum samfélags- miðla eru allir dæmdir um leið en ég fann mjög lítið fyrir því. Við vorum fjórir bræðurnir en ári fyrir kosningarnar dó bróðir minn og út af því áfalli var alls ekki sjálfgefið að fara út í svona baráttu. Að ein- hverju leyti þjappaði framboðið fjölskyldunni saman en á hinn bóg- inn frestaði það eðlilegu sorgar- ferli, sem skall svo á eftir að kosn- ingunni lauk. Spennufallið var líka mikið kvöldið fyrir kosningarnar þegar við heimsóttum heimabæ pabba, Grindavík. Þá tók bærinn á móti okkur með fánaborg rétt fyrir utan bæinn. Þetta voru rosalega fallegar móttökur sem segja líka ansi mikið um það hvað tímarnir hafa breyst.“ Engin nánd á kommentakerfinu Aðspurð segist Guðrún vera fegin því að ekki hafi verið kommenta- kerfi þegar hún bauð sig fram. „Jú, drottinn minn dýri. Þá var ekki hægt að verða fyrir svona holskeflu af nafnlausum óhróðri. Ég held al- veg tvímælalaust að þetta aftri fólki í að bjóða sig fram. Ég þekki fjölda frambærilegra, sérstaklega ungra, kvenna sem ég hef verið að skora á að gefa kost á sér í pólitík en þeim dettur ekki í hug að fara fram því þær nenna því ekki. Þeim finnst fórnarkostnaðurinn vera of mikill. Og þá eru þær ekki að hugsa um sig heldur um börnin sín. Guðrún segist ekki hafa fundið fyrir jafn rætinni umræðu í forseta- framboðinu 2012, þegar hún tók þátt í kosningabaráttu Þóru Arnórs- dóttur. „Ég fann ekki fyrir þessu þá, kannski því ég legg mig svo lítið eftir þessu. Hinsvegar er öll skipulagning kosningabaráttu allt önnur í dag. Ég fór á sínum tíma um allt land og fannst dásamlegt að hitta allt þetta fólk. Það voru skemmtilegir fram- boðsfundir með fjöri, hlátri og hlýju en ég veit ekki hvort einhver nennir á framboðsfundi í dag, fólk er bara á kommentakerfinu. Hvernig ætlar þú að velja þér þjóðhöfðingja ef það er engin nánd. Forsetaaframboðið fjallar ekki um málefni heldur að mestu leyti um hverskonar persónu- leika fólk vill fá í embættið. Í raun- inni þarftu að hitta fólk og tala við það til að það fái tilfinningu fyrir því hver þú ert. Það er hægt að hanna allskonar ímyndir á netinu en það er ekki fyrr en þú sérð manneskjuna sem þú finnur hvort að áran hennar snertir þig eða ekki.“ Forsetaframboð á tímum virðingarleysis Útrásar­ víkinga­ klappstýra a Rugludallur sem mjólkar ríkissjóðb Brandari ársinsc Karl með skegg og bumbud Landráðamellae Ummælin eru höfð eftir eftirtöldum: a Einar Steingrímsson, Vísir, 4.12. 2015. b Guðjón Jónsson, Vísir, 15.1. 2016. c Sveinn Hansson, Vísir, 24.11. 2015. d Sveinbjörn Guðmundsson, Vísir 16.2. 2016. e Eyrún Heiða Skúladóttir, Fréttatíminn 24.2. 2016. Menn eru alltaf að lýsa velþóknun og vanþóknun og það hefur áhrif á fólk því orð meiða. 38 | fréttatíminn | Helgin 4. mars–6. mars 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.