Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.03.2016, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 04.03.2016, Blaðsíða 58
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Rekstrarvörur - vinna með þér Rekstrarvörur – fyrir þig og þinn vinnustað Fyrir ferminguna og önnur hátíðleg tækifæri – servíettur, dúkar, yfirdúkar og kerti í miklu úrvali 24/7 RV.is Sjáðu allt úrvalið á RV.is Fermingargjafir og tíðarandinn hafa breyst all rækilega frá því vasaúr þóttu besta fermingargjöfin árið 1897. Áður var nytsemi lykilorðið þegar kom að fermingargjöfum og áttu börnin að fá að gjöf nokkuð sem fylgdi þeim inn í lífið. Fermingar- gjafir hafa skiljanlega tekið stakka- skiptum gegnum áratugina í takt við tíðarandann. Í dag er algengt að börn fái iPhone, iPad, utanlandsferðir og glás af aurum í fermingargjöf. Síminn hefur raunar leyst af hólmi nánast öll önnur raftæki sem voru vinsælar fermingargjafir á síðustu öld og fram á þessa. Skrifborð, hillusam- stæður og náttborð undir útvarps- vekjarann voru algengar gjafir en sjaldgæfara í dag. Börnin læra uppi í rúmi með tölvuna í kjöltunni og sofa með símann undir koddanum, símann sem bæði geymir tónlistina og sér um vakninguna. Rúmið er mögulega eina húsgagnið sem haldið hefur stöðu sinni sem góð og gild fermingargjöf. Svo er það hringrásin góða; Luxo lampinn var vinsæl fermingargjöf á sjöunda áratugnum en lampinn sá hefur gengið í endur- nýjun lífdaga og gengur orginallinn kaupum og sölum fyrir háar upphæð- ir á nytjamörkuðum og antíkverslunum. Sama gildir um tekkhúsgögn og hansahillur sem fólk er tilbúið að eyða svo gott sem aleigunni í dag, þetta voru fermingar- gjafir síns tíma. Það er raunar hægt að fara alla leið á þarsíðustu öld til þess að finna heimildir um ferm- ingargjafir. Í ritinu Ísland voru vasaúr besta fermingargjöfin árið 1897. Bækur, Íslendinga- sögur og sálmabækur komu sterkar inn og orðabækurnar síðar sem ennþá eiga upp á pallborðið að einhverju leyti. Svo eru það blessuð kass- ettutækin, steríógræj- urnar, plötuspilararnir og grammófónarnir. En aftur er það síminn sem hefur komið í staðinn fyrir stórar og fyrirferðarmiklar græjur. Einhvern veginn komst það í tísku að gefa fermingarbörn- um bakpoka og svefnpoka og annan útilegubúnað, það virðist hafa verið um 1960 sem öllum fermingarbörnum var gerður upp áhugi á göngum og útivist. Næstu áratugina á eftir fengu svo gott sem öll ferming- arbörn einhvern útivistarbúnað að gjöf, burtséð frá því hvort barnið hefði nokkru sinni sýnt áhuga á þess lags afþrey- ingu. Margir muna jafnvel eftir djúp- stæðum ágreiningi milli fermingar- systkina um frost- þol svefnpoka eða rúmmál bakpoka; þó að á hvorugt hafi nokkru sinni reynt. Árið 1958 var úti- legubúnaður þó aug- lýstur fyrir drengi – ekki stúlkur. Axlabandakassar og amatöraalbúm, prímus og pennar Svo eru það pennarnir góðu. Snemma var farið að auglýsa penna sem fermingargjöf og margir sem luma jafnvel ennþá á svartri glans- andi öskju sem inniheldur penna með gyllingu. Í dag er ólíklegt að fermingarbörn „neimdroppi“ pennaframleiðendur eftir mann- dómsvígsluna; hvort fékkstu Parker eða Eversharp er spurning sem tæpast heyrist í dag. 58 | fréttatíminn | Helgin 4. mars–6. mars 2016 Fermingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.