Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.03.2016, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 04.03.2016, Blaðsíða 32
lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir Í Fréttatímanum þessa vik­una kemur meðal annars fram að hækkun eigin fjár tíu stærstu kvótafyrirtækjanna og samanlagðar arðgreiðslur til eigenda þeirra frá Hruni slaga hátt í að vera sama upphæð og upp­ safnaður vöxtur alls hagkerfisins á sama tíma. Við getum sagt sem svo að íslenska hagkerfið hafi vaxið en vöxturinn hafi að mestu ratað í fjár­ hirslur kvótafyrirtækja og eigenda þeirra. Þetta eru engar smá upphæðir. Samanlögð hækkun eigin fjár og arðgreiðslur tíu stærstu kvótafyrir­ tækjanna frá 2009 og til ársloka 2014 er um 110 milljarðar króna. Ef árið fyrra var jafn gott þessum fyrirtækjum og eigendum þeirra getum við gert ráð fyrir að upp­ hæðin hækki í um 132 milljarða króna. Myndin verður enn skrítnari ef við skoðum arðgreiðslur og hækk­ un eigin fjár í fjármálafyrirtækjum. Frá Hruni hafa þessi fyrirtæki sogað til sín næstum jafn mikið fé og sem nemur vexti landsfram­ leiðslunnar. Þetta eru engar smá upphæðir. Samanlögð hækkun eigin fjár og arðgreiðslur þriggja stærstu bank­ anna og þriggja stærstu trygginga­ félaganna frá 2009 og til síðustu áramóta er um 335 milljarðar króna. Hér hafa aðeins 16 fyrirtæki verið tekin sem dæmi. Samanlagt er aukning eigin fjár og útgreiddur arður þessarar fyrirtækja langtum hærri en vöxtur hagkerfisins alls á þessum tíma. Það er ekkert eftir til skiptanna fyrir aðra. Auðvitað er það svo að íslensk fyrirtæki voru flest í lamasessi eftir Hrun. Það var nánast regla að þau voru of skuldsett. Eigendur þeirra höfðu steypt þeim í skuldir til að standa undir kaupum á öðrum fyrirtækjum og til þess að greiða sjálfum sér arð. Til þess að tryggja rekstrarhæfni íslenskra fyrir­ tækja þurfti því að auka við eigið fé þeirra. En fyrr má nú rota en dauðrota. Íslensku bankarnir eiga nú heimsmet í eiginfjárhlutfalli. Hvergi á byggðu bóli eru reknir bankar sem eru jafn stútfullir af fé. Það mætti greiða út úr þeim 250 til 300 milljarða króna án þess að kerfið yrði of veikt eða viðkvæmt. Þessi uppsöfnun eiginfjár bendir til alvarlegs ágalla í kerfinu. Það dregur alltof mikið fé til bank­ anna og eigenda þeirra. Kerfið er skakkt og vitlaust uppbyggt. Ekk­ ert bankakerfi í heiminum er jafn íþyngjandi, þungt og þurftafrekt samfélaginu sem nærist á. Það er forgangsverkefni stjórn­ valda að laga þetta. Bankar eru ekki eins og hver önnur fyrirtæki. Þeir starfa innan opinbers reglu­ verks og hafa afkomu sína af þessu regluverki. Ef bankar hagnast of mikið er ástæðan sú að regluverkið er vitlaust. Þegar bankar hagnast eins mikið og íslenskir bankar ber stjórnvöldum að laga regluverkið svo þeir hagnist minna. Staða sjávarútvegsfyrirtækjanna er um margt lík stöðu bankanna. Þau lifa á sameiginlegri auðlind þjóðar­ innar og starfa innan þess ramma sem gengisstefna stjórnvalda setur þeim. Ef fyrirtækin þurfa lítið að greiða fyrir auðlindina og njóta lágs gengis krónunnar þá hagnast þau úr hófi fram. Eigendur þessara fyrirtækja munu halda því fram að þau hagn­ ist vegna þess að þau séu vel rekin. Það er skiljanleg sjálfsblekking, en röng engu að síður. Ímyndið ykkur hvað þeir myndu segja ef veiðigjöld yrðu hækkuð og gengið krónunnar styrktist. Þá myndu þeir halda fram að hagnaður drægist saman vegna ytri aðstæðna. Það sama á við þegar hagnaður eykst. Ástæðan er oftast ytri aðstæður. Og veigamestu ytri aðstæðurnar byggja á efnahagsstefnu stjórn­ valda. Þau geta því horft á hagnað sjávarútvegsfyrirtækja og stillt stefnu sína eftir henni. Ef lækkun veiðigjalda og lækkun gengis krón­ unnar skilar óheyrilegum hagnaði til eigenda sjávarútvegsfyrirtækja ber stjórnvöldum að breyta um kúrs. Það er ekki hægt að reka þjóð­ félag þar sem gólfið hallar svo að allur arðurinn rennur til fárra á meðan meginþorri almennings býr við lakari kjör en fólk í næstu nágrannalöndum. Til hvers ættum við að vilja búa við slíkt kerfi? Það er hlutverk stjórnvalda að gæta að réttlæti í samfélaginu. Þau eiga að búa svo um hnútana að auðsöfnun fárra sé ekki innbyggð í kerfið og gæta þess að almenn­ ingur upplifi lífsbaráttuna ekki sem mótvind. Gunnar Smári Það Þarf að laga skökku kerfin köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. Samvinna í Írak Helga Þórólfsdó ir er friðar- og átakafræðingur og sendifulltrúi Rauða krossins. Helga varði níu mánuðum síðasta árs í Írak þar sem hún starfaði við samhæfingu hjálparstarfs í þágu fólks sem neyðist til að flýja vopnuð átök. Helga segir frá störfum sínum og því hvernig það er að búa og starfa í Bagdad á opnum fræðslufundi, miðvikudaginn 9. mars. Fundurinn hefst kl. 8.30 í húsi Rauða krossins í Efstaleiti 9. Allir velkomnir Skráning á raudikrossinn.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 6– 07 46 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi 7 Reykjavík Þýsk gæði CERAVID SETT WC - kassi, hnappur og hæglokandi seta. Þýsk gæðavara 39.990 Á MÚRBÚÐARVERÐI Hæglokandi seta Skál: „Scandinavia design“ 3-6 lítra hnappur LÁTUM FAGMENN VINNA VERKIN Síðumúla 30 . Reykjavík . Sími 533 3500 Hofsbót 4 . Akureyri . Sími 462 3504 Justin Bieber FERMINGAR TILBOÐ VOGUE fermingarrúm Verð frá: 93.520 - Fullt verð frá: 116.900 Sæng og koddi að andvirði 6.980 fylgir með hverju keyptu fermingarrúmi Með hverju seldu fermingar- rúmi fer viðkomandi í pott sem er dreginn út í hverri viku í 4 vikur og í verðlaun eru 2x miðar á Justin Bieber tónleika 9. sept 2016 í Kórnum Kópavogi 120x200cm | án höfðagafls og fylgihluta 32 | fréttatíminn | Helgin 4. mars–6. mars 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.