Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.03.2016, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 04.03.2016, Blaðsíða 70
Yfir 600 krakkar keppa í ár í undankeppnum um allt land. Hundrað og tíu grunnskólar taka þátt í Skólahreysti, hreystikeppni grunnskólanna, sem nú er haldin í tólfta sinn. Undankeppnin hófst í gær, fimmtudag, í Reykjanesbæ en henni lýkur á Egilsstöðum í lok mánaðarins. Alls eru undan- keppnirnar tíu talsins og eru þær svæðisbundnar. Tólf skólar komast að lokum í úrslit og verður úrslita- keppnin sýnd í beinni útsendingu í Sjónvarpinu hinn 20. apríl. „Það hefur verið leiðarljós keppn- innar frá upphafi að hvetja börn og unglinga um allt land til að taka þátt í alhliða íþróttaupplifun. Skóla- hreysti snýst ekki bara um að sigra eða vera bestur heldur að þroska andlegt og líkamlegt atgervi sam- hliða því að efla félagsleg samskipti kennara, nemenda og foreldra,“ segja hjónin Andrés Guðmundsson og Lára B. Helgadóttir, stofnendur Skólahreysti. Yfir 600 krakkar keppa fyrir hönd skóla sinna og nokkur þúsund krakkar eru virk í litríkum stuðn- ingsliðum. Í hverju liði eru tveir strákar og tvær stelpur í níunda eða tíunda bekk. Það hefur verið leiðarljós keppn- innar frá upphafi að hvetja börn og ung- linga um allt land til að taka þátt í alhliða íþróttaupplifun. Andrés Guðmundsson og Lára B. Helgadóttir, stofnendur Skólahreysti Skólahreysti í tólfta sinn Loksins á Íslandi Bragðgóð, skemmtileg og hressandi gúmmívítamín fyrir börnin Sumir eiga óskaplega erfitt með að muna eftir að taka inn vítam-ínin og enn aðrir eiga erfitt með að koma stórum töflum og hylkjum niður. Nú er komin frábær lausn við þessu vandamáli því gómsætu gúmmívítamínin frá BIOGLAN eru þægileg og skemmtileg leið til að fá nauðsynlegan ráðlagðan dagskammt af omega-3 fitusýrum, D3-vítam- íni og fjölvítamíni. Omega 3 + Fjölvítamín Omega-3 fitusýrur eru nauðsynlegar fyrir frumur líkamans og gegna mikil- vægu hlutverki í að styðja við starf- semi heilans. Fitusýrurnar eru taldar bæta einbeitingu, minni og vits- munaþroska. Einnig styður omega-3 við eðlilega starfsemi augna og hjartakerfisins. D3 Vítamín er ómissandi vítamín sem verður til fyrst og fremst fyrir áhrif sólar- ljóssins á húðina, en húðin vinnur vítamínið úr sólarljósi. Það þarf því ekki að fjölyrða um nauðsyn þess að taka það inn, fyrir okkur sem búum á norðurhjara veraldar. D3- vítamín er nauðsynlegt bein- heilsu, fyrir heilbrigt ónæmis- kerfi og geðheilsu. Fjölskyldu fjölvítamín – Fjölvítamín fyrir fjölskylduna eru sérstaklega hönnuð til að stuðla að orkuframleiðslu, styrkingu ónæmiskerfisins og til að viðhald vexti líkamans. Fjölvítamínið inni- heldur tíu lykilnæringarefni sem líkaminn þarfnast. Fæst í helstu apótekum, Hag- kaupum, Heimkaup.is, Fjarðarkaup, 10-11 og Iceland Engihjalla. Calamari Gold Omega 3 olían er unnin úr smokk-fiski, en olían inniheldur mikið magn af DHA nauð- synlegum fitusýrum. Hvert hylki inniheldur fimm sinnum meira af DHA samanborið við þorskalýsi og þrisvar sinnum meira en fiskiolía. Færri eiturefni Ólíkt þorski er smokkfiskur ekki of- veiddur og lifir tiltölulega stutt. Það þýðir að færri eiturefni safnast upp í honum í saman- burði við margar aðrar fisktegundir. Gæði omega-3 fitusýranna er því meiri. Einstaklega rík af DHA fitusýrum Calamari gold olían er talin hafa einstaklega mikla heilsubætandi eig- inleika og er sérstaklega rík af DHA fitusýrum sem styðja við heilbrigða starfsemi heilans, augu og hjarta. Eins eru þær taldar bæta minni og einbeitingu og geta unnið gegn el- liglöpum. Rannsóknir benda til þess að DHA fitusýrur geti hjálpað til við að bæta blóðþrýsting og dregið úr hættu á hjartasjúkdómum. Fæst í helstu apó- tekum, Heilsuhús- inu, Heimkaup. is, Hagkaupum og Fjarðarkaupum. 70 | fréttatíminn | HELGIN 4. mARs–6. mARs 2016 Kynningar | Heilsa AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is Unnið í samstarfi við Balsam Nú er ekkert mál að taka inn vítamín því þau eru lostæti. smartKids henta öllum börnum frá 3 ára aldri. Fjórar tegundir af vítamínum og bætiefnum sem eru nauðsynleg fyrir litla kroppa sem eru að stækka og þroskast frá degi til dags. Það hefur aldrei verið auðveldara að fá börnin með sér í lið. SmartKids Brain Formula inniheldur Omega 3 fitusýrur sem styður eðli- lega heilastarfsemi, B vítamín sem stuðlar að eðlilegri starfsemi tauga- kerfisins og járn sem hefur mikilvægu hlutverki að gegna í súrefnisflutningi til heilans og vitsmunaþroska barna. SmartKids fjölvítamín er kærkomin viðbót við mataræði barna, ekki síst þeirra sem teljast matvönd eða fást ekki til að taka vítamínin sín. For- eldrar vita best hversu slítandi það getur verið að fá börnin til þess að borða það sem fyrir framan þau er lagt, hvað þá vítamín. smart- Kids fjölvítamínið inniheldur helstu vítamín og steinefni sem eru ómiss- andi fyrir stækkandi börn. SmartKids D3 vítamínið er afar mikilvægt fyrir ónæmiskerfi og beina- heilsu barna. styrkir einnig tennur og vöðva og er lífsnauðsynlegt yfir veturinn í skammdeginu. smartKids vítamínin innihalda hvorki glúten, mjólk né hnetur og henta því börnum með slík fæðuof- næmi. smartKids gúmmívítamínin fást með ljúffengu sítrónu- og berja- bragði. SmartKids Happy Tummies probio- tics fyrir viðkvæma maga inniheldur góðgerla fyrir þarmaflóruna og sér henni fyrir þeim góðu bakteríum sem litlir magar þurfa á að halda. smartKids Happy Tummies koma í gómsætum mjúkum kúlum með jarðarberjabragði. smartkids fæst í helstu apótekum, Heimkaup.is, Hagkaupum og Fjarðar- kaupum. Ljúffeng og skemmtileg Bioglan VitaGummies gúmmívítamín – Nauðsynleg fyrir heilsu okkar allra Öflugri Omega-3 olíur Fimm sinnum meira magn af DHA en í þorskalýsi Calamari Gold er einstaklega ríkt af Omega 3 fitusýrum. Það hefur aldrei verið auðveldara að fá börnin með sér í lið. SmartKids vítamínin eru bragðgóð og hressandi. Hollur og góður grunnur fyrir daginn. Það er algengt vandamál að maður festist í sama farinu þegar kemur að því að velja morgunmat. Kollurinn er kannski ekki alveg kominn í gang og áður en þú veist er gamla „góða“ morgunkornið komið á borðið. Ef þú vilt breyta til er um að gera að fá sér egg í morgunmat. Það tek- ur ekki nema nokkrar mínútur að henda í ljúffenga eggjahræru sem er frábær og hollur grunnur fyrir daginn. Besta eggjarhræran 2 stór egg 2 msk rjómi Smjörklípa Salt Hrærðu saman egg, rjóma og smá salt. Hitaðu hentuga pönnu og bræddu svo smjör á henni. Helltu eggjablöndunni út á pönnuna og láttu hana taka sig í svona 20 sek- úndur. Svo hrærirðu með trésleif og lætur alla blönduna hreyfast til og frá. Þá hvílirðu í tíu sekúndur og hrærir aftur. Þetta endurtekurðu þar til eggjahræran er næstum tilbúin, þá kippirðu pönnunni af hellunni og leyfir þessu að klárast. Svo er hægt að fara í allskonar út- færslur ef sá gállinn er á fólki. Til að mynda að bæta gráðaosti eða öðrum gómsætum osti við. Þarna ræður smekkur hver og eins. Sama gildir um hvernig eggjahræran er borin fram. Ristað brauð er klass- ískt og jafnvel tómatar og algengt er að söxuð steinselja eða graslaukur sé sett ofan á. Það er líf og fjör þegar keppt er í Skólahreysti. Hrærð egg á morgnana Ef þú vaknar nógu snemma er frábær byrjun á deginum að fá sér klassíska eggjahræru. Mynd | NordicPhotos/Getty
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.