Morgunblaðið - 02.01.2017, Page 22
22 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2017
✝ Sigríður Guð-munda Ágústs-
dóttir fæddist á
Ísafirði 19. desem-
ber 1934. Hún lést
á Landspítalanum
í Reykjavík 26.
desember 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Guðmund-
ína Bjarnadóttir
frá Gautshamri í
Steingrímsfirði,
fædd 16. maí 1911, og Ágúst
Guðmundur Jörundsson frá
Ingjaldssandi í Önundarfirði,
fæddur á Flateyri 6. nóvember
1906. Hún ólst upp á Ísafirði
en hóf ung að vinna fyrir sér.
Á unglingsárum var hún í vist
hjá frænku sinni Lovísu Jóns-
dóttur og eiginmanni hennar
Jóni Jónssyni á Drangsnesi við
Steingrímsfjörð. Hún kynntist
Herði Líndal Árnasyni jafn-
aldra sínum úr Hnífsdal 1954
og hófu þau þá búskap. Hörð-
ur var mótoristi á bátum úr
Hnífsdal, en flutti sig fljótlega
stofustjóri, fædd 15. mars
1955, gift Þorláki Oddssyni bíl-
stjóra, fæddur 9. ágúst 1955.
Þau eiga þrjú börn og sjö
barnabörn. Börn þeirra eru: a)
Hörður Svanlaugsson bílstjóri.
b) Oddný Svana Þorláksdóttir
hárgreiðslumeistari. c) Anna
Lovísa Þorláksdóttir, tóm-
stunda- og félagsmála-
fræðingur. Þau eru öll búsett í
Hafnarfirði. 2) Júlíanna Harð-
ardóttir leikskólakennari,
fædd 21. febrúar 1964, gift
Jóni Þorkeli Jakobssyni tækni-
fræðingi, fæddur 27. júlí 1959.
Þau eiga þrjú börn og eitt
barnabarn. Börn þeirra eru: a)
Óttar Jónsson hagfræðingur,
búsettur í Noregi. b) Sigurður
Árni Jónsson tónlistarnemi,
búsettur í Svíþjóð. c) Hugrún
Jónsdóttir læknanemi, búsett í
Búdapest. 3) Ágúst Harðarson
verkamaður, fæddur 28. nóv-
ember 1966. Hann á fjögur
börn og þrjú barnabörn. Börn
hans eru: a) Erla Hadda
Ágústsdóttir nemi. b) Erna
Sigríður Ágústsdóttir ferða-
málafræðingur. c) Eydís Sara
Ágústsdóttir nemi. d) Ragna
Sól Ágústsdóttir nemi.
Útför Sigríðar verður gerð
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag,
2. janúar 2017, klukkan 15.
sem vélamann á
stækkandi bátum
Norðurtangans á
Ísafirði. En þegar
skuttogararnir
komu til sögunnar
þurfti vélstjóra
með meiri réttindi
og missti Hörður
þá vinnuna. Á
þessum árum voru
miklir umbrota-
tímar á Ísafirði og
fluttu margir suður. Hörður
og Siddý flytja suður árið 1974
og varð Hafnarfjörður fyrir
valinu þar sem hann starfaði í
Álverinu í Straumsvík. Eftir að
hún flutti suður starfaði hún í
Íshúsi Hafnarfjarðar, St. Jós-
efsspítala og síðustu starfsár
sín á leikskólanum Smára-
lundi. Sigríður var virkur fé-
lagsmaður í slysavarnafélaginu
Hraunprýði meðan kraftar
leyfðu.
Sigríður og Hörður eign-
uðust þrjú börn. Elst er 1)
Jóna Birna Harðardóttir, skrif-
Nú er elsku mamma komin í
faðm foreldra og ástvina sinna
og hvíldinni fegin. Alltaf var
hún til staðar fyrir okkur og
umhugað um að allir hefðu það
gott.
Hún fylgdist vel með öllum
og hvatti alla til dáða. Hún var
svo stolt af öllu sínu fólki. Hún
var kjarnorkukona og hér á ár-
unum áður var ekki mikið mál
fyrir hana að galdra fram dýr-
indis veislur og alltaf var til nóg
af bakkelsi á hennar heimili.
Hvort sem það var matar-
gerð, kökubakstur eða prjóna-
skapur var mamma á heima-
velli. Allar stelpurnar í
fjölskyldunni hafa fengið falleg-
ar blúnduhúfur hannaðar af
henni.
Ég, Júlla dóttir hennar, kom
heim frá Noregi í byrjun des-
ember og var svo heppin að
geta varið viku með henni og
hún var vel vakandi og skýr og
við áttum saman notalegt spjall.
Þegar við skoðuðum fjölskyldu-
albúmin sáum við hvað mamma
hefur átt gott og gjöfult líf.
Margar skemmtilegar minn-
ingar rifjast upp frá sólalanda-
ferðum sem hún og pabbi voru
dugleg að fara í hér á árum áð-
ur. Við fjölskyldan og barna-
börnin áttum margar skemmti-
legar stundir þegar við vorum
gestir þeirra í Þjórsárdal þar
sem mamma og pabbi áttu sinn
sælureit.
Mikið hefur mætt á Jónu
Birnu og hennar fjölskyldu í
veikindum mömmu og þau eiga
miklar þakkir skildar, einnig
Anna frænka og hennar dætur.
Elsku mamma, við skulum
hugsa vel um pabba sem nú
hefur misst sinn besta vin, fé-
laga og lífsförunaut síðustu 60
ár. Hvíl í friði, elsku mamma.
Jóna, Júlíana og fjölskylda.
Elsku amma mín hefur feng-
ið hvíldina löngu. Ég var svo
heppin að fá að kalla þig ömmu
mína og á svona stundu
streyma fram ótal margar
minningar sem ég mun ávallt
geyma í huga mér.
Ömmu minnist ég með mat
og söng en lögin Játning og
Komdu inn í kofann minn munu
alltaf kalla fram minningar um
sumarkvöld í Þjórsárdalnum
þar sem öll fjölskyldan var
saman komin í kotinu ykkar
afa.
Amma var ávallt fyrirmynd-
arkokkur og bakari og á ég eft-
ir að sakna þess mikið að heyra
fussið og svei-ið yfir að ekki
væri hægt að bjóða manni neitt
því ég væri alltaf í ræktinni en
stolt var hún alltaf af afrekum
manns, stórum og smáum.
Elsku amma mín, ég geymi
gamla síma/prjónastólinn þinn
sem þú gafst mér í stofunni
minni eins og fjársjóð og vona
að þú kíkir við hjá mér og tyllir
þér við tækifæri því ég veit þú
munt fylgjast með mér og mín-
um. Þangað til næst.
Anna Lovísa.
Nú þegar Sigríður systir mín
kveður og flyst til himnanna
verður henni margt kunnug-
legt.
Þar ríkir ástúð og hamingja í
fallegu umhverfi. Hún á góðu
að venjast í heimilishaldi, þar
ríkir smekkvísi og fegurð.
Við Ína eigum margar góðar
minningar með systrum okkar
og mágum einkum úr Þjórs-
árdalnum, þar sem þau áttu
yndislegt afdrep, ásamt fleirum
úr fjölskyldu okkar.
Siddý var afar dagfarsprúð
og vel tilhöfð og ég minnist
þess ekki að við höfum nokkurn
tímann rifist.
Hún var áhugasöm félags-
málakona og var virk bæði í
kvenfélaginu Hlíf á Ísafirði og
slysavarnafélaginu Hraunprýði
í Hafnarfirði.
Hún var afar hreykin af
börnum sínum og barnabörn-
um, enda hefur þeim yfirleitt
gengið vel í lífsbaráttunni, þótt
í róti fjármálakreppunnar æxl-
uðust mál þannig að fimm
þeirra búa erlendis.
Siddý var um nokkurn tíma í
æsku á Selströnd í Steingríms-
firði með foreldrum sínum, þar
sem öllum leið þó vel þótt litlir
peningar væru til. Við sáum
aldrei peninga í æsku, svo við
vissum ekki hverju við værum
að tapa.
Ef nóg var að bíta og brenna
var allt annað óþarfi. Jafnvel í
veikindum pabba var aldrei
æðrast og góð sagan af því þeg-
ar Sína og Liði komu í heim-
sókn til okkar. Hjónin voru að
ég held síðustu förumennirnir á
Íslandi.
Þau voru á stöðugu ferðalagi
gangandi milli Ísafjarðar og
Drangsness þar sem þau áttu
lítið húsi og gistu svo þar sem
verða vildi.
Þau komu eitt sinn að áliðnu
sumri í heimsókn til okkar í
Mjógötu 7 á Ísafirði. Það var
laugardagskvöld og mamma
Munda Bjarna hafði keypt salt-
kjöt og nýuppteknar rófur í
matinn og var að sjóða það og
ég man enn hvað ilmurinn af
saltkjötinu var góður.
Enginn talaði um matinn, að-
eins var spurt frétta að norðan.
Svo eftir kaffibolla, eða kaffi-
undirskál því Sína hegðaði sér
eins og hefðarfrú og drakk
kaffið af undirskálinni og saug
sykurmola með.
Þegar gestirnir voru farnir
fór ég eitthvað að sífra, vitandi
að það væri að minnsta kosti
vika þar til kjöt væri aftur á
borðum.
En þá sagði mamma: „Úlli
minn, hérna sitjum við í hlýj-
unni og eigum fiskspyrðu úti í
porti, en gestirnir hrjáðir og
kaldir eiga ekki neitt eftir langa
göngu. Þú sérð það vinur að
þeirra þörf er mikið meiri.“
Þetta var ekki rætt frekar,
þetta var svo augljóst.
Siddý var einn vetur í vist
hjá heldri hjónum í Reykjavík.
Þar var vinnuharka nokkur en
Siddý talaði alltaf vel um hjón-
in, sérstaklega konuna og sagð-
ist hafa lært svo mikið af henni
um húshald, þar sem allt var til
alls og allt þurfti að vera tippt-
opp alla daga.
Nú er hún elsta systir mín
farin. Hún fékk hægt andlát 26.
desember.
Með þessum fátæklegu orð-
um fylgja hinstu kveðjur frá
Ínu konu minni og Önnu Jónu
systur minni og Birgi Ólasyni
eiginmanni hennar ásamt börn-
um og barnabörnum okkar. Við
kveðjum góða systur sem nú er
laus við allar þrautir.
Úlfar Ágústsson.
Sigríður
Ágústsdóttir
Elsku mamma, nú ertu ekki
lengur hjá okkur og orð fá ekki
lýst þeirri sorg og söknuði í
okkar hjörtum.
Þú varst búin að vera lengi
veik og hefur þú nú öðlast lang-
þráða hvíld.
Mikið erum við glaðar að við
fengum að kveðja þig á hinstu
stundu og þökkum við þér fyrir
yndislegar minningar sem við
geymum í hjörtum okkar. Í
Alma Benedikta
Andrésdóttir
✝ Alma Bene-dikta Andr-
ésdóttir fæddist í
Reykjavík 18. des-
ember 1934. Hún
lést 28. desember
2016 á Vífils-
stöðum.
Útför hennar fer
fram frá Dóm-
kirkju Krists kon-
ungs, Landakots-
kirkju, í dag, 2.
janúar 2017, klukkan 15.
gegnum lífið söfn-
um við minningum
og það eru þær
sem gefa lífinu
gildi og erum við
heppnar að eiga
margar góðar.
Allir sem þekktu
þig vissu hversu
hjartahlý þú varst
við alla. Þú hafðir
góða kímnigáfu,
fallegt bros og
kærleikurinn skipti þig öllu.
Manstu hvað okkur fannst
gaman að fara í bíó og það var
extra bónus þegar við fengum
sæti í stúku og Opal-pakka.
Ekki voru það fáar ævin-
týramyndirnar sem við fengum
að njóta með þér.
Hvort sem það var Roy Ro-
gers eða Aladín og fljúgandi
teppið.
Þú varst alltaf til í að kanna
nýjar strendur og lönd og ófá
voru þau árin sem þú bjóst er-
lendis, í Kanada, Noregi og
Svíþjóð.
Mikið var nú gaman að
skreppa með þér á kaffihús og
labba um í bænum. Yndislegar
stundir áttum við öll í Fögru-
brekku og þar nutu ömmubörn-
in sín vel að hlaupa um í garð-
inum frjáls eins og fuglar.
Þú varst yndisleg amma og
verður þín sárt saknað af þín-
um sjö barnabörnum. Þó þú
hafir ekki haft tækifæri til að
kynnast öllum þínum 14 lang-
ömmubörnum sem búa vítt og
dreift á Norðurlöndum, munu
þau læra að þekkja þig í gegn-
um okkur.
Þú óttaðist ekki dauðann og
varst sannfærð um að við
myndum hittast á ný. Það var
einnig sannfæring pabba og
endurfundur ykkar verður
fagnaðarfundur.
Guð gefi pabba styrk og
blessun á þessari erfiðu stundu.
Elsku mamma, hvíl þú í friði.
Hinsta kveðja frá þínum dætr-
um,
Auði og Elsu.
Elsku amma Alma.
Þann 28. desember kvaddir
þú þennan heim. Heilt haf á
milli okkar á þessum erfiða
tíma, en samt náum við saman,
öll systkinin og fjölskyldan og
þú. „Kveikið á kerti og sendið
góðar hugsannir“ – það kenndir
þú okkur og gerðir oft fyrir
aðra. Við kveikjum öll á kertum
fyrir þig, elsku fallega amma
okkar, og sendum þér kær-
leikshugsanir sem við höfum
verið svo heppin að læra af þér.
Þú hefur alltaf verið svo blíð og
góð og virkilega sýnt okkur
hvernig ömmur eiga að vera.
Það eru svo margar góðar
minningar. Þú kenndir okkur
um Guð og engla.
Þú baðst alltaf bæn með okk-
ur og í bæn þinni sýndir þú
okkur hversu miklum kærleik
þú bjóst yfir. Þú hugsaðir um
alla, okkur í fjölskyldunni, vina-
fólk og alla sem voru í kringum
þig.
Við erum svo innilega þakk-
lát fyrir að hafa þig í lífi okkar
og þú verður alltaf í huga okk-
ar.
Takk fyrir allt, elsku amma.
Við elskum þig. Kveðja frá
Hreiðari, Ölmu, Sveini,
Írisi og þeirra fjölskyldum
í Noregi.
Framboð og
eftirspurn á
húsnæðismark-
aði þarf að
endurspegla
lífshringinn
þ.e. fólk fer að
heiman, stofn-
ar fjölskyldu,
skilur, fer á
eldra æviskeið og deyr.
Fasteignamarkaðurinn, þ.e.
framboð af mismunandi
húsnæði, þarf að vera til
staðar fyrir þessi mismun-
andi æviskeið og mismun-
andi kröfur hvers æviskeiðs.
Yngsta kynslóðin sem fer að
heiman þarf lítið húsnæði,
ekkert sérstaklega með
lyftu eða bílskýli, og helst
sem ódýrast. Þegar fólk er
búið að stofna fjölskyldu
þarf það stærra húsnæði,
fleiri herbergi og sumir
vilja vera í sérbýli, rað-,
par- eða einbýli. Þegar
börnin eru farin að heiman
þá vilja flestir komast í
viðhaldslétt húsnæði þar
sem ekki þarf að sjá um
sameign eða ganga stiga og
fara út úr bíl í hálku. Þess
vegna þarf að vera til hús-
næði fyrir þennan hóp,
2-3ja herbergja með lyftu
og innangengt í bílskýli.
Þetta húsnæði þarf líka að
vera nálægt þjónustu,
heilsugæslu og verslun og
helst kjarna þar sem starf
eldri borgara fer fram. Þar
með getur þessi hópur að
mestu bjargað sér sjálfur
og notið sín. Þegar fólk
verður enn eldra og þarfn-
ast mögulega meiri aðstoðar
þá þarf að vera nægt fram-
boð af húsnæði í þjónustu-
kjörnum með litlum íbúðum
þar sem er þjónusta, mat-
salur og aðstaða fyrir fé-
lagsstarf og áhugamál.
Eins og málin standa nú
þá er flöskuháls bæði varð-
andi að unga kynslóðin
komist að heiman og ekki
síður að eldra fólk kemst
ekki úr stærri íbúðum eða
sérbýli og yfir í hentugt
húsnæði sem lýst er hér að
ofan. Ástæðan er ekki nægt
framboð af húsnæði með
lyftu og bílskýli nálægt
þjónustu og verslun, en
einnig vantar algerlega mun
fleiri kjarna með litlum
íbúðum þar sem er þjón-
usta, matsalur og aðstaða
fyrir félagsstarf og áhuga-
mál. Ef úr þessu væri bætt
þ.e. því síðarnefnda, mundu
losna bæði litlar íbúðir í út-
hverfum þar sem ekki er
lyfta, en ekki
síður stærri
íbúðir og sérbýli
fyrir hópinn
sem hefur stofn-
að fjölskyldu og
þarf slíkt hús-
næði nú.
Ábyrgðin á
þessu er að
sjálfsögðu hjá
hinu opinbera
þegar kemur að
skipulagi og
uppbyggingu þjón-
ustukjarna fyrir eldri borg-
ara sem og hjúkrunarheim-
ili. Það þarf að hugsa til
þess við skipulag að hús-
næði endurspegli þennan
lífshring okkar sem búum
og byggjum þetta samfélag.
Annar þáttur í þessu snýr
síðan að fjármálastofnunum
og ekki síst hagstjórn
landsins þegar kemur að of
háum vöxtum á húsnæð-
ismarkaði varðandi óverð-
tryggð lán en einnig reglum
um greiðslumat. Oft er það
ennþá þannig að maður sér
fólk sem er að reyna að
koma sér af leigumarkaði
og greiðir þar yfir 200 þús-
und en fær ekki greiðslumat
fyrir undir 200 þúsund til
þess að kaupa sér. Einnig
er oft erfitt fyrir eldri borg-
ara að komast í húsnæði
sem hentar vegna þess hve
hátt verðið er á slíkum
íbúðum. Lífeyrissjóðir
mættu líta í eigin barm þeg-
ar kemur að þjónustu-
kjörnum fyrir eldri borgara,
en svo eru til ágætis samtök
þ.e. Samtök aldraðra sem
hafa gert þetta alveg ágæt-
lega og má benda á t.d. hús-
næði við Bólstaðarhlíð sem
tekur til allra þeirra þátta
sem hér að ofan voru nefnd-
ir.
Ef þessi lífshringur á
húsnæðismarkaðnum nær
að endurspegla þörf sam-
félagsins þá ætti að vera
eðlileg verðmyndun og þró-
un á þessum markaði sem
er eitt stærsta hreyfiafl
fjármuna í íslensku sam-
félagi.
Af hverju þessi
flöskuháls
á húsnæðis-
markaði?
Eftir Vil-
borgu G.
Hansen
Vilborg G Hansen
» Það þarf að
hugsa til þess
við skipulag að hús-
næði endurspegli
þennan lífshring
okkar sem búum
og byggjum þetta
samfélag.
Höfundur er löggiltur fast-
eignasali, landfræðingur og
Dpl í opinberri stjórnsýslu.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk-
un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morg-
unblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem
einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi
þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla
virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.