Morgunblaðið - 02.01.2017, Page 31
upplagi en þekkist á Íslandi. Það er
helst ekki nema í tilviki vinsælustu
metsöluhöfunda að upplögin eru
mikið stærri.“
Ekki auðvelt að segja nei
Eitt það erfiðasta við starf útgef-
andans er að hafna handritum, og
segir Hólmfríður að að því leyti hafi
Spánn verið þægilegra land enda
meiri fjarlægð milli höfunda og út-
gefenda. Á Íslandi megi eiga von á
því, ef höfundur fær neikvætt svar,
að rekast á hann í heita pottinum í
Vesturbæjarlauginni næsta dag.
„Eins og þetta starf getur verið gef-
andi og skemmtilegt er hræðilega
leiðinlegt að þurfa að afþakka hand-
rit sem höfundur hefur lagt sig all-
an fram við að skrifa, og eytt mörg-
um mánuðum af lífi sínu í. En um
leið byggir samband forlags og höf-
unda á trausti og trúnaði, og við
verðum að geta rætt opinskátt við
höfundana og sagt nei þegar svo ber
undir.“
Eitt þarf Hólmfríður þó ekki að
gera, og það er að slá af kröfunum.
„Ég tók mig til þegar ég fór að
vinna hjá Eddu og las allt það sem
forlagið gaf út það árið. Þó að mig
hefði svo sem grunað það fyrir kom
mér á óvart að lesturinn staðfesti að
íslendingar eiga rithöfunda sem eru
á heimsmælikvarða.“
Rafbækur skapa möguleika
Ekki er að heyra á Hólmfríði að
ráðist verði í miklar breytingar á
rekstri Forlagsins. Hún segir að
eins og önnur fyrirtæki verði For-
lagið að bæta sig frá ári til árs. „En
það liggur ekki fyrir að breyta um
stefnu. Við munum halda áfram að
gefa út okkar góðu höfunda, gefa út
þýddar bækur, og gera öllum regn-
boga bókmenntanna skil með verk-
um fyrir alla.“
Tæknisinnaðir bókaunnendur
ættu þó að verða varir við eina stóra
breytingu: snaraukið úrval af titlum
á rafbókarformi. „Við höfum unnið
að því að rafbókavæða baklistann
okkar og gera þannig aðgengilegar
bækur sem ekki er lengur hægt að
finna í verslunum. Prentaða bókin
er ekki á förum en í rafbókunum
felst samt tækifæri til að gefa út
bækur sem ekki væri hagkvæmt að
prenta,“ segir Hólmfríður, sem tel-
ur litlar líkur á að prentaðar bækur
muni einn daginn heyra sögunni til.
„Bókin heldur áfram gildi sínu sem
prentgripur og svo virðist sem flest-
ir sem kaupa rafbækur kaupi líka
prentaðar bækur.“
Bandaríkin Kossinn innsiglaði áramótin í New York.
Ástralía Mikil gleði var í Sydney um áramótin.
AFP
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2017
Höfundur Harry Potter-bókanna,
J.K. Rowling, upplýsti nýlega á
Twitter að hún væri með tvær bæk-
ur í smíðum. Önnur er skrifuð und-
ir eigin nafni en hin undir nafni Ro-
berts Galbraith,
leynilögreglumanns.
„Ég er ekki viss um hvor komi út
á undan. Ég læt ykkur vita um leið
og ég veit það!“ segir Rowling.
Árið hefur verið annasamt hjá
Rowling. Myndin Fantastic Beasts
and where to find them sló í gegn í
bíóhúsum og leikritið Harry Potter
and the Cursed Child var sett á
svið. Engin bók hefur komið út síð-
an 2015. Rowling vill lítið gefa upp
um söguþráð bókanna sem í bígerð
eru, en uppljóstrar að hún byrji að
skrifa fyrir kl. sex á morgnana.
Einn aðdáandi hennar undrar sig á
því hversu snemma dags hún byrji
að vinna. Rowling segir það gefa
góða raun. „Taktu tölvuna með þér
upp í rúm á morgnana og byrjaðu
að vinna! Maður þarf ekkert að
vera formlega klæddur.“
J.K. Rowling með tvær bækur í smíðum
J.K. Rowling Höfundur Harry Potter bóka.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fös 6/1 kl. 20:00 138. s Sun 15/1 kl. 20:00 142. s Lau 28/1 kl. 20:00 146. s
Sun 8/1 kl. 20:00 139. s Lau 21/1 kl. 20:00 143. s Sun 29/1 kl. 20:00 147. s
Fim 12/1 kl. 20:00 140. s Sun 22/1 kl. 20:00 144. s
Lau 14/1 kl. 20:00 141. s Fim 26/1 kl. 20:00 145. s
Janúarsýningar komnar í sölu!
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Sun 8/1 kl. 13:00 25.s Lau 21/1 kl. 13:00 28.s Lau 4/2 kl. 13:00 31. s
Lau 14/1 kl. 13:00 26.s Sun 22/1 kl. 13:00 29.s Lau 11/2 kl. 13:00 32. s
Sun 15/1 kl. 13:00 27.s Sun 29/1 kl. 13:00 30. s Sun 19/2 kl. 13:00 33. s
Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar
Njála (Stóra sviðið)
Mið 4/1 kl. 20:00 Lau 7/1 kl. 20:00 Síðasta s.
Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur. Síðustu sýningar.
Ræman (Nýja sviðið)
Mið 11/1 kl. 20:00 Frums. Sun 15/1 kl. 20:00 3. sýn Fim 19/1 kl. 20:00 5. sýn
Lau 14/1 kl. 20:00 2. sýn Mið 18/1 kl. 20:00 4. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 6. sýn
Nýtt verk sem hlaut Pulitzer-verðlaunin 2014!
Hún Pabbi (Litla svið )
Fös 6/1 kl. 20:00 Frums. Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 5 sýn
Lau 7/1 kl. 20:00 2. sýn Lau 14/1 kl. 20:00 4. sýn Lau 21/1 kl. 20:00 6. sýn
Í samstarfi við leikhópinn Trigger Warning
Salka Valka (Stóra svið)
Fim 5/1 kl. 20:00 2. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 7. sýn Fim 2/2 kl. 20:00 12. sýn
Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Þri 24/1 kl. 20:00 8. sýn Fös 3/2 kl. 20:00 13. sýn
Þri 17/1 kl. 20:00 4. sýn Mið 25/1 kl. 20:00 9. sýn Mið 8/2 kl. 20:00 14. sýn
Mið 18/1 kl. 20:00 5. sýn Fös 27/1 kl. 20:00 10.sýn Fim 9/2 kl. 20:00 15 sýn
Fim 19/1 kl. 20:00 6. sýn Mið 1/2 kl. 20:00 11. sýn
Ein ástsælasta saga þjóðarinnar í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Yönu Ross
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Japanskt
meistaraverk
Landsins mesta
úrval af píanóum
í öllum verð�lokkum.
Hjá okkur færðu
faglega þjónustu,
byggða á þekkingu
og áratuga reynslu.
Hólmfríður er ekki ein um að hafa áhyggjur af stöðu ís-
lenskra bóka og íslenskrar tungu. Hún segir greinilegt
að aðgerða sé þörf. „Vinkona mín, sem starfar sem
kennari, sagði mér frá því um daginn að drengir sem
hún kennir í fjórða bekk séu farnir að tala ensku þegar
þeir leika sér saman í frímínútum. Íslenskan virðist
eiga undir högg að sækja, sérstaklega hjá unga fólkinu,
og greinilegt af alþjóðlegum rannsóknum að sú stefna
sem er í gangi til að auka lestrarskilning er ekki að
ganga. Nokkir einstaklingar hafa reynt að sporna gegn
þessari neikvæðu þróun, s.s. Ævar vísindamaður sem
stendur fyrir lestrarátökum og Þórhildur Garðarsdóttir
á Forlaginu sem hefur staðið fyrir fræðsluverkefni þar
sem skólabörn læra hvernig bækur verða til. Þetta eru
stórmerkileg framtök en gengur ekki að þurfi að stóla á
svona sjálfsprottin átök til að auka lestraráhuga og
–skilning barna.“
Skattfrelsi og stuðningur
Aðspurð hvað hún myndi gera í málunum ef hún fengi
einræðisvald í einn dag segir Hólmfríður að afnám virð-
isaukaskatts á bókum, og menningu almennt, yrði með
hennar fyrstu verkum, samhliða auknum stuðningi við
skrif og bókaútgáfu. Því næst myndi hún láta gera átak
í íslenskun bóka og afþreyingarefnis, og þýðingum ís-
lenskra verka á erlend mál. Mikið er í húfi og aðgerða
þörf: „Það er í íslenskunni og í íslensku bókmenntunum
sem við geymum okkar sérkenni og menningu. Ef við
töpum þessu þá verðum við einkennalaus þjóð.“
Segir Hólmfríður það einstakt happ bæði hvað Ís-
lendingar eiga góða höfunda og líka marga frábæra
þýðendur sem snara íslenskum verkum á erlend tungu-
mál. „Umheimurinn hefur verið að uppgötva þennan
fjársjóð okkar og hafa íslenskir höfundar notið verð-
skuldaðrar velgengni erlendis. Það er í gegnum þessa
höfunda að við eigum í samræðu við umheiminn, á
tungumáli sem er talað af aðeins 330.000 manns.“
Er annars einhver hætta á að meðbyrinn sem skand-
inavískar bókmenntir hafa notið að undanförnu hverfi
einn góðan veðurdag? Er áhuginn á norrænum kulda og
drunga kannski bara tískusveifla í bókmenntaheim-
inum? Hólmfríður telur það ósennilegt. „Vissulega eru
tískusveiflur á bókamarkaði eins og annars staðar en
við skulum muna að löngu áður en skandinavíska bylgj-
an fór af stað þá voru margir íslenskir höfundar þegar
farnir að gera það gott úti í heimi,“ segir hún. „Það sem
lesendur eru að leita að er heldur ekki bara stemningin,
kuldinn og dimmir vetur sem sögusviðið skapar, heldur
líka persónurnar sem höfundarnir hafa búið til.“
Með miklar áhyggjur af lestri barna
BÖRNIN TALA ENSKU ÞEGAR ÞAU LEIKA SÉR ÚTI Á SKÓLALÓÐINNI
Morgunblaðið/Golli
Grunnurinn Rannsóknir benda til þess að lestrargetu íslenskra
barna fari hrakandi. Hólmfríður segir núverandi stefnu ekki virka.