Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Side 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Side 2
Hvað er að frétta? Allt það létta, takk fyrir að spyrja. Mér finnst ótrúlega gaman að vera tónlistarmaður í desember, alls konar mismunandi verk- efni sem maður tekur að sér. En á móti kemur þá sakna ég þess að eiga gæðastund með fjölskyldunni svo það verður kærkomið að gera eitthvað skemmtilegt með henni núna rétt fyrir jólin og um hátíðirnar. Tónleikar í Austurbæ rétt fyrir jólin – hefð sem er komin til að vera? Það lítur allt út fyrir það. Þetta byrjaði í raun allt saman í Bæjarbíó í Hafnarfirði í desember árið 2011. Við Frikki spil- uðum þar saman tvö ár í röð. Svo sveik Frikki mig eitt árið og fór til Flórída og ég var plataður til að vera með tónleika í Aust- urbæ ásamt hljómsveit. Ég var tregur til því ég hélt að enginn myndi mæta en annað kom á daginn og ég hélt tvenna tónleika þar árið 2013. Síðan þá hefur þetta verið árlega í Austurbænum og í fyrra bættust við tónleikar okkar bræðra. Í ár kem ég þrisvar fram með hljómsveitinni minni og fjórum sinnum með Frikka svo maður getur ekki verið annað en þakklátur fyrir það hversu marg- ir koma og skemmta sér. Hver er eftirlætisjólahefðin þín almennt? Síðustu þrjú ár hef ég farið ásamt Hafdísi Björk, unnustunni minni, á Bubba í Hörpu á Þorlák. Okkur finnst ótrúlega notalegt að rölta með börnunum niðri í bæ, setja þau svo í ömmudekur og eiga síðan stund tvö saman svo skömmu fyrir jólin. Þannig að eftir að ég eign- aðist mína eigin fjölskyldu er þetta eftirlætisjólahefðin mín. Þú ert að vinna að nýrri plötu? Ég í raun og veru setti þetta með nýju plötuna í auglýsingatextann fyrir tónleikana til að setja pressu á sjálfan mig. Það eru tvö ár síð- an ég gaf út plötu svo í mínum huga er kominn tími á að senda frá sér nýja enda hafa nokkur lög fæðst síðan. Í millitíðinni fékk ég líka blásturhljóðfæraleikara í bandið og hefur það haft áhrif á lagasmíð- arnar. En annars er platan á algjöru grunnstigi og margt sem á eftir að útfæra, betrumbæta eða jafnvel henda. En það er fínasta ára- mótaheit að ætla sér að gefa út plötu á nýju ári. Eins verður að koma í ljós á hvaða formi hún verður á þessari öld stafrænu tækninnar. Hvernig líst þér svo á árið 2017? Ég er alltaf fullur bjartsýni á áramótum. Það er nú þegar staðfest að árið verður eftirminnilegt vegna þess að við Hafdís Björk ætlum að ganga í það heilaga og fagna með vinum og vanda- mönnum. Þótt það rigni eldi og brennisteini þann dag þá mun ég samt svífa á bleiku skýi. Eins þá held ég að ég verði enn staðráðnari í því að gera bara hluti sem veita mér hamingju og ætla því að vera duglegur að vera með þeim sem standa mér næst, duglegur að búa til tónlist og duglegur að spila fótbolta. Það er gott að setja sér markmið en mestu skiptir auðvitað að njóta hvers dags. Morgunblaðið/Eggert JÓN JÓNSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Í það heilaga 2017 Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.12. 2016 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Nicole Leigh Mosty hefur tekið sæti á Alþingi og í jómfrúrræðu sinnigerði hún mikilvægi innflytjenda fyrir þjóðfélagið að umtalsefni.Hún benti á að alltof algengt er hér á landi að fólk sem er af erlendu bergi brotið fái ekki störf sem hæfi menntun þess og reynslu. Þetta er góð áminning hjá Nicole. Það er nauðsynlegt að nýta krafta allra í þjóðfélaginu til fulls, sérstaklega í svona litlu landi. Við þurfum einfaldlega á öllum að halda, ekki bara sumum. Í ræðunni minntist hún líka á þörfina hér á landi fyrir erlent vinnuafl. Það er undarleg þversögn að hér á landi skuli vera jafn ströng löggjöf um útlend- inga og raun ber vitni á sama tíma og vinnuafl er flutt inn í stórum stíl. Hvers vegna er ekki gert meira af því að bjóða fólk velkomið sem hér vill eiga heima? Það er ekki eins og hér skorti pláss eða aðstöðu. Hér er nóg af öllu – nema kannski fólki. Samt sendum við fólk unnvörpum úr landi, sem ekkert vill frekar en að fá tækifæri til að fóta sig í þessu litla samfélagi. Krafta fólks þarf að nýta og það skiptir máli fyrir samfélagið að allir fái sömu tækifæri til að blómstra. Það er ólýsanlega sorglegt að staðan skuli enn vera þannig að fólk sem ber erlend nöfn standi verr að vígi á vinnumarkaði. En um slíkt eru því miður dæmi. Fólk sem hefur iðn- menntun eða háskólamenntun að baki fær enga vinnu þar menntunin nýtist heldur koðnar niður í störfum sem það finnur sig ekki í. Þessu þarf að breyta og það eru góðar fréttir að fólk sem flust hefur til Íslands frá öðrum löndum eigi nú málsvara á Alþingi. Hinn nýi þingmaður fær nú að takast á við þunglamalegt kerfi sem umlyk- ur málefni útlendinga á Íslandi. Full ástæða er til að hvetja Nicole og aðra þingmenn til dáða. Mörgu þarf að breyta. Hvort sem það eru lög, reglugerðir eða verklag sem þarf að breyta þá er nauðsynlegt að skipta algjörlega um kúrs og tryggja að fólk sem hingað er komið til að setjast að fái að gera það. Og þegar það er í höfn þarf að tryggja að það sitji við sama borð og aðrir. Við þurfum með einhverjum hætti að snúa frá þeirri braut sem við erum á og hætta að vera sífellt að senda fólk úr landi sem hér vill vera. Ekki aðeins er það ómannúðlegt og sviptir fólk tækifæri til að lifa eðlilegu lífi heldur missum við af tækifærum til að þroskast sem samfélag. Við getum tekið við fleira fólki og hreinlega þurfum fleira fólk, fleiri hugmyndir og jafnara sam- félag sem tekur tillit til allra, óháð uppruna. Það er minn óskalisti til jóla- sveinanna 63 við Austurvöll. Nicole Leigh Mosty leikskólastjóri hefur tekið sæti á þingi. Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Nýtum krafta allra, ekki bara sumra Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is ’Hvers vegna er ekkigert meira af því aðbjóða fólk velkomið semhér vill eiga heima? Það er ekki eins og hér skorti pláss eða aðstöðu. Hér er nóg af öllu – nema kannski fólki. Aþena Valý Orradóttir Svona tíu, tólf. Ég eyði svona hundraðþúsundkalli myndi ég halda. SPURNING DAGSINS Hvað kaupir þú margar jólagjafir? Alexander Örn Kristjánsson Ég kaupi svona sjö til níu jólagjafir og reyni að gefa öllum jafnt. Morgunblaðið/Ásdís Eva Guðlaugsdóttir Ég kaupi tólf til fimmtán. Litli strákurinn og maðurinn fá flottustu gjafirnar. Hákon Hákonarson Ég kaupi sautján. Mamma og kær- astan fá dýrustu gjafirnar og vin- irnir eitthvað sniðugt úr Tiger. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók RAX Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson heldur tónleika í Austurbæ í kvöld, laugardagskvöld, en húsfyllir hefur verið á öllum tónleikum hans í Austurbæ til þessa. Jón er að vinna efni á nýja plötu og má gera ráð fyrir að eitthvað heyrist af því.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.