Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.12. 2016
Heima í hlýjunni sitjum viðmeð fartölvuna í kjöltunnieða kveikjum á sjónvarpinu
yfir kvöldmatnum sem mallar í pott-
unum. Við fylgjumst með fréttum og
færslum á samfélagsmiðlum um stríð
og hörmungar fólks í ókunnugri borg
langt í burtu. Þar má sjá fólk sem
biðlar til heimsins, biður um hjálp.
Yfirflæði mynda í dag er slíkt að
flestar missa þær vægi og merkingu
og þar með tilgang sinn, sem ætti að
vera að opna augu fólks og hjálpa til
við að binda enda á stríð. En myndir
og raddir renna saman í einn hræri-
graut og við erum fljót að skrolla niður
í eitthvað sem er ekki eins óþægilegt
að horfa á. Eða slökkva á fréttunum.
Áhrifamáttur ljósmynda
Svo virðist sem stakar ljósmyndir
sitji frekar í hugum fólks og veki það
til umhugsunar, heldur en myndbönd
eða beinar útsendingar. Mannkyns-
sagan hefur sýnt okkur að ljósmyndir
geta búið yfir miklum mætti og geta
haft gífurleg áhrif á skoðanir almenn-
ings og stjórnvalda. Eitt dæmi úr
sögunni er ljósmyndir frá Víetnam-
stríðinu en þær höfðu mikil áhrif á
gang stríðsins. Víetnamstríðið var
fyrsta stríð sögunnar sem var ljós-
myndað í miklum mæli. Á undan því
stríði sýndu ljósmyndir úr stríðum
gjarnan hetjuskap hermanna en
myndir úr Víetnamstríðinu sýndu allt
annað og voru notaðar til að gagn-
rýna stríðið. Ljósmyndarar stríðsins
fengu frjálsar hendur til að mynda
hvað sem var og upphaflega héldu
ráðamenn að myndirnar myndu
styðja þeirra málstað, en síðar kom á
daginn að þær vöktu önnur viðbrögð.
Vegna þess fylgdust yfirvöld vel með
því hvað var myndað í Persaflóastríð-
inu, en George H.W. Bush Banda-
ríkjaforseti vildi forðast það sem
hann kallaði „another Vietnam“.
Þannig var ljósmyndurum haldið frá
því stríði eins og unnt var.
Í Íraksstríðinu voru reglur aðeins
rýmkaðar en þó þannig að ljósmynd-
arar voru undir ströngu eftirliti ráða-
manna og allt var vandlega ritskoðað
áður en það var sent í birtingu. Þegar
allt kom til alls voru áhrifamestu
myndir Íraksstríðsins teknar af her-
mönnunum sjálfum, nánar til tekið í
Abu Ghraib-fangelsinu eins og marg-
ir muna.
Sameiginleg minning
Nú þegar tæknin er orðin þannig að
hver sem er getur tekið mynd eða
jafnvel sent út beint frá vettvangi á
samfélagsmiðlum, er spurning
hversu mikil áhrif myndir geta haft.
Hverfa þær allar í hafsjó tugþúsunda
mynda?
Einstaka ljósmyndir virðast hafa
orðið að einhvers konar sameiginlegri
minningu fólks í heiminum. Flest
þekkjum við myndir úr fortíðinni eins
og mynd Kevins Carters frá 1993 af
sveltandi barni og hrægammi í Súd-
an. Eins muna allir eftir mynd sem
Nick Ut tók árið 1972 í Suður-
Víetnam af hinni níu ára Phan Thi
Kim Phuc, þar sem hún hleypur nak-
in og öskrandi eftir götunni, brennd
af napalmi. Þessar myndir og margar
fleiri áttu sannarlega þátt í að binda
enda á stríð og þjáningar.
Lítill látinn drengur
En hvað með Sýrland? Íbúar Aleppo
hafa búið við sprengjuregn og hörm-
ungar í mörg ár. Fáir fréttamenn eru
þar og eru margar myndirnar þaðan
frá almenningi. Þær eru engu að síð-
ur merkileg heimild um ástandið.
Stríðsljósmyndarinn Patrick
Chauvel sagði nýlega að hann færi í
stríð að ljósmynda vegna þess að það
væri mikilvægt. Bæði til þess að opna
augu umheimsins og þar með stjórn-
málamanna og einnig til að skrásetja
söguna.
Tvær ljósmyndir sem tengjast
stríðinu í Sýrlandi hafa greypst í
huga fólks líkt og þær myndir sem
nefndar eru hér að ofan.
Annars vegar er það myndin af
Aylan Kurdi, látnum tveggja ára
dreng sem liggur á grúfu á ströndum
Tyrklands, og hins vegar myndin af
Omran Daqneesh, fimm ára dreng
sem dreginn var úr rústum Aleppo.
Hann sést sitja þakinn ösku og blóði í
sjúkrabíl, ráðvilltur á svip. Reyndar
er sú mynd stilla úr myndbandi en
stendur engu að síður sem einstök
mynd.
Spurningin er, munu þessar
ímyndir lifa í huga almennings heims-
ins eða hverfa þær í óminnisholuna
eins og flestar aðrar myndir? Munu
þær gera eitthvert gagn? Tíminn einn
mun leiða það í ljós. Sannleikurinn er
sá að það vill enginn sjá þessar mynd-
ir. Það er nefnilega of erfitt að horfa á
þær.
Myndirnar
sem enginn
vill sjá
Stríðsljósmyndarar leggja líf sitt í hættu til að ná
myndum af hörmungum stríða og mannlegri
eymd sem þeim fylgir. Almennir íbúar stríðs-
hrjáðra landa senda sjálfir út myndir á samfélags-
miðlum. En gera þær gagn?
Myndin af Aylan Kurdi, sýrlenskum dreng sem drukknaði við strendur Tyrk-
lands, vakti gríðarleg viðbrögð frá heiminum og er ímyndin líklega greypt í
huga fólks um aldur og ævi.
AFP
Litli, ráðvillti og umkomulausi drengurinn, Omran Daqneesh, snerti strengi í hjörtum fólks víða um heim. Mynd sem
þessi getur vonandi haft áhrif til góðs.
AFP
’
Tilgangur með stríðsmyndum er að trufla stjórnmálamenn
þegar þeir taka rangar ákvarðanir. Okkar hlutverk er að fylgj-
ast með ástandinu og segja söguna. Við erum ekki bara að vinna til
þess að ná fréttinni, heldur líka til þess að skrásetja söguna.
Patrick Chauvel stríðsljósmyndari.
ERLENT
ÁSDÍS ÁSGEIRSDÓTTIR
asdis@mbl.is
BANDARÍKIN
Þúsundir manna hyggjast fara í mál
við bandaríska vörurisann Johnson
& Johnson vegna lyfs sem hafði þá
aukaverkun að þeim uxu brjóst.
Talað er um karlabrjóstamyndun
þegar
brjóstvefur
drengja og
karla vex
líkt og hjá
konu.
GRIKKLAND
Sænskir fornleifafræðingar hafa fundið
kkta borgáður óþe í Grikklandi og
fornleifafræðingar frá Háskólanum í
Gautaborg telja fundinn geta breytt
sýn á svæði sem til þessa hefur verið
talið hafa lítið menningarsögulegt gildi.
SÝRLAND
Sýrlenski stjórnarherinn hefur lagt undir sig
bróðurpart Aleppo en ráðamenn helstu þjóða
heims hafa fordæmt framgöngu Sýrlandshers í
Aleppo gagnvart
óbreyttum, óvopnuðum
borgurum. John Kerry,
utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði að
sú framganga væri ekkert
minna en þjóðarmorð.
BRETLAND
ftirlitsaðilar hafa skikkað stærstaE
sjúkrahús Evrópu, Royal London
Hospital, til að taka öryggismál
sín í gegn en raunveruleg hætta
er á að nýbakaðar mæður taki
rangt barn heim.