Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Qupperneq 13
18.12. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is
„Veist þúað skilgreining
áhitabreytist eftir aldri?
ThermoScan7eyrnahita-
mælirinnminnveit það.“
BraunThermoScan
eyrnahitamælar fást í öllum
lyfjaverslunum
ThermoScan® 7
Tryggingamálið flæktist
Þegar hjónin höfðu samband við tryggingafélagið sitt var þeim
upphaflega sagt að þau þyrftu ekki að hafa neinar áhyggjur; þau
væru í 100% rétti og fengju tjónið bætt. „Raunar fylgdi sögunni
að hugsanlega væru menn uppfrá að laga girðingar,“ segir Au-
rora. Henni þótti undarlegt að þær upplýsingar væru gefnar en
hún starfaði sjálf lengi sem umboðsmaður tryggingafélags.
Draga þurfti bílinn og geyma með tilheyrandi kostnaði sem
tryggingafélagið samþykkti að greiða. „Varla hefði það verið
gert hefði vafi verið í málinu,“ segir Aurora.
Fljótlega flæktist þó málið en í ljós kom að eigandi hestanna,
Íslenski hesturinn, var tryggður hjá sama félagi. Þegar Aurora
ætlaði að nálgast lögregluskýrsluna var beiðni hennar hafnað
með þeim rökum að tryggingafélagið yrði að biðja um hana.
„Það hef ég aldrei heyrt áður,“ segir hún.
Aurora gerir einnig athugasemd við atvikalýsingu í skýrsl-
unni en þar er bíllinn til dæmis sagður lítið skemmdur.
Hulduvera á ferli?
Sonur Auroru, Sighvatur Bjarnason, hafði samband við eiganda
hestanna sem taldi líklegustu skýringuna á því að hestarnir
gengu lausir þetta kvöld þá að „einhver óviðkomandi“ hefði opn-
að hliðið að beitilandinu. Sjálfur var eigandinn viss um að hafa
lokað því. „Af þessum sökum gekkst eigandinn ekki við ábyrgð
og þessi skýring var upphaflega tekin góð og gild af trygginga-
félaginu. Það er auðvitað grafalvarlegt mál. Gangi einhver
hulduvera um og opni hlið fyrir hrossum í skjóli nætur við þjóð-
veginn hlýtur lögreglan að þurfa að rannsaka málið. Það hlýtur
að teljast mjög alvarlegur ásetningur,“ segir Sighvatur.
Þessu vildi fjölskyldan ekki una og fékk sér lögmann. Ekki
dró til tíðinda fyrr en tæpum tveimur árum síðar þegar í ljós
kom að Matvælastofnun hafði í desember 2013, mánuði fyrir
slysið, gert skriflega athugasemd við aðbúnað hrossanna í téðu
beitilandi á Kjalarnesi. Þau hefðu til að mynda ekki nóg æti.
Engar heyrúllur voru í hólfinu og þekkt er að svangir hestar
fara gjarnan á ferð. „Það þýddi að eigandinn var ekki lengur
grandvaralaus og við það breyttist afstaða tryggingafélagsins
og tjónið var bætt að fullu,“ segir Sighvatur.
Réttlætið sigraði
Aurora segir þetta gott dæmi um það að venjulegt fólk megi sín
oft lítils gagnvart fyrirtækjum í tryggingamálum. „Þetta var
löng og ströng barátta og sjálfsagt hefðu margir verið búnir að
gefast upp. Við vorum hins vegar staðráðin í að sækja rétt okk-
ar. Okkur var slétt sama um krónurnar fyrir bílinn; þetta mál
snerist um ábyrgð eiganda hestanna – gagnvart dýrum og
mönnum. Sú ábyrgð var á endanum viðurkennd og réttlætið
sigraði.“
Sighvatur segir þessi tvö slys vekja áleitnar spurningar um
öryggi vegfarenda á þessum slóðum. Lausaganga hrossa sé
stranglega bönnuð í Reykjavík og eigendum beitihaganna beri
skylda til að girðingar séu hrossheldar. „Eftir að foreldrar mínir
lentu í slysinu á sínum tíma fór ég og skoðaði aðstæður á vett-
vangi og það er óhætt að segja að pottur sé brotinn; hross kom-
ast víða upp á veginn. Það er viðvarandi vandamál á þessum
slóðum að hross séu á ferð yfir veginn og það hlýtur að vera á
ábyrgð eigenda þeirra,“ segir Sighvatur sem veltir líka fyrir sér
hvort eðlilegt sé að beitihólf séu svo nálægt þjóðveginum.
Kemur óorði á alla
Að dómi Sighvatar er það hagur allra hestaeigenda á svæðinu að
úrbætur séu gerðar enda komi slys sem þessi óorði á þá alla
enda þótt flestir séu eflaust með sitt á hreinu.
Aurora veltir fyrir sér hvort ekki sé ástæða til að skylda eig-
endur hesta á þessu svæði til að hafa endurskinsmerki á hest-
unum. „Ég veit svo sem ekki hvort slíkt eru yfirleitt til en það
hlýtur að mega hanna endurskinsmerki sem hestarnir bera án
óþæginda, til dæmis í faxinu.“
Fyrir utan slysin hefur Aurora sjálf hringt nokkrum sinnum
og tilkynnt um laus hross á og við þjóðveginn á Kjalarnesi og
veit til þess að fleiri íbúar í Grundahverfi hafi gert slíkt hið
sama. „Lögreglunni er kunnugt um þennan vanda, eins Mat-
vælastofnun, Reykjavíkurborg, eigendum hestanna og trygg-
ingafélaginu. Samt er ekki búið að leysa málið. Eftir hverju eru
menn að bíða? Dauðaslysi?“ spyr Aurora og bætir við að sjálf sé
hún orðin mjög vör um sig að keyra þessa leið, sér í lagi í myrkri.
Fólk þarf að vera öruggt
„Fólk þarf að vera öruggt þegar það keyrir heim til sín. Það er
heldur ekki eins og þetta sé einhver fáfarinn sveitavegur, þetta
er sjálfur þjóðvegurinn og gríðarlegur fjöldi bíla fer þarna um á
degi hverjum. Kjalarnes tilheyrir Reykjavík en samt er ekkert
hugsað um lýsingu á veginum. Myndi þetta líðast í Breiðholtinu
eða Árbænum? Hross hlaupandi um götur í svarta myrkri.“
Svari nú hver fyrir sig.
„Samt ók ég hægt, var í mesta lagi
á sjötíu kílómetra hraða á klukku-
stund; hefði ég verið á níutíu, eins
og leyfilegt er, væri ég varla hér.
Ég var stálheppin að halda bílnum
á veginum,“ segir Aurora Friðriks-
dóttir um slysið árið 2104.
Morgunblaðið/Eggert
Bifreið Auroru skemmdist mikið við atvikið árið 2104 og
var dæmdur ónýtur. Langan tíma tók að fá tjónið bætt.
Morgunblaðið/Eggert