Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Side 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Side 22
Leikararnir Ida Engvoll og Filip Berg leika Ove og eiginkonuna þegar þau voru ung. Skjáskot úr myndinni K vikmyndin En man som heter Ove fjallar um geðvondan mann á sextugsaldri sem gerir öllum lífið leitt sem þurfa að umgangast hann. Myndin er framlag Sví- þjóðar til Óskarsins í ár en hún byggist á sam- nefndri bók Fredriks Backman sem hefur farið sigurför um heiminn og er víða á metsölulistum. Hannes Holm, leikstjóri myndarinnar, fékk stórleikarann Rolf Lassgård í hlutverk Ove hins geðstirða og hina hæfileikaríku rísandi stjörnu Bahar Pars í hlutverk Parvaneh, óléttu írönsku konunnar sem verður nágranni Oves og kemur þónokkru róti á líf hans og tilfinningar. Réttir leikarar skipta öllu Blaðamaður fékk að stela hálftíma frá leikstjór- anum og aðalleikurnum myndarinnar á hóteli í New York þar sem Hannes, Bahar og Rolf voru á ferð til að fylgja eftir vinsældum mynd- arinnar. Hannes, var bókin orðin svona vinsæl þegar þú ákvaðst að kvikmynda hana? „Já, En man som heter Ove var rosalega vin- sæl bók, svo ég vildi alls ekki búa til kvikmynd eftir henni,“ segir Hannes sem einnig skrifaði handritið ásamt höfundi bókarinnar. Nú? Hvað breyttist? „Framleiðandinn minn gaf mér eintak af bók- inni, ég las hana og hreinlega grét. Þessi saga kemur á óvart. Hún er um erkitýpu sem við kunnum margar sögu um eins og t.d. Scrooge hans Dickers, en hér eru öll þessi endurlit í sög- unni sem skýra hvernig Ove varð að þeirri manneskju sem hann er. Og þá sögu langaði mig virkilega til að segja.“ Voru Bahar og Rolf fyrstu leikararnir sem þér datt í hug fyrir hlutverkin? „Ég vissi nú ekki einu sinni að Bahar var til, segir Hannes og hlær. „En já, Rolf var sá sem ég sá strax fyrir mér í hlutverki Oves. Þegar ég var að skrifa handritið sá ég hann fyrir mér. Það hjálpar að sjá einhvern fyrir sér í hlutverk- unum, þótt það sé ekki endilega leikari, heldur bara einhver sem þú þekkir, en það var Rolf hjá mér. Líka út af sögunni. Í henni mætast drama og grín og Rolf er einn af þeim sænsku leik- urum sem ráða hvað best við það form. Kannski fannst mér öruggara að skrifa beint fyrir hann í þeirri von að hann tæki frekar að sér hlut- verkið,“ segir hann og kinkar kolli brosandi til Rolfs. „Svo kom Bahar í prufu. Ég vissi að það yrði erfitt að finna réttu leikkonuna, því það eru ekki margar íranskar leikkonur í Svíþjóð á réttum aldri og hvað þá með mikla reynslu. Það komu nokkrar leikkonur í prufu og þær sögðu allar að þetta væri þeirra saga og þeirra hlutverk, en flestar þeirra léku Parvaneh sem fórnarlamb. Það gerði Bahar hins vegar alls ekki heldur var öll á útopnunni eins og Parvaneh sem er mjög lífleg og litrík. Þannig að um leið og ég sá hana vissi ég að hún var rétt fyrir hlutverkið. Eftir það var þetta leikur einn, því þegar þú ert með réttu leikarana er ótrúlega gaman í upptök- unum.“ Klisjukennda íranska stelpan „Mér leist nú ekkert á þetta hlutverk fyrst,“ segir Bahar hreinskilin. „Það var hringt í mig frá umboðsmanninum og lesin upp lýsing á per- sónunni sem mér fannst mjög klisjukennd; ír- anska stelpan sem talar með höndum. Ég nennti varla að hlusta og bað þau vinsamlegat um að hringja aftur seinna. Ég hef reynt að leika aldrei stereótýpur síðan ég varð leikkona og hef verið að berjast á móti þeim alla tíð. En svo fór ég að kíkja í bókina og sá að þetta var í raun mjög áhugavert hlutverk og að það yrði spennandi fyrir mig að gera Parvaneh að al- gjörlega trúverðugri persónu, en ekki bara stelpu sem talar með höndunum. Svo hitti ég þessa tvo gaura,“ segir Bahar og klappar Rolf og Hannesi sem sitja sitthvorum megin við hana, „og þá varð þetta fyrst skemmtilegt.“ „En þú hafðir hitt Rolf áður, var það ekki?“ spyr Hannes. „Jú, einu sinni. Það var mjög fyndið. Ég hitti Rolf í fyrsta skipti í lyftu ári áður. Við vorum þrjár vinkonurnar í lyftu þegar þessi stóri frægi sænski leikari kom inn, sem við vissum auðvitað allar hver var. Við vorum að tala um afmælin okkar, en við áttum allar afmæli í vikunni á eftir og ætluðum heldur betur að halda upp á þau. Rolf spurði um hvað við værum að tala og þá reyndist hann líka eiga afmæli þessa sömu viku!“ segir Bahar og hlær. „Svo þegar ég leiddi þau saman til að sjá hvernig þau næðu saman sem persónur, þá knúsföðmuðust þau, og ég spurði auðvitað hvort þau væru vinir, sem ég vildi ekkert endilega, en þá litu þau bæði á mig og sögðu: „Nei, við þekkj- umst eiginlega ekki,““ segir Hannes og hlær við tilhugsunina. Fulltrúi allra innflytjenda Bahar, átt þú mikið sameiginlegt með Parvan- eh? „Já og nei. Við erum auðvitað báðar frá Íran og búum í Svíþjóð sem minnihlutahópur. Ég á líka sænskan mann sem er algjör klaufi í hönd- unum, eins og hún. Annars finnst mér hún og mamma mín eiga meira sameiginlegt. Þær eru gamaldags og hafa það viðhorf að gera gott úr öllu; leggja áherslu á að virða gamla fólkið, að Svíar séu góðir, ekki rasistar, færa fólki mat og fleira sem Parvaneh gerir í myndinni. Okkar kynslóð af innflytjendum hefur ekki þessa þol- inmæði gagnvart fólki eins og Ove. Það er ekki í myndinni, en í bókinni segir Parvaneh við manninn sinn að Ove hafi bara gott af því að kenna henni á bíl, gamli maðurinn þurfi nú að hafa eitthvað fyrir stafni. Það er dæmigert eitt- hvað mamma myndi segja, eitthvað sem ég þekki ég úr mínum menningarheimi.“ Hún er samt ekki beint góð við Ove. Hún lítur bara framhjá leiðindunum í honum, sem einmitt gerir samskipti þeirra svo skemmtileg. „Já, fyrsta atriðið í myndinni er mjög dæmi- gert fyrir þau. Hann spyr hana reiður hvort hún geti ekki lesið umferðarskilti sem er á sænsku og hún spyr bara í sama tón hvort hann sé blindur, hún sé ekki að keyra, og heldur áfram að gera það sem hún er að gera. Ég Bahar, hefði ekki tekið þessu svona vel. Ég hefði álitið hann rasista. Það sem var samt erfiðast fyrir mig var að ég var að koma þessu hlutverki frá mér rétt. Hannes og Rolf hafa þegar gert fullt af bíómyndum, og þeir eru karlmenn þannig að samfélagið fer um þá mjúkari höndum, þannig að ef myndin er ekki góð, þá halda þeir samt sínu striki. En í þessari mynd var ég fulltrúi svo margs fólks, allra þess- ara innflytjenda í Svíþjóð alls staðar að úr heim- inum, sem sjaldan eru aðalsöguhetjurnar. Mér fannst ég verða að túlka hana trúverðuglega og vel, og setti þannig mjög mikla pressu á sjálfa mig. Ove er bara persónan Ove, en Parvaneh er bæði íranska Parvaneh og persónan, og ég þurfti að finna jafnvægi þarna á milli. Og þá var frábært að vera í svona góðum hópi, því Hannes skildi þetta algjörlega og samleikur okkar Rolfs hjálp- aði mér mjög mikið.“ Ég hef ekki lesið bókina, en mér fannst þú al- veg frábær týpa í myndinni. „Takk fyrir! Ég vona líka það sé rétt hjá mér að Parvaneh í myndinni er sterkari persónuleiki en sú í bókinni.“ Hlegið og grátið með Ove Rolf, hvernig leist þér á Ove í byrjun? „Ove er algjört draumahlutverk. Það að leika eins og eitthvað sé einhvern veginn, en svo er það allt öðruvísi undir yfirborðinu, það er draumaáskorun hvers leikara. Mér fannst hann strax dásamlegur og hann snart mig. Mér finnst sagan mjög stór og sammannleg, þannig að fólk sem lifir sig inn í myndina tengir án efa söguna við sitt eigið líf, og þannig verður sagan hluti af lífi áhorfendanna líka.“ Þekkir þú einhverja menn eins og Ove? „Algjörlega, og þeir eru ekki alltaf menn!“ „Eru ekki einmitt nokkrir félaga þinna í heimabænum þínum Gävle svolítið Ove-legir?“ spyr Hannes glottandi. „Eru þeir sáttir við myndina?“ „Já, algjörlega. En það var svolítið merkilegt þegar bókin kom út og allir voru að tala um hana, að konur töluðu um hana á einn veg og karlmenn á annan. Konur sáu eiginmenn sína í Ove og hlógu að honum, þótt sagan hefði snert við þeim. Karlar voru líka að hlæja að þessum gamla skrítna karli og fannst þetta grínbók. Ég var einmitt á hokkíleik rétt fyrir tökur og hitti tvo náunga. Þeir höfðu frétt að ég væri að fara að leika Ove, og annar náunginn lýsti fyrir hin- um þessum gamla karli og hvað það væri fyndið hve ótrúlega geðstirður og klikkaður hann væri, en að á sama tíma gréti maður með honum. Og það var einmitt þannig kvikmynd sem við reyndum að búa til.“ Ove þarf líka væntumþykju Ove er samt ekki vondur karl. Hann á bara við vandamál að stríða, eða hvað? „Hann er góður karl,“ svarar Hannes. „Eins og Parvaneh bendir einmitt á er hann tilfinn- ingalega heftur og opnar þannig fyrir þann möguleika að Ove geti verið góður náungi, og að hann þurfi líka á því að halda að fólki líki við hann og þyki vænt um hann.“ „Við ræddum fram og til baka fyrir tökurnar hvernig við vildu nákvæmlega hafa Ove, og við vorum öll sammála sýn Hannesar á hann. En það er ein setning sem hann segir í myndinnin sem var lykillinn að Ove og hegðun hans fyrir mig, þótt hún komi frekar seint í myndinni. Hann segir: „Augnablikið þegar ég hvarf inn í myrkrið.“ Við töluðum mikið um hvað þetta þýddi í rauninni, hvað kom fyrir hann á þessu augnabliki, hvernig við ættum að túlka það og koma því til skila í myndinni.“ Af hverju verða hann og Parvaneh vinir? Hvað hafa þau að gefa hvort öðru? „Þau þurfa á hvort öðru að halda,“ segir Rolf. „Þetta er eiginlega svona föður-dóttur sam- band, bætir Bahar við. „Og það er frábært. Kannski við ættum öll að vera betri við ná- granna okkar. Gefa þeim tækifæri áður en við dæmum þá leiðinlega.“ „Ég held að þau verði vinir út af fyrsta atrið- inu sem Bahar minntist á áðan,“ segir Rolf. „Þegar einhver kemur jafn dónalega fram við aðra manneskju eins og Ove kom fram við Pa- Fúlir kallar geta komið á óvart Sænska kvikmyndin Maður að nafni Ove er framlag Svía til Óskarsins í ár. Rolf Lassgård naut þess að túlka Ove og allt sem var að gerast undir yfirborðinu hjá honum. Bahar Pars fannst hún vera að túlka alla innflytjendur Svíþjóðar í hlutverki hinnar írönsku Parvaneh. Myndin verður sýnd á RÚV annan jóladag. Hildur Loftsdóttur hildurl@mbl.is Hannes, Bahar og Rolf í New York. Þau ferðast víða um heim til að fylgja vinsældum myndarinnar eftir. ’ Það var svolítið merkilegt þeg-ar bókin kom út og allir voruað tala um hana, að konur töluðuum hana á einn veg og karlmenn á annan. Konur sáu eiginmenn sína í Ove og hlógu að honum... VIÐTAL 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.12. 2016

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.