Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Side 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Side 23
Börnin hennar Parvaneh finna strax að Ove þarf á væntumþykju að halda. Ljósmynd/Johan Bergmark ravaneh, þá myndi sú manneskja eðlilega verða sár og fara, eða verða reið og láta það bitna á einhverjum öðrum. En hún svarar í sama tón og opnar þannig dyrnar fyrir vinskap þeirra.“ Menningarheimar mætast „Það er einn staður í bókinni sem ég held mikið upp á og finnst lýsa vinskap þeirra vel,“ segir Hannes. „Ove er að kenna Parvaneh að keyra bíl og bendir á að eftir allar þær hörmungar sem hún hafi upplifað í heimalandinu, flúið land, lært nýtt tungumál og aðlagast nýju samfélagi, þá hljóti hún að geta lært á bíl. Mér finnst þetta svo fallegt af honum, og líka í ljósi allra Sýrlending- anna sem eru núna að flykkjast til Svíþjóðar.“ „Ove er samt alveg sama í raun hvort hún er innflytjandi eð ekki,“ segir Bahar. „Fyrir hon- um á rétt að vera rétt og rangt er rangt, sama hvaða eða hverning manneskja á hlut að máli.“ Finnst ykkur þetta mjög sænsk kvikmynd? „Já!“ segir Rolf án þess að hika. „Þetta er auð- vitað sammannleg mynd og á þann hátt alþjóðleg, jafnvel ævintýri að vissu leyti, en sá ævintýra- heimur er reistur í mjög sænsku samfélagi.“ „Já, en hvað varðar samband Ove og Parvan- eh, þá er þetta mjög evrópsk saga, einmitt það sem er að gerast alls staðar í Evrópu núna, fólk úr ólíkum menningarheimum að kynnast, tak- ast á og mynda vinskap,“ bætir Bahar við. „Ég er sammála ykkur báðum,“ segir Hann- es, „enda hefur kvikmyndin verið mjög vinsæl um alla Evrópu og ekki síst í Skandinavíu, þannig að fólk alls taðar er að tengja við þessa sögu. Og nú er hún orðin framlag Svíþjóðar til Óskarsverðlaunanna, þannig að stundum geta gamlir fúlir karlar komið manni á óvart.“ „Já, og við þurfum að vera opin hvert fyrir öðru. Sjá hvert annað. Það er kannski klisja en samt satt,“ segir Bahar. Hverju breytir Óskarsútnefningin fyrir þig Hannes? „Hm … hingað til hef ég sjálfur skrifað hand- ritin að myndunum mínum. Þessar vinsældir sýna mér að kannski ég ætti frekar að búa til kvikmyndir byggðar á annarra manna sögum,“ segir Hannes og hlær. „Já, endilega haltu því áfram!“ tekur Rolf undir og Bahar hlær dátt. Bahar Pars og Rolf Lassgård í hlutverkum sínum sem Parvaneh og Ove. Skjáskot úr myndinni Morgunblaðið/Hildur Loftsdóttir 18.12. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.