Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.12. 2016
HÖNNUN
Það vakti athygli í sumar þegar Tuli-pop jók hlutafé sitt um 250 milljónirkróna með aðkomu fjárfesting-
arsjóðsins Frumtaks sem nýs hluthafa og
Þorberg ehf., sem er félag í eigu Dóru
Bjargar Marinósdóttur og átti þegar hlut í
fyrirtækinu. Með auknu hlutafé opnuðst
möguleikar á frekari landvinningum. Signý
Kolbeinsdóttir, yfirhönnuður og annar
stofnenda Tulipop, flytur ásamt fjölskyldu
sinni til New York í lok janúar þar sem fyr-
irtækið mun setja á fót skrifstofu. Signý
segir verkefnið leggjast vel í sig enda sé
ekki hlaupið að því að reka alþjóðlegt fyr-
irtæki frá Íslandi.
„Ef þú ert að stefna á einhvern stærri
markað þarftu einfaldlega að vera á staðn-
um og hitta fólkið. Það er ekki hægt að gera
alla hluti gegnum síma og netið. Það er
bara ekki það sama og að vera með mann-
eskju á staðnum.
Tækifærin eru þarna úti. Við höfum allt-
af stefnt að því að vera alþjóðlegt fyrirtæki.
Þess vegna hefur allt okkar efni alltaf verið
á ensku og líka nafnið á fyrirtækinu. Þó það
sé dýrmætt að hafa sterka fótfestu á Ís-
landi þá er markaðurinn lítill og erfitt að
reka alþjóðlegt fyrirtæki einungis frá Ís-
landi. Ekki nema vera þá alltaf á ferðalög-
um og þá hittir maður aldrei
börnin sín. Það er ekkert ódýrt
heldur að vera sífellt að
fljúga út,“ segir Signý.
Bækur, tölvuleikir og
teiknimyndir
á dagskrá
Tulipop snýst um
ákveðnar fígúrur, karakt-
era sem Signý hefur gefið
líf gegnum myndheim
sem er ólíkur flestu öðru.
Heimurinn birtist svo neyt-
endum í gegnum ýmsan varn-
ing, s.s. lampa, diska,
glös, töskur og fleira. Nú
nýlega hafa einnig komið
á markað mjúkdýr úr
Tulipop-fjölskyldunni. En
Signý segir draumana vera
enn stærri.
„Okkur hefur alltaf dreymt um að koma
þessum fígúrum í sjónvarp, bækur, teikni-
myndir og tölvuleiki. Við erum byrjaðar að
vinna með framleiðendum í Bretlandi og
Skotlandi sem eru að fara í það verkefni
með okkur að lífga fígúrurnar við. Fólk er
alltaf að spyrja hverjir þetta eru, hvað fíg-
úrurnar gera? Við viljum gera meira af því
að segja sögur af þessum karakterum.“
Bandaríkjamenn
opnir fyrir nýjungum
Signý segir Bandaríkjamarkað að mörgu
leyti ólíkan Íslandi og Evrópu. Það sýni sig
meðal annars í því að vörur fyrirtækisins
séu keyptar fyrir ólíka hópa þar vestra og
hér á landi. „Hér heima hefur fólk helst
tengt vörurnar okkar við börn og keypt
þær fyrir börn. Matarstellin frá okkur eru
til dæmis mikið keypt í skírnargjafir. Í
Bandaríkjunum er meira um að fólk hafi
verið að kaupa Tulipop fyrir unglinga og
jafnvel fullorðna.“
Auk þess að selja núverandi vörulínu fyr-
irtækisins í Bandaríkjunum er hugmyndin
að auka þann hluta fyrirtækisins sem snýr
að því að selja öðrum framleiðendum af-
notarétt af vörumerkjum undir Tulipop-
hattinum. Nú þegar hefur verið gerður
einn slíkur samningur við leik-
fangavörufyrirtækið Toy-
nami. Það fyrirtæki hefur
keypt réttinn til að nota
Tulipop-fígúrur til að fram-
leiða mjúkdýr sem sett
verða í sölu í yfir 100 leik-
fangaverslunum sem
nefnast Hot Topic í
Bandaríkjunum í jan-
úar.
„Hot Topic eru leik-
fangabúðir sem eru hugsaðar
fyrir eldri krakka, um
10 - 16 ára. Ég er mjög
spennt fyrir Banda-
ríkjamarkaði því fólk
þar er svo opið fyrir
nýjungum. Við erum
samt ekki endilega að
fara að gera nýjar vörurMorgunblaðið/Golli
Ísland orðið of lítið
Hönnunarfyrirtækið Tulipop opnar skrifstofu í New
York á nýju ári. Signý Kolbeinsdóttir yfirhönnuður
segir þetta rökrétt skref. Markmiðið sé að byggja upp
alþjóðlegt fyrirtæki og til þess að ná árangri í Banda-
ríkjunum sé nauðsynlegt að vera á staðnum
Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is
STÓLADAGAR
25% afsláttur af
ÖLLUM stólum*
EKKI
MISSA
AF ÞESSU!
EITT MESTA ÚRVAL
LANDSINS AF
BORÐSTOFUSTÓLUM
HÆGINDASTÓLUM
ELDHÚSSTÓLUM
OG BARSTÓLUM
YFIR 500 GERÐIR
* Gildir ekki af sérpöntunum.
15% afsláttur af Skovby stólum og Timeout.
Reykjavík
Bíldshöfði 20
Akureyri
Dalsbraut 1
www.husgagnahollin.is 558 1100
Ísafjörður
Skeiði 1
Laugard. 17. des. 11–18 | Sunnud. 18. des. 13–18
21.–23. des. 10–22 | Aðfangadagur 24. des. 10–13
Aðra daga fram að jólum er opið 10–18