Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Blaðsíða 29
fengum þá inn einkaaðila sem vann með okkur að því að koma fyrirtækinu á næsta þrep. Nú í sumar kom Frumtak svo inn og sú aukning var meðal annars gerð með það að markmiði að opna skrifstofu í Bandaríkj- unum og auka sýnileika okkar á erlendum mörkuðum.“ Signý segist alltaf hafa haft trú á því að fyrirtækið myndi ná langt og hægt yrði að láta þann draum að koma Tulipop- veröldinni í verslanir víða um heim rætast. „Þú þarft fyrst og fremst að hafa trú á því sem þú ert að gera. Það er hægt að komast mjög langt á því. En svo þarf að hafa þolinmæði og þrautseigju því þetta gerist ekki allt á einum degi. Svona upp- bygging bara tekur tíma,“ segir Signý sem þessa dagana er að skipuleggja flutningana út í janúar. Hún og eiginmaður hennar Heimir Snorrason fara utan ásamt börn- unum Snorra og Svövu. Signý ætlar að koma Tulipop-skrifstofunni fyrir í húsa- kynnum WeWork í Brooklyn, en það er eins konar skrifstofuútleiga þar sem safn- ast saman fólk og fyrirtæki úr ýmsum skapandi greinum. Hún segir að þeim hætti þó til að gleyma að staldra við og fagna því sem vel hefur tekist, þeim áföngum sem náðst hafa. „Við erum að reyna að vera duglegri að fagna öllum litlu sigrunum og það er auðvitað frá- bært að hjá fyrirtækinu sé nú starfandi öfl- ugt sex manna teymi sem vinnur að því að koma Tulipop heiminum fyrir augu fólks um allan heim. Það er gaman að geta stigið næstu skref og stækkað Tulipop heiminn enn frekar.“ Diskar, glös og hnífapör eru vin- sæl fyrir börn hér á landi en í Banda- ríkjunum eru vör- urnar ekki síður keyptar fyrir ung- linga og fullorðna. Fígúrur Tulipop eiga sér allar nöfn bæði á íslensku og ensku. Mjúkdýrin fara í sölu í yfir 100 bandarísk- um leikfangabúðum í upphafi næsta ár. heldur miklu frekar að segja fleiri sögur af karakterunum sem við erum með nú þegar. Búa til öpp og teiknimyndir og gera svo mögulega fleiri samninga um afnotarétt af okkar vörumerkjum,“ segir Signý. Hún segir markið þó ekki endilega sett á að gera barnaefni. „Við ætlum svolítið að fara með teikni- myndirnar í þá átt að hugsa þær ekki endi- lega fyrir ákveðinn aldurshóp heldur bara gera þetta eins og okkur langar. Gera þetta jafnvel að teiknimyndum sem geta verið fyrir börn eða fullorðna. Ef þér finnst það skemmtilegt þá máttu horfa, alveg sama á hvaða aldri þú ert. Litir, gleði og skemmtilegar teikningar þurfa ekki að vera fráteknar fyrir börn. Það eru allir skapandi og flestir hafa gaman af litum og einhverju fallegu. Okkur langar að má út þessar línur sem segja okkur að eitt- hvað sé fyrir börn og annað ekki. Við viljum bara gera eitthvað skemmtilegt og fallegt. Tulipop byrjaði einmitt svona, það átti bara að vera eitthvað skemmtilegt, hvorki hugsað sérstaklega fyrir börn né sér- staklega fyrir fullorðna.“ Byrjuðu tvær en eru orðnar sex Tulipop-heimurinn er hugarfóstur Signýjar en fyrirtækið stofnaði hún ásamt Helgu Árnadóttur, vinkonu sinni og fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, árið 2010. Nú starfa alls sex konur hjá fyrirtækinu sem hefur vaxið jafnt og þétt á þeim árum sem það hefur starfað og tvisvar ráðist í hluta- fjáraukningu. „Fyrst jukum við hlutafé árið 2013 og ’Okkur hefuralltaf dreymtum að koma þess-um fígúrum í sjónvarp, bækur, teiknimyndir og tölvuleiki. 18.12. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 LÝKUR UM HELGINA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.