Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Síða 39
Ein í gegnum töfraskóg
Við komum að bryggju þar sem mér
var bent á að fara í „land“ en þar
biðu konur og börn á litlum við-
arbátum eftir að fá að sigla með
ferðamenn í gegnum skóg sem óx
upp úr vatninu. Karlmennirnir voru
líklega allir við veiðar en fólkið lifir
þarna af fiskveiðum og er vatnið víst
gjöfult.
Móðir og ung dóttir sigldu með
mig í gegnum þennan töfraskóg.
Trén stóðu upp úr vatninu og sólin
reyndi að brjóta sér leið gegnum
laufið og greinarnar. Það var um
stund eins og við værum einar í
heiminum, þrjár mannverur að róa í
gegnum skóginn og eina hljóðið sem
heyrðist var tært hljóðið í vatninu
þegar árin klauf yfirborð þess og
droparnir féllu af árinni aftur í glitr-
andi vatnið.
Erfitt líf með níu bræður
Sú stutta hafði lært nokkra frasa í
ensku og spurði mig hversu gömul
ég væri, og hversu mörg systkini ég
ætti. Ég spurði að því sama á móti
og í ljós kom að hún var átta ára, ein
af ellefu systkinum. Þær voru aðeins
tvær systurnar en níu bræður. Hún
setti upp mæðulegan svip þegar hún
sagði mér frá sínum níu bræðrum.
Líklega var það ekki auðvelt hlut-
skipti fyrir litla stúlku. Kannski þarf
hún að passa fimm eða sex yngri
bræður, hver veit.
Móðirin var í blómakjól með strá-
hatt. Hún talaði lítið sem ekkert en
leit annað slagið við og brosti og hélt
svo áfram för sinni í gegnum skóg-
inn. Hún sleit hvít blóm af tré og
rétti blaðamanni og dró svo nokkra
smáfiska upp úr neti og henti þeim
um borð. Þeir sprikluðu þar um
stund þar til súrefnið varð þeim að
aldurtila.
Mamman var vel í holdum og með
breiðar lendar, enda búin að koma ell-
efu mannverum í heiminn. Sem móðir
varð mér hugsað til þess hvernig það
er að passa að börnin drukkni ekki
þarna í þessum fljótandi bæ.
Báturinn keyrður í strand
Eftir einn ískaffi á „bryggjunni“
héldum við til baka sömu leið. Sá
yngri fékk og stýra og tókst að
keyra bátinn í strand á bakka einum.
Það kom töluverður hnykkur og bát-
urinn sat pikkfastur. Þeir voru hálf
skömmustulegir drengirnir og hopp-
uðu út í vatnið og byrjuðu að ýta af
öllum lífsins krafti en krafturinn var
ekki ýkja mikill í þessum grann-
vöxnu líkömum og báturinn bifaðist
varla. Það var ekki fyrr en skipstjóri
sem átti leið hjá sá aumur á þeim og
dró bátinn á flot að við gátum haldið
förinni áfram.
Svínin á leið á markaðinn
Herra Chom beið pollrólegur við
bakkann. Það var komið að hádegi
og orðið vel heitt en gott að fá vind-
inn í fangið í tuk-tuknum.
Á heimleið keyrðum við framhjá
manni á vélhjóli sem dró vagn fullan
af bleikum svínsskrokkum sem lágu
nokkrir saman hlið við hlið og
minntu óþægilega mikið á mannslík-
ama. En eftir að hafa séð steikta
hunda til sölu í Víetnam og horft á
konu skera hænur á háls var þetta
allt ofurvenjulegt. Bara venjulegur
sunnudagur í Kambódíu og svínin á
leið á markaðinn.
Svín verður í matinn hjá einhverjum í kvöld.
Við töfraskóginn biðu konur og börn eftir túristum dagsins. Þar fékk blaðamaður ævintýralega siglingu milli trjáa.
’ Þeir voru berfættirdrengirnir tveir semtóku á móti mér, skip-stjórar á bátnum mínum,
annar í mesta lagi tíu ára
en hinn unglingur, töffari
með hvít sólgleraugu.
Ungar stúlkur á reiðhjólum veifa til
ferðamannsins ljósa frá Íslandi.
18.12. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
REYKJANESBÆ
Hafnargötu 61 | 230 Reykjanesbær | Sími: 421 7104
Þú finnur
jólagjöfina
hjá okkur
Siemens - Adidas
Under Armour - Cintamani
ERNA
Skipholti 3 - Sími: 552 0775
www.erna. is
Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.isERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA
Það er nú eða aldrei!
1ct demantshringur (IP1) 1.000.000,-
0.50ct demantshringur (HS1) 400.000,-
0.25ct demantshringur (HS1) 200.000,-
Við Tonle Sap-vatn, sem er stærsta stöðuvatn með ferskvatni í Suð-
austur-Asíu, búa milljónir manna, sumir við bakkana en aðrir í fljót-
andi þorpum. Flestir lifa þar af fiskveiðum, enda gefur vatnið vel af
fiski. Frá Siem Reap er stutt að fara að skoða þrjú þorp en þangað
eru aðeins fimmtán kílómetrar. Þegar þangað er komið er auðsótt
að sigla með litlum fljótabáti og skoða húsin, sem mörg hver standa
á staurum en önnur fljóta á vatninu. Í þorpinu sem blaðamaður
heimsótti, Kampong Phluk, var rólegt um að litast á sunnudags-
morgni og fáir túristar á ferð, sem gerði upplifunina einstaka. Ferð-
in tók fjóra tíma og kostaði alls $45 og í því var allt innifalið. Þeir
sem ferðast til Kambódíu mega ekki sleppa því að leggja leið sína í
fljótandi þorp.
Vatnsborðið var lágt
núna í desemberbyrjun.
ÞORP Í VATNI
Kampong Phluk