Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Page 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Page 46
Bókin Um skipulag bæja eftirGuðmund Hannesson læknikom út fyrir hundrað árum sem fylgirit árbókar Háskóla Is- lands fyrir árið 1916. Í vikuritinu Ísafold, sem síðar sameinaðist Morgunblaðinu, fjallaði Guðjón Samúelsson, húsa- meistari ríkisins, um bókina í október 1916 og nefndi meðal annars að þó Guðmundur væri ekki sérfræðingur í húsa- og borgarskipulagi væri bókin svo ljóst rituð að hún væri auðskilin hverjum manni. „Og ég býst tæp- lega við, að erlend- ar þjóðir hafi betur ritaða bók um þetta mál en þessi bók er rituð fyrir okkur Ís- lendinga, enda vísar höfundur til flestra þeirra bóka, sem út hafa komið um þetta mál, og vonast eg til, að hún verði til þess, að vekja al- varlega hreyfingu og áhuga á þessu nauðsynjamáli, meðal þjóð- ar vorrar.“ Rögnvaldur Ólafsson, fyrsti Ís- lendingurinn sem nam bygging- arlist og fyrsti nútíma húsameist- arinn sem Íslendingar eignuðust, tók í sama streng í Skírni í jan- úar 1917: „Þessi bók kemur því eins og hún væri kölluð, „í fyll- ingu tímans“, og vona eg að hún geti komið miklu góðu til leiðar, svo ítarleg sem hún er og fróðleg, þægi- leg aflestrar og þó stutt.“ Á þeim tíma sem bókin kom út voru ráðamenn og al- menningur að vakna til vitundar um mikilvægi bæj- arskipulags. Um skipulag bæja varð áhrifamikið innlegg í þá um- Samtal um skipulag bæja SÍGILD FRÆÐI 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.12. 2016 LESBÓK G læpasagnasmiðir hafa margir lent í vand- ræðum með tækni- framfarir – það er til að mynda ekki sann- færandi í dag að söguhetjur skuli ekki nota Google eða Facebook til að afla sér upplýsinga, að fórnarlömb skuli ekki nota Google Maps til að finna flóttaleiðir eða bara taka upp gemsann og hringja í lögguna. Í nýrri glæpasögu Yrsu Sigurðar- dóttur, Aflausn, ber svo við að höf- undur nýtir tæknina, notar hana til að ramma inn fléttu um einelti, skefjalaust ofbeldi og hefnd, en í bók- inni koma við sögu lögreglumaðurinn Huldar og félagsráðgjafinn Freyja sem fást við glæp sem tengist illvígu einelti sem deilt er á netinu. „Þetta er náttúrlega það sama og þegar fingrafaratækni kom til sög- unnar,“ segir Yrsa og hlær við, „þá fengu höfundar áfall og þurftu að finna nýjar leiðir til að skapa spennu. Þetta er bara sá heimur sem við bú- um við og einhvernveginn er það nú svo að menn fremja glæpi þrátt fyrir alla tæknina og halda að þeir muni komast upp með þá, þannig að þetta hefur aldrei angrað mig. Í eina skipt- ið sem ég var glöð yfir tæknileysi var þegar ég var að skrifa Ég man þig og komst að því að það var ekki GSM- samband á Hesteyri sem var einmitt nauðsynlegt fyrir framvinduna, en ég held að þar sé komið símasamband núna.“ - Bækur þínar eru öðrum þræði hreinar glæpasögur, en svo tekur þú líka fyrir tiltekin samfélagsleg vanda- mál í þeim, líkt og þú fjallar um býsna alvarlegt mál í Aflausn. „Þetta fylgir hinni norrænu glæpa- sagnahefð og það er skemmtilegra og ég fæ meira út úr því að skrifa um eitthvað í samfélaginu. Þó ég hafi skoðanir á hinu og þessu þá eru það þó bara mínar skoðanir og þær eru ekkert réttari en skoðanir einhvers annars. Maður verður að passa að það sé ekki eins og maður standi í ræðupúlti og þrumi yfir lesandanum. Fæst vandamál í nútímanum eru ein- föld og einhliða. Ég er ekki að segja hvernig gera eigi hlutina,“ segir Yrsa og bætir við að hún sé að hvetja fólk til umhugsunar, en ekki að segja því fyrir verkum, „og sýna líka hvernig þetta gæti farið í allra verstu til- fellum. Hvað Aflausn varðar þá er þetta tvíþætt. Einelti meðal fullorðinna er eitt, því þar eru gerendur og þol- endur oftast jafningjar og mjög erfitt að eiga við það. Hvað börnin varðar þá er það nú svo að börn eiga að hlýða fullorðnum og gera það í öllu öðru; af hverju er ekki hægt að finna leið til að láta þau líka hlýða þessu? Ég held að þetta sé miklu útbreiddara vandamál en það var áður.“ - Það spilar inní, eins og kemur fram í bókinni þinni, að yfirvöld taka þessi mál oft ekki ýkja alvarlega. „Þetta snýr líka að skólunum, þeir eiga að sjá um allt, þeir eiga að kenna börnunum og helst að ala þau upp í leiðinni og gera að góðu fólki, en þá þurfa kennararnir líka að hafa þau völd sem þarf til að eiga við einelti. Að því sögðu þá leysa skólarnir þetta ekki einir, foreldrarnir þurfa líka að koma til sögunnar.“ Yrsa las sér rækilega til um einelti áður en hún tók til við að skrifa Af- lausn og segir að í fræðunum komi vel fram að þó að einhverjir gerenda í eineltismálum glími við andfélagslega hegðun þá séu langflestir það sem við myndum kalla góða krakka. „Þetta er oft leið til að tryggja sér stöðu innan hóps með því að láta einhvern verða hræddan við sig. Ég var að reyna að sýna það í bókinni að þetta er ekkert alveg svart og hvítt, þetta eru ekkert vondir krakkar sem eru að gera þetta og manni finnst eins og það ætti að vera hægt að fá þau til að skilja að þetta sé ekki boðlegt. Þeim líður heldur ekkert sérstaklega vel. Þetta snýst líka um hópinn, um múginn, og þegar maður er hluti af múg deilst sökin niður á alla. Ef mað- ur gerir eitthvað slæmt situr maður einn uppi með sökina, en ef það eru hundrað sem hrekkja þá finnst manni eins og hún deilist í hundrað litla hluta..“ Yrsa segir að bókin hafi þannig orðið til að hana langaði til að skrifa um einelti og það hvernig netið breyti því og geri það alvarlegt og síðan bjó hún til margþætta fléttu sem tæki á málefninu. „Það er þó engin lausn á einelti í bókinni, það er engin einföld lausn til.“ Fæst vandamál eru einföld og einhliða Ný bók Yrsu Sigurðardóttur segir frá illvígu einelti sem deilt er á netinu og lyktar með glæp. Hún segir að sig hafi langað til að skrifa um einelti og síðan hafi hún smíðað margþætta fléttu utan um málefnið. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Hjartablóð heitir nýr íslenskur bókaflokkur eft- ir Söndru Bergljótu Clausen, sem hefst með bókinni Fjötrum. Sagan hefst árið 1591 og segir frá Magdalenu Ingvarsdóttur sem elst upp í Smálöndum Svíþjóðar. Þegar hún er orðin stálpuð hefur hún ástarsamband við fátækan mann af þjóðflokki sama og gengur í berhögg við óskir foreldra sinna. Þetta er fyrsta skáld- saga Söndru, en hún hefur áður gefið út ljóða- bók. Sögur útgáfa gefur bókina út. Hið íslenska bókmenntafélag hefur gefið út Jón- asarlög Atla Heimis Sveinssonar í tveimur heft- um. Í fyrra heftinu eru lögin útsett fyrir háa rödd og píanó en í því síðara fyrir lága rödd og píanó. Sigurður Ingvi Snorrason annaðist út- gáfuna. Fyrsta lagið við ljóð eftir Jónas samdi Atli við Festingin víða, hrein og há fyrir Hallgríms- kirkju 1986, en í nótnaheftunum má finna 27 lög sem hann hefur samið við ljóð Jónasar. Jónasarlög Atla Heimis Bjalla og bæjarstjórinn sem gat ekki flogið heit- ir barnabók eftir Þröst Jóhannesson, sem Óðins- auga gefur út. Sagan fjallar um Bjöllu sem býr í hrörlegum geitakofa ásamt útlaganum Gussa fingralanga í útjaðri Rjómabæjar á dögum villta vestursins. Brotthvarf Gussa verður til þess að Bjalla leitar ásjár Ívars klæðskera og Dóra skálds, sem taka henni opnum örmum, en aðrir íbúa Rjómabæjar eru ekki hrifnir. Pétur Guð- mundsson sér um myndskreytingar. Sagan af Bjöllu Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskóla- útgáfan hafa gefið út safn mexíkóskra smá- sagna sem nefnist Heimar mætast. Í bókinni eru sextán smásögur eftir sextán höfunda og spanna tímabilið frá 1952 til 2009. Kristín Guðrún Jónsdóttir valdi sögurnar, þýddi og skrifaði inngang, en ritstjóri bók- arinnar er Erla Erlendsdóttir. Kristín skrifar einnig stuttan æviþátt hvers höfundar framan við hverja sögu. Mexíkóskar smásögur Bókaflokkurinn Hjartablóð Kynnisferðir – Reykjavik Excursions Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík 580 5400 • main@re.is www.re.is • www.flugrutan.is HVOLSVÖLLUR SELFOSS HVERAGERÐI REYKJAVÍK KEFLAVÍK HELLA ÓKEYPIS INTERNETTÍÐAR FERÐIR TRYGGT SÆTI VIÐSKUTLUM ÞÉR!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.