Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.12. 2016
LESBÓK
H
elgi Hallgrímsson náttúrufræð-
ingur skrifaði fyrir liðlega ára-
tug bókina Lagarfljót – mesta
vatnsfall Íslands, 2010 kom út
bókin Íslenskir sveppir og
sveppafræði, sem Helgi fékk Íslensku bók-
menntaverðlaunin fyrir, í flokki fræðirita og
rita almenns eðlis og nú hefur enn eitt stórvirk-
ið bæst við; Fljótsdæla – Mannlíf og náttúrufar
í Fljótsdalshreppi.
Helgi er rösklega áttræður. Hann fluttist
með foreldrum sínum úr Fellum í Fljótsdal eins
árs að aldri, bjó annars staðar við nám og störf
lengi en flutti austur á ný fyrir nærri þrjátíu ár-
um, tók aftur til við skógrækt á æskuheimilinu
að Droplaugarstöðum sem hann hóf í æsku, en
hefur búið á Egilsstöðum.
„Það er alveg ljóst að Lagarfljótsbókin kom
til vegna virkjanamálanna og þessi að einhverju
leyti líka,“ segir Helgi þegar spurt er um
ástæður þess að hann réðst í þetta gríðarlega
verkefni sem bækurnar eru. Honum þykir vænt
um landið og var andsnúinn virkjanafram-
kvæmdunum.
Nokkrir merkisatburðir í Fljótsdal um 1990
urðu til þess að Helgi hóf að rifja upp fyrri
kynni til landið og fólkið, eins og hann orðar
það, og uppgötvaði þannig Fljótsdalinn á nýjan
leik. „Ég gerði mér enn betur grein fyrir fegurð
hans og fjölbreytni.“
Riða – skógrækt – virkjanamál
Í fyrsta lagi nefnir Helgi riðuveiki sem kom upp
í dalnum. „Sauðfé var slátrað á öllum bæjum
sem rýrði mjög sveitina, þriðjungur bæja fór í
eyði og sveitin hefur ekki borið sitt barr sem
sauðfjárræktarsvæði síðan. Um svipað leyti
hófst mikið skógræktarátak, Héraðsskógar
voru settir á stofn, áttu að bæta niðurskurð
sauðfjárins upp að hluta og hafa gert, og svo
voru það áform um stóra virkjun og tilheyrandi
stóriðju. Allt þetta leiddi til þess að ég fór að
skoða Fljótsdalshrepp miklu meira en áður. Ár-
ið 1991 skrifaði ég 16 síðna bækling, árið eftir
var hann gefin út aftur, var orðinn 32 síður og
þá fór hreppurinn að nota hann til kynningar.
Það má segja að fyrir rest hafi bæklingurinn
fitnað dálítið eins og púkinn á fjósbitanum því
hann er upphafið að þessari bók!“
Fljótsdæla er um 540 síður í stóru broti,
prýdd nærri 700 myndum og Helgi leitaði víða
fanga. Í bókinni lýsir Helgi landslagi og nátt-
úrufari í hreppnum og getur ábúenda á hverri
jörð frá því um 1800 til dagsins í dag. Saga
hreppsins er einnig rakin í nokkrum köflum frá
landnámi til nútímans.
„Þessi hreppur er einstakur að mörgu leyti
og margt sem stuðlar að því,“ segir Helgi Hall-
grímsson og bætir við: „Fljótsdalur er ein fal-
legasta og kostaríkasta sveit landsins.“
Hann nefnir fjallið tignarlega, Snæfell, sem
gnæfir yfir dalnum, hæsta fjall landsins utan
jökla. „Svo eru það fossarnir; ég held að þetta
sé fossaríkasta sveit landsins, eða var það að
minnsta kosti. Það hefur breyst mikið síðan
virkjað var; mér taldist einhvern tíma til að 120
fossar, sem kalla mætti því nafni, væru í með-
alám og stærri en þeim hefur fækkað ansi mik-
ið, að minnsta kosti mikinn hluta ársins. En
tveir af hæstu fossum landsins, Hengifoss og
Strútsfoss, eru þó óskertir.
Fljótsdalur er mikil skógarsveit; nokkrir
gamlir birkiskógar og mikið af nýskógum hefur
bæst við í seinni tíð. Hér er ákaflega sérstakt
loftslag, svona lágt yfir sjó og langt inni í landi;
ég held að megi fullyrða að þetta sé einhver
besta sveit á landinu til búskapar, fyrir utan all-
ar afréttirnar sem búskapur með sauðfé bygg-
ist náttúrlega á. Þær afréttir eru yfirleitt nokk-
uð vel grónar.“
Helgi fjallar mikið um mannlíf í hreppnum.
„Hér var óvenju mikið félagslíf og á 19. öld var
þessi hreppur á undan flestum öðrum, til dæm-
is að því leyti að um aldamótin 1800 var hér
stofnað einskonar tryggingafélag, Matsöfn-
unarfélag Fljótsdals, löngu á undan öðrum
sveitum, eitt fyrsta búnaðarfélag landsins var
stofnað í Fljótdal um miðja 19. öld og meira að
segja vísir að verkalýðsfélagi, um 1875. Það var
kallað Skrúfufélagið vegna þess að því var ætl-
að að skrúfa upp kaupið!“
Helgi segir að ungmennafélagið í Fljótsdal
hafi alltaf verið mjög sterkt og næstum allir í
því, ungir og gamlir. „Það lagði stund á hvers
konar menningu fyrir utan að æfa menn í
ræðumennsku. Svo voru gefin út handskrifuð
sveitablöð eins og sums staðar annars staðar.“
Mikilvægt að fjalla um fólkið
Um þriðjungur bókarinnar fer í að fjalla um
jarðir í hreppnum og fólkið sem þar hefur búið.
„Mér fannst það mjög mikilvægt fyrir þessa
sveit og fyrir fólkið sem héðan er ættað.
Upphaflega var þetta meira hugsað sem al-
menn lýsing á náttúru og mannlífi en þegar til
kom var ekki hægt annað en að segja frá þess-
um ábúendum því bókin hlaut að fjalla að ein-
hverju leyti um þá og þá þurfti að staðsetja þá
á sinn bæ og koma þeim í eitthvert ættarsam-
Fljótsdalshreppur
einstakur að mörgu leyti
Fljótsdæla – Mannlíf og náttúrufar í Fljótsdalshreppi er ný bók eftir Helga Hallgrímsson
náttúrufræðing. Hann átti heima í Fljótsdal sem barn en nam og starfaði annars staðar lengi.
Bækur hans um svæðið má að hluta til rekja stórra virkjanaframkvæmda á Fljótsdalsöræfum.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Helgi Hallgrímsson: „Það er alveg ljóst að Lagarfljótsbókin kom til vegna virkjanamálanna og þessi
að einhverju leyti líka.“ Hann var harður andstæðingar virkjanaframkvæmda eystra á sínum tíma.
Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson
Torfhúsasambygging á Langhúsum vorið 1990. Fjórstæð fjárhús og hesthús á bak við. Einu torfhúsin
sem enn eru í notkun á Héraði og líklega á öllu Íslandi. Hið fallega Valþjófsstaðarfjall í baksýn.
Þegar rithöfundar eru spurð-
ir þessarar spurningar er
mikilvægast að vera mjög
meðvitaður. Finna einhverjar
gáfulegar og mjög þungar
bækur og lýsa áhuga sínum á
þeim. Þannig gengur maður í
augun á öðrum rithöfundum
og gagnrýnendum en kannski engum les-
endum. Ýmsir finna til bækur
sem passa inn í þetta skapa-
lón og lesa þær svo aldrei.
Forystufé eftir Ágúst frá
Gottorp hafa allir gott af að
lesa og kynnast því hvernig
fjárbúskapur var stundaður á
árunum áður en skáldin fóru
að skrifa langt mál um bú-
vörusamninga.
Þá nefni ég Ljón norðurs-
ins eftir Bjarka Bjarnason.
Hún er um Leó Árnason,
byggingameistara og
kúnstugheitamann. Hann
barðist við tvo menn í sjálfum
sér; athafnamanninn og skáldið og listamann-
inn. Mikill fengur að þessu framtaki.
Núna eftir Þorstein frá Hamri mun ég lesa.
Þorsteinn er einn af uppáhaldshöfundum mín-
um og auk þess vandaður maður sem gott er
að eiga návist við, bæði í eigin persónu og ljóð-
um. Yfir skáldskap hans er mikil kyrrð og ró
sem gott er að sækja í.
HVAÐ LANGAR
HÖFUNDANA AÐ LESA?
Óskar
Magnússon
Þessa dagana bíð ég spennt
eftir að lesa Svartalogn eftir
Kristínu Mörju Baldurs-
dóttur. Eftir frábæran upp-
lestur Kristínar á Rosenberg
í nóvember hefur bókin sú
verið efst á mínum óskalista
fyrir þessi jól, en bækurnar
um Karitas eru í miklu uppá-
haldi. Þau Úlfur og Edda í
samnefndri bók Kristínar
Rögnu Gunnarsdóttur eru
mér ofarlega í huga enda
urðu bækur okkar samferða
hluta úr sköpunarleið í rit-
listarnámi okkar við HÍ. Þar
bíður sannarlega dýrgripur
enda tilnefnd til Fjöruverð-
launanna í ár. Lengi mætti
telja upp bækurnar sem mig
langar að lesa þessi jól en síð-
ast vil ég nefna bókina Á
hverju liggja ekki vorar göf-
ugu kellíngar úr ritröðinni
Sýnisbók íslenskrar alþýðu-
menningar. Hún mun án efa
falla vel í kramið hjá mér og ekki bara af því
að ég er óttalega alþýðleg.
Inga Mekkin
Beck