Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Qupperneq 52
Óskarsverðlaunasveinkinn
Margir leikarar hafa farið á kostum
sem jólasveinninn en sá mest sjarm-
erandi verður að teljast Edmund
Gwenn enda er hann sá eini þeirra
sem hefur hlotið Óskarsverðlaun fyrir.
Gwenn lék jólasveinninn í jólamynd
ársins 1947, Miracle on 34th Street.
Sumir telja hann hinn fullkomna
jólasvein, að minnsta kosti af þeim
sem klæðast rauðum búningum og al-
ir sveinkar bíómyndanna hafi flestir
stefnt að því að líkjast honum.
„Eitís“ Sveinki
Árið 1985 var ákveðið að leggja
mikið í stórmynd um jólasveininn og
ævintýri hans; Santa Claus: The Mo-
vie. Dudley Moore var þar afar eft-
irminnilegur sem álfur en jólasveinn-
inn lék David Huddleston.
Huddleston lést fyrir aðeins þremur
mánuðum en margir sem ólust upp á
9. áratugnum tengja sterkt við hann
sem jólasvein bíómyndanna.
Vondi sveinki
Billy Bob Thornton náði að beygla
aðeins hina heilögu ímynd jólasveins-
ins í Bad Santa árið 2003 og fór þess í
stað á kvennafar og skellti í sig áfengi
og átti við ýmiss konar vandamál að
stríða. Þrátt fyrir það er Thornton í
hugum margra hinn eini sanni
sveinki jólanna, í það minnsta sá
skemmtilegasti. Þess má geta að Bad
Santa 2 er nýkomin í kvikmyndahús
hérlendis.
Attenborough-sveinki
Ef náttúrulífsstjarnan David
Attenborough væri með skegg væri
hann kjörinn í hlutverk jólasveinsins í
desember. Hann á hins vegar bróður
Edmund Gwenn er í hugum
margra hinn eini sanni jóla-
sveinn hvíta tjaldsins. Natalie
Wood lék á móti honum.
Frægustu
sveinkarnir
Jólasveinar kvikmyndanna eru margir og mis-
munandi en nokkrir leikarar í hlutverki sveinka
eru eftirminnilegri en aðrir.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Græjur Tæknihluti vefsíðu breska dagblaðsins The Guardi-
an hefur tekið saman lista yfir græjur ársins 2016 og þar of-
arlega á lista er vínylplötuspilarinn Rega Planar 3, en í um-
sögn um plötuspilarann segir að allir alvöru
tónlistarunnendur hlusti á tónlistina
sína af vínylplötum. Og þessi nýjasta
uppfærsla Rega af verðlaunaplötu-
spilara sé óviðjafnanleg.
Aðrar græjur sem komust á
listann eru stafræn Playstation-
heyrnartól, Up mini þrívídd-
arprentari, Bose QC35-
heyrnartól og uppfærð út-
gáfa af Amazon-kyndlinum.
Plötuspilari græja ársins
Rega Planar er gæðatól
og afar falleg hönnun.
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.12. 2016
Easy2Clean
Mött veggmálning
sem létt er að þrífa
Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is
Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum
Svansvottuð
betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig
Kvikmyndir Rachel Weisz leikur hina sögufrægu
persónu dr. James Miranda Stuart Barry, sem
naut mikillar velgengni sem læknir í breska hern-
um á fyrri hluta 19. aldar. Eftir útskrift úr Há-
skólanum í Edinborg starfaði Barry meðal annars
á Indlandi og í Suður-Afríku. Þegar Barry lést
kom í ljós að líkamlega var hann skapaður sem
kona og hafði áður heitið Margaret Ann Bulkley.
Ekki er vitað hvort Barry hafi verið í dulargervi
karlmanns til að hljóta frama og komast í háskóla
sem konur fengu ekki inngöngu í eða hafi haft
aðra kynvitund.
Myndin byggir á bók Rachel Holme, The Secret
Life of Dr. James Miranda Barry.
Leikur 19. aldar lækni
Rachel
Weisz.
Allir hlustuðu á Bowie 11. janúar.
Met 11. janúar
T́ónlist Hin geysivinsæla mynd-
bandsþjónusta Vimeo hefur skýrt
frá hvaða tónlistarmyndbönd not-
endur þess horfðu oftast á árið 2016.
Lögin í efstu fimm sætunum fengu
hvert og eitt áhorf sem slagaði í tvo
milljarða. Vinsælasta myndbandið
var við lag Justin Bieber, Sorry, en
Bieber kom alls þremur lögum á
listann. Í öðru sæti yfir vinsælustu
myndbönduð var Hello með Adele,
Fifth Harmony í því þriðja með
Work from Home.
Þess má þá geta að David Bowie
setti met daginn sem hann lést, 11.
janúar síðastliðinn, en á einum degi
voru myndbönd hans frá ýmsum
tímum spiluð yfir 50 milljón sinnum
og hefur einstakur listamaður ekki
náð slíkri spilun á einum degi.