Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 20.10.2016, Qupperneq 2

Fréttatíminn - 20.10.2016, Qupperneq 2
Í stuttu máli Lífeyrir 4.200 ellilífeyrisþega hjá Tryggingastofnun lækkar eða fellur niður um næstu áramót. Í nýjum lögum um almannatryggingar, sem sam- þykktar voru á síðustu dögum þingsins, var afnumin sú regla að lífeyrissjóðstekjur skerði ekki grunnlífeyri aldraðra sem nú er tæplega 40.000 kr. á mánuði. Guðrún Árnadóttir segist hafa unnið hjá ríkinu þrátt fyrir lægri laun í þeirri trú að hún væri að safna til efri ára. Grunnlífeyrir fellur niður hjá eldri borgurum sem hafa meira en hálfa milljón í tekjur. Mynd | Rut 2 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 20. október 2016 Fréttatíminn kemur í dag út í fyrsta skipti á fimmtu-degi. Fréttatíminn kemur næst út á morgun, föstu- dag, og síðan aftur á laugardaginn. Og síðan á ný á fimmtudaginn í næstu viku. Þetta verður útgáfutíðni blaðsins í framtíðinni. Fréttatím- inn kemur út á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum. Ástæðan að baki útgáfudögun- um er að þetta eru þeir dagar sem auglýsingamarkaðurinn á Íslandi ber fríblað. Það er kostnaðarsamt að prenta blöð í 80 þúsund ein- tökum og bera heim til fólks. Þörf fyrirtækja fyrir samskipti við við- skiptamenn sína ber slíka útgáfu þessa þrjá daga vikunnar. Aðra daga vikunnar er þörfin svo lítil að það er ekki hægt að fleyta blaðaút- gáfu á henni. Þótt búið sé að koma útgáfuáætl- un Fréttatímans í varanlegt horf er ekki þar með sagt að Fréttatím- inn muni ekki breytast á komandi misserum. Það tekur langan tíma og móta blað og í raun er því aldrei lokið. Blöð, eins og aðrir fjölmiðl- ar, eru fyrst og fremst samskipti og stefnumót. Þau breytast því með samfélaginu og þroskast eftir því sem samskipti ritstjórnar og lesenda eflast. Þótt útgáfa Fréttatímans muni verða bundin þessum þremur dögum mun frettatiminn.is eflast á næstu misserum og starfsemi Fréttatímans ná til fleiri miðla. Lykill að vexti Fréttatímans á umliðnum mánuðum hefur verið góðar viðtökur lesenda og almenn- ings. Starfsfólk blaðsins þakkar fyrir áhuga lesenda og mun reyna að standa undir væntingum þeirra í framtíðinni. Gunnar Smári FLEIRI FRÉTTATÍMAR 3 × í viku Ellilífeyrir hjá 4200 lækkar um tugi þúsunda um áramót Velferð „Mér finnst þetta vera svik,“ segir Guðrún Árnadótt- ir lífeyrisþegi og segir ekki stórmannlegt að skerða tekjur lífeyrisþega til að hækka grunn- lífeyri þeirra sem mest þurfa á því að halda. Það sé rosa legur skellur fyrir alla að fara á eftirlaun. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Allir fá grunnlífeyri í dag frá Tryggingastofnun en samkvæmt nýju lögunum sem Alþingi sam- þykkti skömmu fyrir þinglok fá þeir sem hafa yfir 530 þús á mánuði ekki grunnlífeyrinn. „Mér finnst þetta vera svik,“ segir Guðrún Árnadóttir lífeindafræðing- ur hefur verið opinber starfsmaður allt sitt líf. „Ég hef verið opinber starfsmað- ur allt mitt líf og sætti mig við allt að 17% lægri laun en á almenna mark- aðnum, þar sem lífeyrisréttindi mín ættu að bæta mér það upp, þegar á efri ár væri komið. Ég var sem sagt að safna í sjóð til efri ára.“ Hún segir að vegna þessara lífeyrisréttinda hafi hún enga tekjutryggingu og hún geri ekki athugasemdir við það. Grunnlíf- eyririnn hafi hinsvegar haldið sér, skertur að vísu, en núna sé síðasta vígið fallið. Lífeyrir hækkar um áramót hjá þeim öldruðum sem hafa heimilis- uppbót og fá því ekki greiðslur úr lífeyrissjóði. Um fjórðungur aldr- aðra er í þeim hópi. Guðrún segist vel meðvituð um að sá hópur sem hafi engar aðr- ar lífeyristekjur þurfi á hækkun að halda. Hún segir að þau hjón- in muni þó um allt eins og flesta eftirlaunaþega. „Það er rosalegur skellur fyrir alla að fara á eftirlaun. Margir þeirra þurfa að stokka veru- lega upp hjá sér, t.d. skipta um hús- næði og fara í minna og ódýrara. „Það versta er, að íbúðir ætlaðar eldri borgurum, sem eru á þessari vegferð, eru oftast á uppsprengdu verði og bæti því lítið úr skák,“ seg- ir hún. „Eru ekki til stórmannlegri aðferðir við að bæta ellilaunin hjá þeim sem sannarlega þurfa þess en að skerða á ellilaun annarra?“ Hún bendir á að nóg sé af skerðingum nú þegar og segist spyrja sig hvað yrði sagt ef slíkar aðferðir yrði teknar upp hjá öðrum hópum launþega? Guðrún segist vel meðvituð um, að sá hópur sem hafi engar lífeyris- tekjur þurfi á hækkun að halda, en í raun séu einnig margir sem hafa einhverjar lífeyristekjur í sömu þörf. „Hvað mig varðar, virðist ég einungis hafa safnað í lífeyrissjóð til að borga mér sjálfri ellilaun. Ég var því að safna fyrir almanna- tryggingarnar allan tímann.“ Salmann Tamimi segir það sárt fyrir yngri múslima að sjá slíka andstöðu við byggingu moskunnar. Trúarbrögð Formaður Félags múslima, Salmann Tamimi, segir könnun MMR um afstöðu Íslendinga til byggingar mosku sorglega. Þá sé erfitt fyrir yngri kynslóðir múslima hér á landi að sjá svona kannanir, enda margir fæddir og uppaldir hér á landi. „Að sjá svona lagað er sárt, sérstak- lega fyrir yngri kynslóðir múslima sem eru fæddir og uppaldir hér á landi. Manni sárnar að sjá svona,“ segir Salmann. Um 42 prósent landsmanna eru á móti því að múslimar reisi mosku á Íslandi meðan um 32 prósent eru því hlynntir. „Þetta eru á margan hátt van- þekking, enda eru nokkrar moskur nú þegar á Íslandi,“ segir Salmann sem undrast andstöðuna við húsin sem slík. Hann hafnar því þó að Íslend ingar séu fordómafullir. „Hinn venjulegi Jón Jónsson er ekki fordómafullur,“ segir Salmann Kjósendur Framsóknarflokksins eru helst andvígir byggingu mosku, eða 56,8%. Borgarfulltrúar Fram- sóknar- og flugvallarvina, keyrðu á andstöðu við byggingu mosku í síð- ustu sveitarstjórnarkosningum, og uppskáru ríflega, eða tvo borgar- tfulltrúa. Þá er rétt rúmlega helmingur kjós- enda Sjálfstæðisflokksins andvígur byggingu mosku. Spurður hvort honum finnist bilið á milli íslenskra múslima og Íslendinga vera að breikka, svarar Salmann neit- andi. „Bilið er að breikka á milli for- dómafullra og hinna venjulegu. Það sama er að gerast víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Heilu samfélögin eru að sundrast út af svona vitleysu,“ segir Salmann. | vg Sárt fyrir yngri kynslóð múslima Dómsmál Ríkissaksóknari telur ekki ástæðu til að áminna saksóknarann sem ber ábyrgð á mistökum embættisins sem leiddi til þess að mál Hannesar Smárasonar, sem hefur verið ellefu ár í kerfinu, var fellt niður. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að þarna hafi verið gerð mistök, en hún hélt fund með starfsmönnum embættisins í gær til að fara yfir verk- ferla innan embættisins. Hún segir þó ekki ástæðu til að áminna saksóknarann sem átti í hlut. Fleiri en einn saksóknari hjá embættinu hefur komið að málinu hjá embættinu. Á fyrri stigum var það hjá Helga Magnúsi Gunnarssyni en það var Einar Tryggvason sem hafði málið með höndum nú. Helgi Magnús sagði við Fréttatí- mann í síðustu viku að álagið væri mikið og starfsmenn hefðu ekki undan. Samkvæmt heimildum Fréttatím- ans kom það mönnum í opna skjöldu að Hæstiréttur úrskurðaði með þessum hætti enda hefur það oft komið fyrir í gegnum árin að greinargerðir sækjenda og verj- enda komi eftir að frestur er liðinn. Drátturinn nú varð hinsvegar óvanalega langur þar sem greinargerðin var sett í póst eftir að fresturinn var útrunninn. | þká Ríkissaksóknari segir mistök hafa átt sér stað. Saksóknari ekki áminnturAuglýsing frá yfirkjörstjórnum Reykjavíkurkjördæma norður og suður Laugardaginn 29. október nk. fara fram kosningar til Alþingis. Kjörstaðir í Reykjavík opna kl. 9 og eru opnir til kl. 22. Í Reykjavíkurkjördæmi norður eru kjörstaðir eftirfarandi: Ráðhús Reykjavíkur Menntaskólinn við Sund Íþróttamiðstöðin Grafarvogi, Dalhúsum Vættaskóli Borgir Klébergsskóli Kjarvalsstaðir Laugalækjarskóli Ingunnarskóli Í Reykjavíkurkjördæmi suður eru kjörstaðir eftirfarandi: Hagaskóli Hlíðaskóli Breiðagerðisskóli Íþróttamiðstöðin Austurbergi Árbæjarskóli Ölduselsskóli Ingunnarskóli Kjósendur geta kannað hvar þeir eiga að kjósa á www.kosning.is en kjörskrá liggur einnig frammi í afgreiðslu Ráðhúss Reykjavíkur. Allar nánari upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið kosningar@reykjavik.is.

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.