Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 20.10.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 20.10.2016, Blaðsíða 4
Óttarr Proppé kallar eftir útskýringum ráðherra. Davíð Þorláksson segist ekki hafa heyrt um tengsl Brotafls og Prima ehf. 4 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 20. október 2016 Stjórnmál Píratar gera kröfu um að lokið verði við stjórn- arskrána á grundvelli tillagna Stjórnlagaráðs en gera ekki að úrslitaatriði að kjörtímabil- ið verði stutt. Niðurstöður viðræðnanna verða kynntar á blaða- mannafundi daginn fyrir kosningarnar til að kjósendur viti að hverju þeir ganga. Píratar buðu upp á samningavið- ræður stjórnarandstöðunnar og Viðreisnar þar sem fundinn yrði samstarfsvettvangur flokkanna eftir kosningar. Þeir hafa þegar hitt Samfylkinguna en ræða við VG og Bjarta fram- tíð í dag. „Okkur finnst mik- ilvægt að klára þetta hratt svo hæg t sé að byggja á þess- um grunni,“ segir Smári Mc Carthy. Hann segir að það liggi ekki fyrir hvort Píratar geri það að úrslitaat- riði að lokið verði hratt við stjórn- arskrána. Við verðum að sjá til með það.“ Hann er vonsvikinn með afstöðu Viðreisnar sem vildi ekki taka þátt í viðræðunum. „Það er áhugavert að vera á hlaupum frá Sjálfstæðisflokknum, þar sem hann sé ekki frjálslyndur og boða umbætur en standa síðan ekki á sínu, heldur trúa því í blindni að flokkurinn breytist og neita að ræða við aðra.“ Smári segir að það sé ekkert for- gangsatriði í slíkum viðræðum hver verði forsætisráðherra. „Forsætis- ráðherrastóllinn fer til þeirra sem fá umboðið eftir kosn- ingar. Aðalatriðið er að ná fram raunverulegum breyting- um, nýrri stjórnarskrá, gjald- frjálsri heilbrigðisþjónustu, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og átaki gegn spillingu. Þá leggja Píratar mikla áherslu á að arðurinn af auðlindunum verði nýttur í almanna- þágu.“ | þká Stutt kjörtímabil ekki endilega úrslitaatriði „Aðalatriðið að ná fram raunverulegum breytingum,“ segir Smári Mc Carthy. Undanskot Skattayfirvöld hafa áhyggjur af undir- boðum í verktakabransanum og að þeir sem stunda þau ákveði fyrirfram að greiða ekki skatta af verk- um sem þeir bjóða í. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Aðspurður um hvort lág tilboð Prima ehf veki eftirtekt, segist Sigurður Jensson hjá Ríkisskattstjóra ekki geta tjáð sig um einstök mál. „En það er þekkt að menn eru með undirboð í verktakastarfsemi á grundvelli fyrirfram ákveðinna vanskila á tryggingagjaldi, virðisaukaskatti og staðgreiðslu. Með því geta þeir gert óeðlilega lág tilboð og náð út hagnaði á kostnað hins opinbera og lífeyris- sjóða.“ Hann segir háttsemina einkenna fyrirtæki sem einnig stundi kennitölumisnotkun. „Það er vinnuregla hjá okkur að fylgjast vel með þeim fyrirtækjum sem byggja á grunni fyrirtækja þar sem rekstur hefur verið stöðvður.“ Hver er ábyrgð verkkaupa í slíkum málum? „Þeir sem stjórna fjármagnsflæðinu þurfa að vanda valið á undirverktökum. Það getur ekki talist gott við- skiptasiðferði að eiga viðskipti við fyrirtæki sem skilar ekki sköttum og skyldum af umsvifum sem það stendur í,“ segir Sigurður. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri seg- ir ástæðu til að skoða keðjuábyrgð verktaka af fullri alvöru og telur hana brynju fyrir mörg þessara vanda- mála. „Við höfum lagt til að tekin verði upp keðjuábyrgð svo aðalverktakinn beri ábyrgð á undirverktökum. Margar þjóðir hafa gert það og talið árangursríkt.Finnar hafa verið mjög afgerandi í þessu. Ég tel rétt að skoða af fullri alvöru að taka upp þetta fyrirkomulag.Við sjáum fleiri og alvarlegri mál sem væri að stoppa með slíkri leið. Ásetningur til brota er skýrari en áður. Ásetningur um skattalagabrot, þar sem menn rúlla ábyrgðinni nið- ur eftir keðjunni og skilja hana þar eftir. Það er athyglis- vert hve háar fjárhæðir er um að ræða.“ „Fylgifiskur þessara skattaundanskotmála í verktaka- bransanum er að þessir aðilar verðleggi sig niður, því þeir standa öðruvísi að vígi en þeir sem borga full gjöld. Hættan er að þetta drepi af sér annars lögmæta starf- semi því skattalagabrot skekkja samkeppnisstöðuna verulega,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Verktakar Tilboð Prima ehf í nýtt Icelandair hótel á Land- símareit og skólabyggingu í Úlfarsárdal þykja grunsamlega lág. Samkeppnisaðilar saka fyrirtækið um óeðlileg undirboð. Fulltrúi Reykjavíkurborgar telur tilboð fyrirtækisins gefa ástæðu til athugunar. Tengsl Prima ehf við Brotafl eru til skoðunar hjá yfirvöldum. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Verktakinn Brotafl átti langlægsta boð í verkhluta nýs Icelandair hótels við Landssímareit. Verkfræðistofan Efla sá um útboðið í apríl og mat kostnað- inn 92 milljónir króna. Tilboð Brotafls var 59 milljónir eða 65% af kostnað- aráætlun. Sama dag og tilboðið barst var Sigurjón G. Halldórsson, forsprakki Brotafls, hnepptur í gæsluvarðhald grunaður um stórfelld skattalaga- brot. Á meðan hann var í haldi tók bróðir hans, Guðjón J. Halldórsson, við stjórnarformennsku í Prima ehf, og tók yfir verkefni Brotafls. Prima var gamalt fyrirtæki sem hafði ekki starfað í mörg ár. Starfsmenn Brotafls voru ráðnir til Prima og héldu áfram í sömu verkum. Verkstjóri Brotafls, Ómar Rafnsson, stýrði framkvæmd- unum fyrir Prima. Dótturfyrirtæki Icelandair, Lindar- vatn ehf, heldur utan um framkvæmd- ir á Landsímareit. Eftir handtöku Sigurjóns hafnaði Lindarvatn öllum tilboðum í verkið og samdi frekar við Prima ehf. Samkvæmt heimildum var samið um sömu upphæð og Brotafl bauð. Rannsókn á Brotafli stendur enn hjá Héraðssaksóknara. „Ég hef aldrei heyrt um tengsl Brotaf ls og Prima,“ segir Dav- íð Þorláksson, framkvæmdastjóri Lindarvatns. „Ég þekki ekki hverjir eru eigendur eða slíkt. En við erum einkaaðili, þeir eru einkaaðili og samningsverðið er trúnaðarmál. Við setjum ströng skilyrði til verktaka og óskuðum eftir staðfestingu á að fyrir- tækið væri með skattamál í skilum.“ -Er ástæða til að skoða tengsl Brotafls og Prima? „Nei. Verki Prima er að ljúka og þeir stóðu við sitt.“ Forsvarsmenn fyrirtækjanna sem tóku þátt í útboðinu, og Fréttatíminn ræddi við, voru ósáttir við málalok og saka Prima um óeðlileg undirboð. Prima ehf tók á dögunum þátt í útboði Reykjavíkur vegna skóla- byggingar í Úlfarsárdal. Áætlaður kostnaður var 1,1 milljarður. Prima átti langlægsta boðið, 882 milljónir eða 79% af kostnaðaráætlun. Form- galli var hinsvegar á útboðinu svo um- sóknarfrestur var framlengdur til 24. nóvember. Ámundi Brynjólfsson, skrifstofu- stjóri framkvæmdasviðs borgarinn- ar, segir tilboð Prima óvenjulegt. „Hin fyrirtækin sem tóku þátt eru stór og stöndug og þau eru nálægt hvort öðru í verði. Prima er áberandi lægst og það hefði gefið ástæðu til vandlegrar skoðunar hvað boðið er lágt. Það er sjaldgæft nú þegar markaðurinn er þaninn, að við fáum boð sem er þetta langt frá kostnaðaráætlun.“ Tilboð Prima ehf í Icelandair hótel 59% af kostnaðaráætlun Tilboð Prima í Dalsskóla 79% af kostnaðaráætlun Ámundi Brynjólfsson hjá Reykjavíkurborg segir tilboð Prima í skólabyggingu í Úlfarsárdal óvenjulega lágt. Mynd | Rut Lág tilboð Prima ehf vekja grunsemdir Fyrirfram ákveðin skattsvik H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 6 -2 4 5 0 Sigurður Jensson. Ólafur Þór Hauksson . Bryndís Kristjánsdóttir. Stjórnmál Frestur sem Alþingi gaf Gunnari Braga Sveinssyni landbúnaðarráðherra til að skipa samráðshóp um endur- skoðun búvörusamninga, rann út í gær. Nefndin hefur ekki verið skipuð en samráðinu á að ljúka 2019. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is „Mér finnst þetta sorglegt. Ég kalla eftir því að ráðherrann útskýri í ljósi þeirrar miklu umræðu sem skapaðist í kringum samþykkt bú- vörusamninganna þar sem því var hampað að það ætti að setja á fót þennan hóp, til að sætta sjón- armið og fá f leiri að borðinu,“ segir Óttar Proppé, formaður Bjartrar  framtíðar. Ákvæðið um stofnun samráðs- hópsins kom inn í lögin að tillögu meirihluta atvinnuveganefnd- ar þingsins og var af hálfu Jóns Gunnarssonar, formanns nefndar- innar, kynnt sem viðleitni til að skapa „þjóðarsátt“ og „þjóðarsam- tal“ um landbúnaðinn Í lögum um breytingar á bú- vörulögum og fleiri lögum vegna búvörusamninganna, sem Alþingi samþykkti 13. september síðast- liðinn, segir í bráðabirgðaákvæði: „Eigi síðar en 18. október 2016 skal sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra skipa samráðshóp um endur- skoðun búvörusamninga. Tryggja skal aðkomu afurðastöðva, atvinnu- lífs, bænda, launþega og neytenda að endurskoðuninni og skal henni lokið eigi síðar en árið 2019.“ „Við vonum að þetta sé að- eins handvömm hjá ráðherra og að hópurinn verði skipaður á allra næstu dögum. Menn hljóta að vilja efna loforðin um þjóðar- sátt og þjóðarsamtal fyrir kosn- ingar,“ segir Ólafur Stephen- sen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Enginn samráðshópur um búvörusamninga Menn spyrja sig hvort þetta sé einungis handvömm hjá Gunnari Braga.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.