Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 20.10.2016, Qupperneq 18

Fréttatíminn - 20.10.2016, Qupperneq 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 20. október 2016 Nú þegar þrjár vikur eru til kosn- inga í Bandaríkjunum snýst spenn- an ekki lengur um það hvort Trump eða Hillary verði næsti forseti Bandaríkjanna, heldur hversu stór ósigur Trump verði og hvaða áhrif hann hafi á bandarísk stjórnmál, og þá sérstaklega Repúblikanaflokk- inn. Repúblikanar hafa sérstaklega áhyggjur af því að óvinsældir Trump smitist yfir á aðra frambjóðend- ur flokksins og muni þannig kosta flokkinn meirihlutann í öldunga- deildinni eða jafnvel þinginu. Stjórnmálaskýrendur telja hins vegar að skaðinn af Trump kunni að verða enn meiri til lengri tíma. Trump kunni að hafa eitrað ímynd flokksins svo rækilega að hann eigi sér í raun ekki framtíð nema sem farvegur fyrir reiði og gremju frekar fámenns minnihluta hvíts fólks sem stendur ógn af samfélagsbreyting- um, samtímanum og framtíðinni. Sögulegur ósigur Donald Trump er tamt að tala um sjálfan sig og afrek sín í hæsta stigi. Trump færir Demókrötum öldungadeildina Allt bendir nú til þess að Hillary Clinton muni vinna öruggan sigur í kosningunum 8. nóvember, og að Demókratar muni jafnframt endurheimta meirihluta í öldungadeildinni. Meirihluti í fulltrúa- deildinni gæti jafnvel verið innan seilingar. Við slíkar aðstæður gæti virst eðlilegt að vænta þess að Demókratar boðuðu metn- aðarfulla stefnuskrá, loforð um uppstokkun og endurgjöf efna- hagslegra gæða. Vinsældir Bernie Sanders sýndu að það er eftir- spurn eftir slíku í bandarískum stjórnmálum og margir hafa viljað meina að stuðningur við Trump spretti m.a. af kreppu bandarískr- ar verkalýðsstéttar. Það er því bæði eftirspurn og þörf á róttækum aðgerðum. Af hverju hefur Hillary ekki boðað von og breytingar eins og Obama gerði 2008? Að einhverju leyti er skýringarinnar að leita í því að Hillary er miðjumanneskja og varkár. Önnur skýring er sú að Hillary og Demókrataflokkurinn horfa lengra fram á veg- inn og kosningarnar í nóvember eru í raun aðeins biðleikur fyrir næstu forsetakosningar, árið 2020. Magnús Sveinn Helgason ritstjorn@frettatiminn.is Fréttir af kyn- ferðislegri áreitni Trump hafa orðið til þess að sumir af áreiðanlegustu kjósendahópum Repúblikanaflokks- ins eru byrjaðir að snúa baki við for- setaframbjóðanda hans. Það getur orðið erfitt fyrir flokk sem hefur til þessa gert tilkall til þess að vera brjóst- vörn „hefðbundinna fjölskyldugilda“ og siðgæðis í stjórnmál- um að endurheimta traust stuðnings- manna sinna eftir að hafa teflt fram for- setaframbjóðanda sem er algerlega laus við auðmýkt eða siðferðisstyrk. Myndir | Getty Allt sem hann tekur sér fyrir hend- ur og öll hans afrek eru alltaf stærri í sniðum en það sem aðrir hafa gert: „yuuuge!“ Og kosningaósigur Trump virðist ætla að verða risavaxinn, því net- ritið Politico bendir á að ef niður- staða kosninganna verði í samræmi við síðustu kannanir verði munur- inn á Hillary og Trump sá mesti í 20 ár. Samkvæmt meðaltali RealClear- Politics.com á fylgi frambjóðend- anna er Hillary nú að meðaltali með 45,9% á landsvísu, Trump 39,1%, Gary Johnson, frambjóðanda Frjáls- hyggjuflokksins 6,4% og Jill Stein, frambjóðandi Græningja með 2,4%. Samkvæmt þessu er Hillary með 6,8% forskot á Trump, sem yrði mesti munur á frambjóðendum stóru flokkanna síðan 1996, þegar Bob Dole tapaði fyrir Bill Clinton með 8,5% mun. Munurinn gæti þó hæglega orðið meiri, því kannanir hafa sýnt Hillary með allt að 12% forskot á Trump. Þá þyrfti að fara allt aftur til 1984 til að finna stærri ósigur, en það ár tapaði Walter Mondale fyrir Ronald Reagan með 18,2%. Það er líka rétt að hafa í huga að það eru engin dæmi í sögu banda- rískra stjórnmála um að frambjóð- anda hafi tekist að vinna upp þetta stórt bil þegar svona stutt var til kosninga. Jakkalöf Trump Í bandarískum stjórnmálum er talað um að aðrir frambjóðendur geti siglt til sigurs á jakkalöfum for- setaframbjóðenda flokksins, „the presidential coattails“. Vinsæld- ir Barack Obama 2008 ruddu t.d. brautina fyrir stórsigur Demókrata í báðum deildum þingsins og svipaða sögu má segja um sigur George W. Bush árið 2004. Ástæðan er sú að forsetakosningar geta dregið fólk á kjörstað sem ella myndi sitja heima en mætir og kýs þá alla aðra fram- bjóðendur flokksins auk forsetans. En um leið og vinsælir frambjóð- Einn af mörgum öldungardeildarþingmönnum Repúblikana sem Demókratar gerðu sér vonir um að geta fellt var John McCain. Nýjustu kannanir sýna hins vegar að McCain er með öruggt forskot á keppinaut sinn Ann Kirkpatrick. McCain hefur tryggt stöðu sína enn frekar með því að draga til baka stuðning sinn við Trump. „Kosningaósigur Trump virðist ætla að verða risavax- inn, því netritið Politico bendir á að ef niðurstaða kosn- inganna verði í samræmi við síðustu kannanir verði munurinn á Hillary og Trump sá mesti í 20 ár.“ endur geta rutt veginn fyrir aðra flokksmenn geta óvinsælir fram- bjóðendur fælt frá. Og slík áhrif óttast Repúblikanar að Trump hafi á kjósendur Repúblikanaf lokk- inn. Fólk sem hefði undir öðrum kringumstæðum mætt á kjörstað ákveði að sitja heima eða kjósi Hillary og Demókrata. Leiðtogar Repúblikana í þinginu, Paul Ryan og John McCain hafa á undanförnum vikum reynt að fjar- lægja sig frá Trump, neitað að styðja hann eða snúið við honum baki. Það er ekki vegna þess að McCain eða Ryan hafi skyndilega uppgötvað hvaða mann Trump hafi að geyma enda hefur það verið nokkuð ljóst öllum sem vildu sjá í marga mánuði, heldur vegna þess að þeir óttast að hann kunni að kosta þá völd og áhrif í þinginu. Trump kostar öldungadeildina Trump virðist þegar vera búinn að gera út um vonir Repúblikana til að halda meirihluta í öldunga- deildinni. Samkvæmt kosninga- spá Nate Silver hafa demókratar nú 74,6% líkur á að ná meirihlutanum í deildinni. Demókratar bæta við sig sex sætum í Wisconsin, Illino- is, Missouri, Indíana, Pennsylvaníu og New Hampshire en tapa engu. Demókrötum dugar að vinna fjögur sæti til að ná 50 sætum og þar með meirihluta í öldungadeildinni, því varaforsetinn greiðir oddaatkvæði ef flokkarnir eru jafnir að atkvæð- um. Takmörkuð jákvæð áhrif Hillary Áhrif Trump á fylgi Repúblikana í öldungadeildinni eru þó minni en búast hefði mátt við. Harry Enten á FiveThirtyEight.com bendir á að meðan mjög sterk fylgni hafi ver- ið á milli líkinda Hillary á að vinna forsetakosningarnar og Demókrata á að vinna meirihluta í öldunga- deildinni allt síðan í haust hafi þetta samband rofnað á síðustu vikum. Fylgi Hillary hefur aukist meira en fylgi við frambjóðendur flokksins til öldungadeildarinnar. Ástæðan er meðal annars sú að bandarískir kjósendur hafa sögu- lega haft tilhneigingu til að skipta þingi og öldungadeild milli flokk- anna til að koma í veg fyrir að ann- ar hvor þeirra hafi of mikil völd. Heimili & hönnun Þann 5. nóvember auglysingar@frettatiminn.is | 531 3300 ALLT UM STOFUNA & BORÐSTOFUNA

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.