Fréttatíminn - 20.10.2016, Blaðsíða 30
30 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 20. október 2016
Þrír vinsælustu bragðarefir Ísbúðar Vesturbæjar
Erfitt getur verið að velja hvað á að fá sér í
bragðarefinn sinn. Margt er í boði en bara um
þrjár nammitegundir að velja í hvern ref. Til
að komast hjá í kvíðakasti í röðinni eftir ísnum
hefur Frétta tíminn ákveðið að aðstoða valið
með því að afhjúpa þrjá vinsælustu bragðarefina
í Ísbúð vesturbæjar:
Birna Guðmundsdóttir
birna@frettatiminn.is
Norskan er það heitasta í dag,“ segir Lilja en hún og vinir hennar, Krist-ján og Kolfinna, sem eru á öðru ári í MR eru
forfallnir aðdáendur norsku sjón-
varpsseríunnar SKAM. Þættirnir
hafa leitt til þess að krakkarnir grípa
æ meira til norsku í samskiptum
sín á milli, þegar þau kasta kveðju
hvert á annað, tala í síma eða spjalla
á Facebook.
„Við byrjuðum að tala saman á
norsku því við erum búin að vera að
horfa á SKAM. Sem er „netdrama-
serie“. Norskt unglingadrama,“ seg-
ir Kristján.
Kolfinna: „Den norske
Gossip-girl.“
„Nema miklu nær okkur en það.
Krakkarnir í þáttunum gætu verið
vinir mínir. Við elskum þetta,“ segir
Lilja.
Talið þið mikla norsku saman?
„Við sem erum að horfa á þáttinn
erum oft að tala norsku þannig vinir
okkar, sem eru ekki að fylgjast með,
eru bara: Jesús, getið þið farið að
tala á íslensku eða eitthvað. Notum
stundum dritt sem þýðir skítur og
allir eru bara nenniði að hætta að
nota dritt?“ segir Kolfinna.
Kristján: „Stundum sms-umst
við á norsku.“
Kolfinna: „Eða tölum saman
á facebook. Segjum þá til dæmis
„natta“ sem þýðir góða nótt. Natta
min skat. Góða nótt elskan!“
„Halla,“ æpir Lilja. „Það þýðir
halló!“
„Það er ekkert mikið mál að tala
norsku. Þegar maður heyrir mál-
lýskuna, framburðinn og orðaforð-
ann þá er þetta minna mál,“ segir
Kristján.
Kolfinna bætir við: „Oft þegar
maður horfir á atriði sem maður
tengir við hermir maður bara orðin
eftir þeim upphátt.“
Lilja: „Allar setningar sem við
skiptumst á eru bara nákvæmlega
sagðar í þáttunum.“
Kolfinna: „Ef Norðmenn myndu
hlusta á okkur myndu þeir samt
kannski vera bara „what?“
Lilja: „En það skiptir engu máli.
Þetta er orðið svona „thing“. Það
heitasta í dag.“
„Bandarískt sjónvarpsefni er
ógeðslega leiðinlegt í samanburði
við SKAM,“ segir Kristján.
„Það er svo „commercial“,
stelpurnar vakna alltaf málaðar
með krullað hár,“ segir Kolfinna.
Lilja: „Já, allt sem gerist er eitt-
hvað frændi minn tók einkaþotu
til Bora Bora og maður tengir ekki
beint við það.“
Kristján: „Maður tengir ekki jafn
mikið við ameríska þvælu og maður
gerir við krakka í Noregi.“
„Ég hugsa bara oft þegar ég horfi
á SKAM: „Omg!“ Þetta hefur komið
fyrir mig!“ segir Kolfinna.
Þau segjast sjá tilganginn í því að læra
norðurlandamál í framhaldsskóla.
„Maður fattar bara hvað maður
skilur mikið og hvað maður getur
talað mikið,“ segir Kolfinna.
„Já, það kom mér ótrúlega mikið
á óvart því ég hélt ég gæti ekki skilið
þættina áður en ég byrjaði að horfa
á þá. Þeir eru náttúrulega á norsku
með norskum texta,“ bætir Krist-
ján við.
Kolfinna: „Ég hef alltaf haldið að
ég gæti ekki bjargað mér á Norður-
landamáli og allt í einu er maður
bara kominn með einhvern orða-
forða í norsku og slangur. Við not-
um mikið slangur þegar við erum
að mynda setningar og tala saman.“
„Ég veit ekki hvað við gerum
þegar þættirnir klárast,“ segir Krist-
ján „Viljum aldrei að þeir hætti.“
Myndband fylgir fréttinni á vefsíðu
Fréttatímans.
Íslenskir unglingar
elska að tala norsku
Kristján, Kolfinna og Lilja eru farin að tala saman á norsku. Mynd | Rut
Spjall vina á Facebook.
Norska unglingadramað SKAM slær í gegn.
Ég hef alltaf haldið að
ég gæti ekki bjargað
mér á Norðurlandamáli
og allt í einu er mað-
ur bara kominn með
einhvern orðaforða í
norsku og slangur.
Kolfinna
Bláber
Piparbrjóstsykur
Snickerskurl
Uppáhald Fréttatímans.
Ferska bragðið af blá-
berjunum blandast
við sterka bragðið
af brjóstsykrinum
og endar í hinum
fullkomna bragðref.
Einnig mjög fallegur
að horfa á.
Jarðarber
Oreo
Snickers
Hin klassíska og
góða blanda sem
fer aldrei úr tísku.
Snilld fyrir þá
ísskjúka sem
þora aldrei að
taka áhættu
þegar kemur að
bragðrefnum.
Hindber
Hockey pulver
Mars
Ferskur og bragð-
góður refur.
Gott að nýta
nýjustu tísku-
bylgju nammi
heimsins, pipar-
duft í ísinn enda
fer 10 kg af duft-
inu á viku.
Losaðu þig við
ískvíðahnútinn!
„Ég er búinn að kenna þér að búa
til fléttubrauð!“ segir Óttar bakari
og lærimeistari Sigþórs Andra sem
hefur verið lærlingur í bakaraiðn
frá seinasta sumri.
„Ég var í Tækniskólanum að
læra vefsíðuhönnun og var mjög
góður í því en það var ekki fyrir
mig. Ákvað þess vegna að koma
hingað,“ segir Sigþór.
„Hann sá að það var ekki fyrir
hann,“ segir Óttar.
„Þegar maður er í læri er
meira einblínt á mann sjálfan
og kennslan er allt öðruvísi. Í
vefsíðuhönnuninni var kennar-
inn að kalla yfir alla. Hérna sýnir
Óttar mér flest allt ásamt öðr-
um bökurum. Garðar sýnir mér
terturnar, Einar er með brauðið.
Mér finnst miklu skemmtilegra að
vera í verklegu námi en að stúdera
félagsfræði eða ég veit ekki hvað.
Það er þvaður,“ segir Sigþór.
„Hann er að klára alla bóklegu
áfangana núna. Á svo bara eftir
það verklega. Ég er að kenna hon-
um allt. Hver lærimeistari er með
3 til 4 lærlinga hjá sér hverju sinni.
Maður sinnir samt ekkert fleirum
en þremur ef maður ætlar að gera
eitthvað af viti,“ segir Óttar sem
hefur verið meistari í bakaraiðn í
40 ár og á þeim tíma kennt rúm-
lega 20 manns að verða bakarar.
Hvað er skemmtilegast að baka,
Sigþór?
Óttar skýtur inni í „Hann er bú-
inn að kynnast flest öllu.“
„Það er alltaf gaman að föndra
í tækniherberginu hjá honum
Garðari en úff ég veit það ekki.
Þetta er svo fjölbreytt að það er
erfitt að velja. Draumurinn er
samt að geta búið til fléttubrauð.“
„Ég er búinn að kenna þér það!“
segir Óttar.
„Já, ég veit, en sexfaldar fléttur í
einu brauði. Það er erfitt sko.“ | bg
Draumurinn að geta
búið til fléttubrauð
Af bakarameistaranum og lærlingi hans.
Sigþór hnoðar linsudeig fyrir kanilsnúða og Óttar fylgist með. Mynd | Hari
Nú einnig á
Glerártorgi
Laugavegur - Kringlan - Glerártorg - kunigund.is